Heyjsa,

Þið vitið vafalaust flest að ég er fremur hress alltaf á kantinum og tek flestu með jafnaðargeði og þau ykkar sem hafa hitt mig vita að ég er alltaf brosandi…

Fyrir nokkrum árum var ég mikið fyrir selfharm, ég meiddi sjálfa mig á þær vegur sem mér datt í hug og trúið mér þær eru fáránlega margar, þeimun lengur sem þú gerir þetta þeimun betur læriru að fela ummerkin.

Ég höndla ekki andlega sársauka og þegar mér líður ROSALEGA illa hef ég kosið að gera eitthvað líkamlegt og sumt er varnalegt.

Ég fór aldrei inná geðdeild eða slíkt og ég fór ekki til sálfræðings fyrren mörgum árum eftir að ég fór að gera þetta og þá var það ekki útaf þessu heldur því að ég hafði verið kynferðislega áreitt og ég var að reyna að vinna mig í gegnum það.
Það sá næstum enginn að eitthvað var að hjá mér, ég var og er nokkuð góð í því að fela tilfinningar mínar og þau sár sem ég gerði.

Það er svo auðvelt að þykjast alltaf vera ánægður og líða vel, það þarf ekki nema smá bros og hlátur og þá trúa flestir að allt sé í lagi, þá trúa flestir að þú hafir komist í gegnum hlutina.
Ég notaði brosið sem mér er fáránlega eðlislægt þegar ég missti fólk sem skipti mig miklu máli, ég sagði heldur engum frá því að ég hafði verið kynferðislega áreitt fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það gerðist, ég kærði ekki fyrren meira en ári seinna og ég fór ekki til sálfræðings fyrren sama haust og ég kærði, ég var brotin andlega og það sá það enginn nema þessar örfáu manneskjur sem ég leyfði að sjá hvernig mér leið.

Ég vil engan vegin vorkunn og þarf ekki á henni að halda, mér líður vel núna og ég veit að ég á vini sem ég get treyst fyrir því sem er að hjá mér og ég get treyst fyrir ef eitthvað er verulega að.

Mín viðbrögð við sorg er að meiða mig, ég hef hinsvegar seinustu tvö ár tekist á við sorgina öðruvísi en með að skera mig eða slíkt.
Daginn eftir að besti vinur minn dó í bílsslysi fyrir næstum tveim árum fór ég á næstu tattoo stofu eftir að hafa ráfað um borgina í nokkra tíma eftir að Jonni vinur minn hafði skutlað mér heim, ég gat ekki sofið, ég gerði ekkert nema að gráta, ég gat ekki brosað eða neitt… ég reyndi meira segja að svæfa sjálfa mig með nokkrum sæmilega sterkum verkjatöflum og áfengi… virkaði ekki.
Ég fór s.s til Fjölnis með mynd af rós sem var á coveri á bók sem ég var að lesa og sagði honum að flúra þar til ég segði nóg og ég vildi bara fá eitthvað sem resemblaði þessari rós.
Eftir rúma tvo tíma í stólnum sagði ég nóg, borgaði og fór út… bara það að fá að “meiða” mig á þessa vegu þá leið mér betur og ég steinsofnaði þegar ég kom heim þessa nótt… ég hafði varla fundið fyrir því þegar ég var flúruð en þetta var fjandanum sárara eftirá…
Ég dílaði heldur ekkert sérlega vel við það þegar það var árs dánarafmæli þessar vinar míns… endaði með að rölta til vinar míns sem er piercer og láta hann gata á mér geirvörturnar og viti menn… ég náði að róast.

Þegar ég var yngri var auðveldara að skera sig bara, ég var alltaf sú sem var sterk fyrir systkini mín þegar eitthvað kom uppá og það tekur á.

Núna fyrir tæpum tveim mánuðum fékk ég kjark til þess að horfast í augu við fortíðina og ég ákvað að takast á við hana, ég ætlaði ekki að leyfa henni að hafa áhrif á mig lengur.

Nú í dag hef ég feisað fortíðina og ég er að horfa til framtíðar, ég veit að ég mun eiga ROSALEGA erfiða daga framundan en það er allt þess virði, ég þarf ekki lengur að læðast meðfram veggjum og vera hrædd við að særa þá sem ég elska mest.

Þeir sem meiða sig, skera sig eða slíkt gera það ekki uppá gamanið… þetta veldur hinsvegar vellíða tilfinningu sem er rosalega góð… ég var háð þessari tilfinningu… það er hægt að framkvæma self harm á svo margar vegur og hey… verkjalyf með áfengi er ein þeirra leiða.

Ekki dæma fólk án þess að vita hvað er í gangi.

Vil líka taka það fram að það hjálpar mörgum að skrifa um það sem gerðist til að ná sér niður, það hjálpar líka að hafa einhvern sér til handar sem hægt er að treyst.

Kv. Taran