Hafa konur tilfinningar? Hafa konur tilfinningar?

Já, ég sendi nú inn grein hérna fyrir soldlu síðan og var aðalumræðuefnið í henni “hafa karlmenn tilfinningar” nú er komið að seinni hlutar þessarrar umræðu, hafa konur tilfinningar?

Þetta er kannski ekki erfið spurning að neinu leiti því konur eiga mjög auðvelt með að sýna tilfinningar sínar og því er nokkuð víst að þær hafi tilfinningar en gráta allar konur?

Konur gráta ekki yfir öllu, það eru ekki allar konur sem grétu yfir titanic og ekki allar konur sem gráta þegar þær hlusta á sorglega tónlist eða þegar þær missa ættingja.

Málið er að það eru ekki allar konur eins, þær hafa allar sín sérkenni eða einkenni, eins og allar aðrar mannverur. Ég grét ekki yfir titanic, jú mér fannst hún sorgleg en ég grét samt sem áður ekki yfir henni.

Flest allar konur hafa grátið og málið er með konur að þær fela það ekki eins vel og karlmenn gera, þær gráta með vinkonunum ef strákur segir þeim upp eða álíka. Það gera strákar ekki, eða ekki svo einhver viti, vitið þið um strák sem hefur grátið vegna þess að kærasta hans sagði honum upp?

Gráta stelpur meiri en strákar, hafa stelpur þar af leiðandi meiri tilfinningar en strákar, ég myndi svara þessu neitandi, stelpur hafa ekki meiri tilfinningar en strákar þó að þær gráti meira og sýni frekar tilfinningar því guð skapaði bara kvenkynið svona, og karlmanninn sterkan að því leiti að hann myndi ekki sýna of miklar tilfinningar.

Konur sýna tilfinningar sínar á hina ýsmu vegu og það gera karlmenn líka, þeir tjá sig ekki jafn mikið um ástina og annað en þeir geta nú samt sýnt tilfinningar, bara á annann hátt en konur.