Latibæ leikritið? Um daginn var ég einmitt að gramsa í spólunum okkar og fann Latabæ original þarna… horfði á það og bara ooo vá!
Vá hvað ég hata samt nýja Latibæ! (sorrí ef það er það sem þú horfðir á í dag)
En ég elska svona gamlar myndir frá því ég var lítil, sérstaklega teiknimyndir. Pocahontas, Lion King, Brave Little Toaster, Hringjarinn frá Notre Dame og vá you name it! Og svona non-teiknimyndir eins og Free Willy, E.T. og Back to the Future og Jack!!
Og þetta er að verða einhver ritgerð hjá mér sorry. Finnst bara svo gaman að horfa aftur á þessar myndir sem ég elskaði þegar ég var lítil.
Og já, ég er að horfa á Húgó núna! Var að downloada númer eitt og tvö, myndin fyrir ofan er print screen sem ég tók áðan. En reyndar er þetta á dönsku… pays off að kunna dönskuna núna haha