Ég er með 5 ára gamla HP borðtölvu þar sem skjákortið hefur verið með einhver “error” leiðindi nýlega, einnig hefur ekki virkað að spila tölvuleiki í slatta tíma, koma bara upp grænar rákir og fleira fallegt.
Svo byrjaði vandamálið að alvöru í gær þegar allt frís bara þegar ég er nýbúinn að kveikja á tölvunni. Klukkan og allt stendur í stað og það eina sem ég get gert er að hreyfa músar bendilinn.
Þannig að spurningin er hvort þetta vandamál með að tölvan frjósi sé tengt skjákortinu og hvort þetta lagist ef ég fjáfesti í nýju skjákorti?
aight!