Fyrst og fremst vil ég segja við alla EKKI downloada þessu forriti ef þið fáið skilaboð á MSN.
Jæja, ég gerði kork um þetta fyrr í dag að ég var svo illa heimskur að hafa klikkað á þennann link sem einhver sendi mér í gegnum msn skilaboð og þar stóð eitthvað blablabla og þetta heitir Block Checker.
Og málið er að ég sendi af og til svona sjálfkrafa skilaboð sem er eitthvað svona: I know if you are blocking me becouse i am using Block Checker og svo heimasíðan þeirra með.
Og ég vil losna við það, ég er búinn að fara í Control Panel og Add Or Remove programs og taka það þar / uninstalla. Svo fer í program files og þar er þessi block checker mappa og ég get ekki deletað henni né skráunum sem eru í henni.
Ég notaði ad-aware og reyndi að taka þetta þannig en þetta fór samt ekki. Ég reinstallaði MSN Messenger 7.0 sem ég var með. En það virkaði ekki og svo fékk ég mér nýja MSN Messenger 7.5 og enþá er þetta þarna.
Hvað á ég að gera?