Ég er að pæla í að gera tilraun til þess að auka virkni inn á þessu áhugamáli.

Þessu áhugamáli veitir ekki af?

Eruð þið með einhverjar tillögur? Þetta áhugamál á til með að falla í skuggan á deiglunni og tilverunni af því fólk skrifar oft frekar þar um stjórnmál.

Mér dettur í hug að halda greinakeppni. Það væri þá þannig að við myndum senda inn greinar í eina viku og svo yrði gerð könnun? (Eða kannski dómnefnd skipuð sjálfboðaliðum sem myndi skrifa smá dóm um hverja fyrir sig).

Við gætum t.d. haft þema í keppninni; Nýtt Ísland, eða kannski sósíalismi v.s. kapítalismi í smá morfís stíl. Hvað finnst ykkur?