Frjálshyggja er stefna sem byggir á einstaklingsfrelsi og hugmyndafræðin byggir að miklu leyti á því að allir menn séu frjálsir og sé frjálst að gera það sem þá lystir svo framarlega sem þeir skerða ekki frelsi annarra.
Til að átta sig betur á frjálshyggju verðum við að glugga í löggjöfina og velta fyrir okkur markmiði laganna. Eins og allir vita þá er samfélagið byggt upp á lögum eða eins og sagt er “með lögum skal land byggja” spurningin er hvert er markmið laganna? Lögin hljóta að eiga að vernda okkur fyrir ranglæti svo sem þjófnaði eða öðru ofbeldi, flestir geta verið sammál um það. Frjálshyggjumenn telja að lögin eigi að verja frelsi okkar og eignir þar sem þetta er okkar náttúruréttur. Þegar lögin fara út fyrir þetta valdsvið sitt og byrja að halda utan um vinnu, skóla, hjálparstarf og jafnvel trúarbrögð eru þau farin að brjóta á upphaflega tilgangi sínum. Þegar lögin eru t.d. notu til að sjá um hjálparstarf eru þau farin að brjóta á frelsi manna og eignaréttinum þar sem almenningur er neyddur til að taka þátt með góðu eða illu.
Við megum ekki gleyma því að lögin eru valdbeiting, því mega þau ekki fara út fyrir valdsvið sitt. Lögin eiga að sjá til þess að menn skaði ekki aðra eða brjóti almennt á frelsi hvers annars þ.e. lögin vernda jafnan rétt allra til frelsi síns og eigna. Lögin eru því skaðlaus þar sem þau brjóta ekki á rétti fólks en nauðsynleg þar sem þau verja grunnréttindi fólks.
Frjálshyggjumenn eru ekki á móti almennri menntun eða hjálparstarfi, þvert á móti. Við viljum hjálpa fólki eins og allir aðrir, við villjum hátt menntunarstig en við viljum ekki gera hluti á kosnað annarra. Frjálshyggja er mannúðarstefna sem gegnur út á að verja rétt einstaklinga til að fá að lifa sinu lífi í friði fyrir öðrum.
Vinstristefnur eru auglýsingastofustefnur, þar sem fólki er lofað öllu fögru s.s. skólum og velferðakerfi en það sem gleymist að segja fólki er að það þarf sjálft að borga fyrir þetta með skattpeningum og þó svo einhverjir séu sáttir við það þá eru það ekki allir og því þarf að beita þá ofbeldi til að halda vinstristefnuni við.
Eitt sem mig langar að benda vinstrimönnum á, ef við tökum upp frjálshyggju þá kemur í ljós hversu mikils við metum almennt hjálparstarf þar sem menn geta greitt að vild í hjálparstofnanir og sjóði sem aðstoða fólk, ef við erum dugleg að borga og þessum stofnunum gengur vel í starfi sínu er auljóst að hlutverk ríkisins er óþarft. En ef við erum það ekki þá sínir það hvað ríkið er að kúga og beita marga þvingunum og ofbeldi í dag til að gera eins og það telur best, þegar þjóðin er annarrar skoðunar.
Við skulum ekki gleyma því að þeir sem tala mest um að hjálpa öðrum í dag eru þeir sem síðan borga minnst í sjálfa hjálpina.
Það má segja að meginn þráðurinn í frjálshyggju sé að hver og einn taki ábyrgð á eigin ákvörðunum og eigin lífi en bendi ekki alltaf fingrinum á aðra þegar illa gegnur m.a. ríkið.