Best er að hafa horft á Deep Space Nine áður en greinin er lesin til að skilja betur hvað er að gerast.
Bakgrunnurinn
Árið 2369 yfirgáfu Cardassians Bajor eftir að Bajorans höfðu fælt þá burt, Bajorans höfðu ekki styrkinn til að sigra Cardassians í fullu stríði en með litlar og vel valdar árásir var það ekki sniðugt fyrir Cardassians að vera ennþá þarna og því yfirgáfu þeir. Gul Dukat hélt því alltaf fram að það hefði verið “political decision” að hörfa frá Bajor.
Með nýja ríkisstjórn við völd á Bajor var þeirra fyrsta verk að biðja UFP um aðstoð við að endurbyggja plánetuna en samfélagið í heild sinni var í rúst á nærri því alla vegu.
UFP sendi þá commander Benjamin Sisko til að taka yfir völdin á geimstöðinni Terok Nor sem var svo endurnefnd Deep Space Nine.
Meðan UFP var ennþá að koma sér fyrir uppgötvaðist “wormhole” í Bajor sólkerfinu sem lá í Gamma Quadrant eða yfir 70,000 ljósár.
Einnig uppgötvaðist að “wormhole” var heimili “spámanna” sem Bajorans litu á sem guði, Bajorans til dæmis útskýra ýmsa atburði sem þeir skilja takmarkað í sem “the way of the prophets”
Fyrstu samskipti við Dominion
Könnun Gamma Quadran tók sér stað í nærri því eitt ár án vandamála. En þegar hinar ýmsu tegundir sem búa í Alpha Quadrant byrjuðu að koma sér fyrir og byggja nýlendur ákváðu Dominion að þetta væri komið gott og árið 2370 tóku Jem'Hadar Benjamin Sisko og Quark til fanga og sendu erindreka til DS9 til að tilkynna þeim að Dominion hefði eyðilaggt fjöldan allan af plánetum og skipum frá UFP. UFP svaraði með því að senda USS Odyssey ásamt fleirri skipum inní Gamma Quadrant til að bjarga því sem bjargað varð, aðgerðin tókst en þó ekki áfallalaust þar sem USS Odyssey eyðilaggðist.
Samband við the Founders
Árið 2371 snéri Sisko aftur til Jarðar til að skila inn skýrslu um hvað gerðist þegar hann var tekinn til fanga, þegar hann snéri til baka til DS9 hafði hann fengið USS Defiant, frumgerð af nýju skipi sem var hannað til að berjast við the Borg en einnig hafði verið látið í skipið Romulan cloaking tæki svo að það gæti farið inní Gamma Quadrant og reynt að finna the Founders til að leysa úr þessum málum friðsamlega.
Cloaking virkaði ekki betur en það en að Jem'Hadar fundu skipið, komust um borð og tóku alla áhöfnina til fanga. Þá settu the Founders hluta af áhöfninni í USS Defiant í nokkurskonar “holo-deck” þar sem þeir reyndu að sannfæra þá um að Dominion og UFP væru núna vinir en en í staðinn hefðu Dominion fengið Bajor kerfið, Deep Space Nine ásamt einhverju fleirru, þetta var gert til að kanna viðbrögð þeirra en í þessum sýndarveruleikahermi eyðilöggðu Sisko og félagar ormagöngin til að hindra að Dominion gætu komið sér upp varanlegri fótfestu. Á endanum slepptu Dominion þeim öllum að ósk Odo og snéru þeir til baka. Þetta markaði upphaf svokallað kalds stríðs á milli the Dominion og UFP þar sem bæði heimsveldin byggðu upp stærri herflota.
Obsidian Order og Tal Shiar ráðast á heimaplánetu the Founders
Á meðan sátu aðrar Alpha Quadrant tegundir ekki auðum höndum og horfðu á Dominion verða meiri og meiri ógn. Obisdian Order sem er leyniþjónusta sem vinnur fyrir hönd Cardassians ásamt Tal Shiar sem er sambærileg starfsemi sem vinnur fyrir hönd Romulans. Saman byggðu þeir upp hógværan flota sem samanstóð af 20 skipum inní Cardassian Space og réðust á heimaveröld the Founders í þeirri von að the Dominion myndi falla saman ef the Founders hefðu tapast.
Ekki gekk það betur nema að Founders komust að aðgerðinni og tóku aðgerðir gegn henni, Tal Shiar og Obsidian Order flotinn hafði eyðilagt um 30 prósent af plánetunni þegar þeir komust að því að það væri enginn þar og þá nálgaðist þá floti sem samanstóð af um 150 skipum sem hafði falið sig í nálægri stjörnuþoku.
Founders lauma sér inní ríkisstjórnir ýmsa ríkja
Seint árið 2371 kom það í ljós að Founders höfðu laumað sér inní nærri því allar ríkisstjórnir stórveldanna í Alpha Quadrant. Ofsóknaræði jókst jafnt og þétt og voru ýmsir aðilar ásakaðir að ástæðulausu fyrir að vera njósnarar sem unnu fyrir Dominion. Endaði það með því að Klingons réðust á Cardassians þegar þeir héldu að Dominion hefði tekið völdin þar. Þegar sannast hafði að það átti enga stoð í raunveruleikanum blönduðu UFP sér í málin til að reyna að stöðva stríðið. Við það reyndu Klingons að taka yfir DS9 en árásinni var naumlega hrint til baka. En útaf því slitu Klingons öll sín samskipti við UFP og drógu sig frá Khitomer Accords.
Ofsóknaræði hélt áfram að vaxa langt fram til ársins 2372 en þá reyndu ýmsir Starfleet admirals og starfsmenn að taka yfir starfleet eftir að það uppgötvaðist að Dominion hafði komið sér fyrir í stjórn Starfleet, á endanum var þetta stöðvað af Benjamin Sisko.
Spennan hélt áfram að vaxa á milli UFP og Klingons og stríð braust út seint um árið 2372 eftir að UFP neitaði að viðurkenna eignarhald Klingons á the Archanis sector. Erfitt var fyrir Klingons að heyja tvö stríð, bæði við Cardassians og UFP en það gerðist ómögulegt þegar Cardassia varð meðlimur í the Dominion og náðu að reka Klingons útúr þeirra svæði. Við þann atburð enduðu Klingons stríðið við UFP og Khitamer Accords tóku aftur gildi.
Núna byrjuðu Dominion að senda stóra flota í gegnum ormagöngin til að styrkja stöðu sína enn frekar í Alpha Quadrant sem endaði með því að Klingons og UFP byggðu upp geimsprengjusvæði (fann ekkert betra orð) fyrir ormagöngin. The Dominion leit á þetta sem stríðsaðgerð og réðst á DS9 sem endaði með því að UFP þurftu að yfirgefa stöðina. Bajorans höfðu skrifað undir samning við the Dominion þar sem var samið um að þjóðirnar myndu ekki ráðast hvor á aðra sem gerði það að verkum að Major Kira gat verið áfram um borð í DS9 þar sem hún skipulagði mótstöðu við the Dominion.
Seint um haustið árið 2374 náði Sisko að sannfæra aðalstjórnendur Starfleet að leiðin til að sigra stríðið var ekki að halda einhverji ákveðinni plánetu heldur með því að halda DS9. Floti sem innihélt 601 skip var sendur til að taka stöðina aftur. Samt sem áður höfðu the Dominion mun stærri flota til að verja stöðina og voru nærri því tvisvar sinnum fleirri en UFP. Bardaginn gekk ekki nógu vel fyrr en Klingons komu inní bardagann en það leyfði USS Defiant að komast í gegn þar sem þeir sáu Dominion taka niður geimsprengusvæðið, Sisko hélt þá inní ormagöngin þar sem hann náði að sannfæra spámennina að þeir ættu ekki að hleypa Dominion skipunum í gegn. Enn í dag er ekki vitað hvað varð um þau skip. Við þann atburð yfirgáfu Cardassians stöðina og UFP hafði náð stöðinni. Dóttir Gul Dukat dó við þann atburð sem orsakaði að hann varð geðbilaður og Damar tók yfir stjórnina í ríkisstjórn Cardassia.
Það sem gerðist eftir að UFP tók aftur DS9
Jafnvel þó að the Dominion gat ekki sent fleirri skip í gegn gátu UFP og Klingons varla haldið stöðu sinni og misstu sólkerfi eftir sólkerfi. Romulans höfðu lýst yfir því að þeir myndu ekki blanda sér í stríðið og sátu fyrir utan það. Eftir að Dominion hafði tekið yfir plánetuna Betazed sannfærðist Sisko um að stríðið var tapað og aðeins ein leið væri til að bjarga því, koma Romulans inní stríðið.
Sisko ákvað að hafa samband við Garak, fyrrum meðlim í the Obsidian Order og bjuggu þeir til falsa upptöku þar sem sást til Dominion og Cardassians ákveða að ráðast inní Romulan svæði en þeir ætluðu einmitt að sýna senator Vreenak það, Vreenak uppgötvaði að upptakan var ekki raunveruleg og með því hvarf öll von að Romuals myndu koma inní stríðið, en á leiðinni til baka eyðilaggðist skipið hans og bentu allir fingur á the Dominion. Romulans lýstu yfir stríði á hendur the Dominion og hlutir byrjuðu að líta aðeins betur út hjá UFP og Klingons.
UFP, Klingons og Romulans réðust á Chin’toka sólarkerfið og tóku það yfir snemma árið 2375. Jadzia Dax var drepinn af Gul Dukat en líveran inní henni, Dax lífveran lifði þó af og snéri aftur sem Ezri Dax.
Section 31, leynideild innan UFP hafði hannað vírus sem áttu að drepa the Founders og höfðu smitað Odo með vírusnum og þaðan dreifðist hann í gegnum “the great link”.
Stríðið byrjaði að líta verr og verr út ef horft var á frá sjónarhorni Dominion og ákváðu Founders að fá Breen til liðs með sér. Þeirra innkoma í stríðið breytti gangi stríðsins í takmarkaðan tíma. Breen höfðu vopn sem hvorki UFP né Romulans höfðu mótsvar við en þetta vopn dugði ekki á Klingons. Þetta vopn sogaði alla orku úr skipunum sem gerðu þau algjörlega varnarlaus. Þegar þetta komst upp þurftu UFP og Romulans að draga sig úr stríðinu og núna var eina vörnin þeirra flotinn sem Klingons höfðu yfir að stjórna. Allt gekk vel þar til Chnacellor Gowron ákvað að Martok gat ekki lengur stjórnað stríðinu, það gekk svo vel hjá honum og Gowron var hræddur um stöðu sína, Gowron tók yfir stjórn og þá byrjuðu hlutir að líta illa út, línurnar urðu verri þar sem Gowron var að gera heimskulega hluti. Worf endaði það tímabil með að skora á Gowron og efast um hæfileika til hans til að stjórna en samkvæmt hefði gat það aðeins endað með bardaga til dauða, Worf vann og var kosinn næsti keisari the Klingon Empire, Worf hafnaði stöðunni og Martok varð næsti keisari.
Lokaárásin og fall Cardassia
Gul Dumar fannst að verið var að skilja hann útundan, að það væri verið að misnota þjóð hans og hann vildi ekki standa undir því lengur. Byrjaði hann uppreisn gegn Dominion sem þvingaði hann inní felur.
Um það leyti höfðu vísindamenn UFP, Romulans og Klingons uppgötvað leið til að koma á móts við orkuvopn Breen og var ákveðið að núna væri kominn tími til að snúa úr vörn í sókn og ráðist var á the Dominion sem endaði með því að Dominion forces þurftu að hörfa að Cardassia Prime.
Uppreisnin gekk eins og vel og hægt var að ætlast sem endaði með því að the Dominion byrjuðu að útrýma Cardassians, sá atburður gerði það að verkum að flotinn sem Cardassia höfðu yfir að ráðast skiptu um lið og unnu núna ásamt UFP, Klingons og Romulans á móti the Dominion og Breen.
Nú var seinasti floti Dominion og Breen staddur við Cardassia Prime og the Founders ætluðu ekki að játa sig sigraða, þeir stefndu á að berjast til seinasta manns þangað til að Odo náði að sannfæra Founderinn sem stjórnaði aðgerunum í Alpha Quadrant að játa sig sigraða en í staðinn myndi hann útvega þeim lækningu við sjúkdóminn sem hrjáði þá.
Stríðið endaði formlega um borð DS9 þar sem the Dominion, Breen, Klingons, Cardassians, United Federation of Plantes og Romulans skrifuðu undir friðarsamning.
Eftir stríðið var Cardassia Prime í rúst, í mun verra ástandi en Bajor var í nokkrum árum fyrr.
Eftirmáli
Jæja, þá er þetta komið, tók alveg andskoti langan tíma og ég var við það að gefast upp þarna í lokin en harkaði þetta út, það gætu vel verið að það læðast einhverjar villur þarna inn á milli enda er þetta frekar löng grein og ég bið ykkur bara að fyrirgefa það.
Ef það er eitthvað sem þið skiljið ekki í textanum þá er bara að spyrja og ég skal reyna að útskýra þetta betur.