Eins og flestir vita vonandi verður spunamót 7.-8. júní úti á granda og allt virðist ætla að koma heim og saman. Aðsóknin hefur verið svo mikil að við höfum þurft að bæta við tveimur borðum á fantasy tímabilinu.

Ef þú hefur ekki núþegar skráð þig þá ættirðu að drífa þig. Úrvalið á kerfunum hefur aldrei verið betra og þar sem það eru núþegar nokkur borð full. Ekki vera innipúki þessa helgina og koddu í hellinn, skemmtu þér í góðum félagsskap og spilaðu eitthvað nýtt.

Skráning fer fram í Nexus alveg til 6. júní.


Sci-fi
RIFTS
Stjórnandi: Jens
Aldurstakmark: 14+
Fjöldi spilara: 3 skráðir af 6.
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Í fjarlægri framtíð, hundruðum ára eftir ólýsanlega og hræðilegar náttúruhamfarir
um allan heim, hefur mannkynið þurft að búa í breyttum heimi galdra og framandi vera frá öðrum heimum. Stríðsherra einn í Rússlandi hefur ákveðið að ráðast á ríki hinns dularfulla Jared-Sin og sendir því sérsveit hermanna sinna á undan til að undirbúa árásina. Kerfið í RIFTS er keimlíkt D20 og því auðvelt fyrir þá sem kunna það að spila það

Predator
Stjórnandi: Tómas Gabríel
Kerfi: World of Darkness
Aldurstakmark: 16+
Fjöldi spilara: 5 skráðir af 5, fullt.
Reykingapásur: Illa séðar
Lýsing: Samband rofnaði við sendiskip fyrir nokkrum vikum, sendiskip með mikilvægan farm. Því er trúað að skipið hafi brotlent á blárri plánetu þar sem hálf-gáfaðir tvífætlingar lifa. Spilarar fara í hlutverk Predator veiðihóps sem þarf að finna og endurheimta skipið áður en tæknin og farmurinn fellur í hendur mannapana. Búast má við þó nokkurri rannsóknarvinnu svo og einhverjum (blóðugum) bardagasenum.

Rapture: A new beginning
Stjórnandi: Theó
Kerfi: World of Darkness
Aldurstakmark: 16+
Fjöldi spilara: 6 skráðir af 6, fullt.
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Heimurinn endar eins og biblían sagði til um, en mennirnir sem eftir eru snúa vörn í sókn. Nettur Fallout fílingur með lovecraft/end of days ívafi

CyberPunk
Stjórnandi: Gunnar Jörvi
Aldurstakmark: 15+
Fjöldi spilara: 6 skráðir af 6, fullt.
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Spilarar eru meðlimir í samtökum sem berjast gegn stórfyrirtæki sem lagði líf þeirra í rúst, og það er komið að skuldadögum. John Woo, rokk and role og stórar byssur.

Horror
Call of Cthulhu
Stjórnandi: Jóhann Ingi
Aldurstakmark: 14+
Fjöldi spilara: 2 skráðir af 6.
Reykingarpásur: Í færri kantinum
Lýsing: Inniheldur erfðarskrá, gamla bók, mikið blóð, geðveiki og dularfull morð. Reynsla skiptir ekki máli ,eina sem skiptir máli er að geta hugsað frá sjónarhorni karakters og ekki búast við miklum hasar (hack ‘n’ slash lið vinsamlegast afþakkað) “Old school” Call of Cthulhu með smá twist.

CthuluTech
Stjórnandi: Jens
Aldurstakmark: 16+
Fjöldi spilara: 5 skráðir af 5, fullt.
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: 2085. Mannkynið horfir fram á í útrýmingu. Skordýr frá útjaðri sólkerfisins, sem hafa lengi verið hulin, herja á jörðina til að hneppa mannkynið í þrældóm. Herir ólýsanlegs hryllings koma út úr mið-Asíu og leggja allt sem á vegi verður í eyði. Kirkja fiskiguðsins leitar um heiminn að galdra-leyndarmálum til að leysa úr læðingi hræðileg öfl. Dauðir guðir vakna og snúa illum augum sínum til Jarðar. Innan nýju ríkisstjórnar jarðarinnar er mein sem étur úr hjarta samfélags manna. Spilarar eru menn í leyniher sem nota samlífunga úr annari vídd sem vopn í stríði sínu við hættulega söfnuði sem ógna mannkyninu.

Ravenloft
Stjórnandi: Þorsteinn Mar
Kerfi: D&D 3,5
Aldurstakmark: 17 ára. Ætlast er til að spilarar hafi þó þroska og áhuga til að einbeita sér að spiluninni.
Fjöldi spilara: 5 skráðir af 6.
Reykingarpásur: Í lágmarki
Lýsing: Í þorpinu Weltbrunn hefur það verið til siðs að fara ekki út í skóg á nóttum þegar fullt tungl er, reynslan hefur kennt þorpsbúum að skógurinn á það til að taka þá til sín sem á það hætta. Þorið þið inn í Nachtwood?
Ævintýri ætlað reyndari spilurum og þeim sem eru ekki klígjugjarnir. Þekking á Ravenloft er ekki nauðsynleg, en betra að hafa ágætan skilning á D&D kerfinu. Þetta er roleplayheavy ævintýri og lagt upp úr því að spilarar spili persónur sínar og eigi í samskiptum sín á milli og við aukapersónur í karakter.
Level: 4th

Legacy of Kain
Stjórnandi: Sveinn Orri Bragason
Kerfi: Vampire the Requiem
Aldurstakmark: 14+
Fjöldi spilara: 5 skráðir af 5, fullt.
Lýsing: Í heimi Nosgoth er ekki allt með felldu, vampírur og hermenn þeirra herja á mannheima í þeim tilgangi að brjóta þá á bak aftur og ná varanlegri fótfestu sem máttugasta ríki dagsins á morgun. Hinsvegar birtir fyrir í myrkri herferð húmfara þegar stríðsherra þeirra og faðir hefur horfið sporlaust. Enginn tími vinnst til að beisla herdeildir þeirra við leitina, svo synir Kains verða að taka að sér að finna hann aftur áður en það verður of seint.

Fantasy
D&D 3.5, Klassískt
Stjórnandi: Þorsteinn Mar
Aldurstakmark: 14 ára. Ætlast er til að spilarar hafi þó þroska og áhuga til að einbeita sér að spiluninni.
Fjöldi spilara: 4 skráðir af 6.
Reykingapásur: Engar reykingar
Lýsing: Hetjurnar þurfa að koma ungri konu í nauð til bjargar. Fínt ævintýri fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hlutverkaspila, þó svo eldri og reyndari spilarar geti haft jafn gaman af því.
Level: 2nd

Defense of Nactkrige Keep
Stjórnandi: Helgi Már Friðgeirsson
Kerfi: D&D 3.5
Aldurstakmark: 14+
Fjöldi spilara: 5 skráðir af 5, fullt.
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Ævintýramenn eru fengnir til að verja hið forna Nactkrige Keep meðan herdeildir keisarynjunar verjast innrásum myrkraveldisins úr norðri. Hver er nógu harður til að lifa af nóttina? Hvað dvelur í hinu forna virki sem spilurunum er ætlað að verja til síðasta manns? Ekki er allt sem sýnist í náttmyrkrinu…
Level: 7 Með mjög hefðbundnum en óklisjulegum persónum. Inniheldur blöndu af bardögum og góðu hlutverkaspili.

Paths of the Damned (Part one)
Stjórnandi: Björgvin G Björgvinsson
Kerfi: Warhammer Fantasy Role Play
Aldurstakmark: 13+
Fjöldi spilara: 5 skráðir af 5, fullt.
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Í myrkum heimi, þar sem ekkert er ókepis eru menn, dvergar og álfar að berjast fyrir því littla sem þeir eiga. Frá norðri koma hinu myrku öfl hinna illu fjögurra Kaos guða, frá vestri koma hinir myrku álfar, þeir hneppa alla sem þeir sjá í þrældóm, frá vestri koma hinir dauðu, stjórnað af mönnum sem sofa aðeins á daginn og berjast á nóttunni, í suðri eru Orkar sem berjast út af engri sérstakri ástæðu.
Á þessum tíma eru fáir sem standa upp og berjast fyrir því sem þeir telja vera rétt, við hefjum för okkar með 5 hetjum sem hafa tekið sig saman og ákveðið að berjast gegn hinum illu öflum.
För okkar byrjar þegar þessar 5 hetjur eru að leiða hóp af flóttarmönnum burt frá bænum “Schwarchtag” þessi bær var brenndur þegar hermenn hinnu myrku guða réðust á hann. Þeir fáu sem eftir eru af bæjarbúum flýja nú til Borgarinnar “Middenheim” sem er ein stærsta borg Manna.

D&D 3.5, Klassískt
Stjórnandi: Theodór Árni Hansson
Aldurstakmark: 12+
Fjöldi spilara: 2 skráður af 6.
Reykingapásur: alveg sama.
Lýsing: frekar klassískt D&D ævintýri, “for XP and items, with a twist”

Svakalegar svaðilfarir
Stjórnandi: Óskar
Kerfi: Shadowrun (komið með 6 hliða teninga!)
Aldurstakmark: 12+
Reykingarpásar: Ef þörf er á þeim
Fjöldi spilara: 1 skráðir af 6.
Lýsing: Vættir og verslingar vega að þorpsbúum Grábakka við kaldar strendur Noregs. Hetjur sinna kallinu til þess að brjóta að baki aftur vætti þessa í von um frelsun þorpsbúa frá ánauð. Víkingarsaga í anda 13th warrior með hasar, blóði og skemmtun í hámarki.