Eins og dagskrárfyrirkomulagið er í Bandaríkjunum eru yfirleitt framleiddir 22-25 þættir af hverri seríu hjá opnu stöðum (ABC, NBC, FOX, CW og CBS - kabalstöðvarnar lúta öðrum lögmálum.) Þessar stöðvar þrífast eingöngu á auglýsingatekjum og eru sýningartímar háðir þörfum auglýsendanna. Þrisvar á ári eru svokölluð "sweeps" tímabil þar sem áhorf á þáttum er sérstaklega mæld.
Á þessum tímabilum kappkosta sjónvarpsstöðvarnar við að vera með besta efnið sitt. Því eru alltaf nýir þættir í nóvember, febrúar og maí - ca. 12-14 þættir eftir því hvernig vikurnar liggja. Þetta þýðir að stöðvarnar hafa ca. 10 þætti til að dreifa á hina 4-5 mánuðina sem er ástæðan fyrir því að stundum koma inn nokkurra vikna pásur.
Það er aðeins nýlega sem sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum hafa farið að fikta við þessa formúlu. T.d. eru raunveruleikaþættir gjarnan sýndir í einni bunu og svo og þættirnir "24".