Mér er mein illa við djúpt vatn og er ekki hrifin af geitungum og kóngulóm en myndi varla kalla það fóbíu. Suð í flugum fer líka í taugarnar á mér…
En í rauninni væri frekar hægt að líkja matvendninni í mér við fóbíu, ét engan helvítis blautmat, T.d. súpur og fisk (fyrir utan harðfisk hann er nógu þurkaður til að flokkast ekki undir blautmat lengur), eins er alveg slatti sem ég ét ekki, er með matverra fólki í þessum heimi, en hef samt lagast, fór að éta kjúkling og sósur fyrir ekkert svo löngu..
Bætt við 18. október 2006 - 18:52
og já ég var haldin mjög mikilli snertifælni einu sinni, það mátti ekki snerta mig, ekki faðma mig eða neitt, stór skrítið í dag finnst manni voða nice að faðma fólk, en ég vandist af þessu í slagsmálum, í slagsmálum var nefnilega allt leyfilegt :O Hafði líka aðeins annað að hugsa heldur en að passa mig þar sem náunginn er bara 30 cm hærri en ég og það mikið sterkari en ég að hann hefði getað snúið mig niður með annari hendi og nauðgað mér án þess að ég hefði getað gert neitt í því, held ég hafi lært að treysta honum svolítið með tímanum ^^
Ég get enþá orðið pínu paranoid en ekkert alvarlega lengur eða ekki svo ég muni eftir síðastliðið árið eða svo…