Og ég fann þessa sögu núna =} Eftir smá leit auðvitað, á svo margar möppur af þessu…
Árið 2001, blöð númer 43 - 45 (22. okt, 29. okt, 5. nóv)
Svo, ég ætla að segja betur frá staðreyndum:
Bíðið aðeins meðan ég les söguna….
Búinn!
Staðreyndir:
*Árið 1118 stofnuðu 9 franskir aðalsmenn samtök sem var ætlað að vernda pílagríma í krossferðum til Landsins helga
*Brátt urðu samtökin að óháðu alþjóðlegu 20.000 manna herliði, álíka voldugu og auðugu og heilu miðaldarþjóðirnar, og þar sem höfuðstöðvar þeirra voru í rústum musteris Salómons konungar gengu þeir undir heitinu Riddarar musterisins, eða Musterisriddararnir
*Árið 1291 sneru Musterisriddararnir sér að bankaviðskiptum í Evrópu, og þessi regla varð ríkasta leynifélag sögunnar!
*Eeeeeen. Filippus IV, konungur af FRakklandi, skuldaði riddurunum stórfé og ákvað því að sölsa auðæfi þeirra undir sig, og lét handtaka alla musterisriddara í Frakklandi föstudaginn þrettánda október 1307 [smá innskot: Omg vá, það er í dag, ef tímatalinu hefði ekki verið breytt ætti þessi atburður afmæli í dag =0]
Þetta er ástæðan fyrir goðögninni um föstudaginn þrettánda, en svo kemur útskýring á því að þessi dagur hafi aldrei verið til!
*Veröldin studdist eitt sinn við júlíanska tímatalið svokallaða, en svo var gregoríanska tímatalið (sem er notað í dag) innleitt, á 16. öld
*þegar skipt var um tímatal þurfti að hlaupa yfir 9 daga til að rétta tímatalið af, þetta gerðist árið 1307
*13. október var aldrei til, heldur var dagurinn sem átti að vera þá sunnudagurinn 22. í einhverjum mánuði (október líklega, veit ekki)
Svo, af þessu leiðir, að sunnudagurinn 22. er óhappadagurinn mikli, ekki föstudagurinn þrettándi!
E.s. þetta er kannski pínu óskiljanlegt hjá mér, maður verður eiginlega að lesa söguna… Svo kann ég bara alls ekki að útskýra :}
E.e.s. Þetta er auðvitað bara Andrésblað, kannski ekki allt 100% buggt á sönnum atburðum, en það er furðulega oft sem ég hef séð að svona sögufræðiframhaldssögur hjá þeim eru lauslega buggðar á sönnum atburðum, weird….