Úhhh, minn fyrsti korkur í langan tíma hér á /sorp. Eftir þennan vantar mig bara 2 stig í að ná 1.000 stigum sléttum á /sorp. Tjah, ég kvíði fyrir því, ekki spyrja hví.
Á Discovery Life and Traveling (minnir mig að stöðin heiti) áðan, þá var þáttur sem var að mínu mati mjög áhugaverður. Þetta var þáttur um búið sem heitir Harrods. Þið sem ekki vitið hvað Harrods er, þá er það búð, nánar tiltekið stærsta verslun í heimi, 5 hæðir (minnir mig), margir salir á hverri hæð, hver salur með eitthvað ákveðið vöruúrval, og hver salur á stærð við, segjum bara, stóru Hagkaupsverslanirnar hér. Semsagt, risastór búð.
Verslun þessi er staðsett rétt hjá Knightbridge (rétt skrifað?) lestarstöðinni í Lundúnum, höfuðborg Stóra Bretlands. Að utan er þetta alveg dásamlegt hús, enda eldgamalt og mikið hefur verið lagt í það. Sem dæmi, þá var fyrsti rúllustiginn í heiminum staðsettur þarna, og kannski fyndið að segja, að í endanum á honum var boðið upp á Brandý til að róa viðskiptavini, sem fóru á taugum í þessu fyrirbæri. Hvernig ætli það yrði tekið í það að bjóða einn brennivínssnafs við endann á rúllustiganum í Kringlunni? Það yrði umdeilt…
En já, nóg um búðina sjálfa, meira um hana á www.harrods.com .
Ég var að spá í, mig langar að kaupa þessa búð. Muhammed Al Fayed, eigandinn, er vellauðugur maður, mig langar að verða eins og hann. Svo ég var að spá í, að fara bráðum í það að stifna Group fyrirtæki sem yrði fjárfestahópur til að gera tilboð í reksturinn. Er e-r með mér í því? Þetta gæti kostað slatta, en það myndi alveg borga sig!
Ónefnd fantasia er reyndar búin að segjast vilja vinna með mér, en hætti við þegar hún fattaði að hún gæti gifst kallinum sem á þetta allt saman. Lucky bastard…
En jæja, er e-r game?
E.s. Ég var fyrstur að kjósa í könnuninni.
E.e.s. Kommentið, ég elska skilaboð
E.e.e.s Hverjir eru að fara í enskupróf á morgun? Enginn nema ég?