Ég fékk…
* Tvær bækur, Stjörnuborgin og Grímuborgin frá eldri bróður mínum.
* Artemis Fowl, Blekkingin frá yngri bróður mínum (demonz).
* Eragon frá eldri systur minni.
* Rúmteppi frá ömmu minni.
* Skanna, prentara og fjölfaldara (samt bara eitt tæki sko með öllu þessu) frá mömmu og pabba.
* Hálsmen frá mömmu.
* Eyrnalokkar frá vinkonu minni (Sednu).
* Eyrnalokkar frá vinkonu minni (unnigk).
* Vekjaraklukku og kerti frá vinkonu minni (Totoru).
* Demantshring frá Sigmundi Cruise (kettinum mínum) pabbi “hjálpaði” honum að velja.
* Spilið Sequense frá frænda mínum.
* Bókin The complete encyclopedia of cats frá frænda mínum.
* Stóri kvennafræðarinn frá frænku minni (býst ekki við að lesa þessa :S)
* Úr frá mömmu.
* Eyrnalokkar frá litla frænda mínum.
Ég gaf…
* Ömmu, skál úr leir.
* Pabba, bókina Vetrarborgina og bókamerki.
* Mömmu, bókina Myndin af pabba, saga Telmu.
* Systir minni, nýjasta diskinn frá Ragnheiði Gröndal (ætlaði að gefa henni trefil sem ég var að prjóna en hann týndist rétt fyrir jól.
* Bróður mínum (Demonz), DVD myndina Sailesh.
* Kærasta systur minnar, eitthvað dæmi sem mamma keypti í Líf og list undir sleif eða þvottabursta.
* Frænku minni, inniskó, spegil, hólf undir varalit og einhverkonar poka…allt í stíl.
* Frænda minum, krans úr karamellum sem ég bjó til sjálf.
* Öðrum frænda mínum gaf ég líka krans úr karamellum sem ég bjó til sjálf.
* Sigmundi Cruise (kettinum mínum) gaf ég einsskonar jólasokk fullan af kattanammi og dóti.
* Stelpunni sem ég var að passa, dúkku sem hlær þegar maður hristir hana (þetta er líka afmælisgjöf, hún á afmæli í desember).
* Ég “hjálpaði” Simba (Sigmundi Cruise, kettinum mínum) að velja gjafir handa mömmu og pabba, hann gaf mömmu súkkulaðirúsínur og pabba Appollo lakkrís (það er uppáhaldið þeirra).
* Eldri bróður mínum gaf ég lítinn bláann sparigrís (þetta er bara djók gjöf sko).
* Kærustu bróður míns gaf ég eins sparigrís nema bara bleikan.
* Litla frænda mínum gaf ég bangsa sem ég krossaumaði og rammaði svo inn.
* Ég gaf þremur bestu vinkonum mínum (Sednu, unnigk og Totoru) öllum það sama. Koddaver með fallegum jólamyndum utan á.
Þá er það komið…Merry Christmas!