Ég hef verið að pæla í mörg mörg ár, hvernig orð urðu til, byrjaði það bara með að eikker benti á tré og sagði ‘úúúk’ og þá var úúúk tré? Eða byrjaði maður að skrifa fyrst og síðan eikkerjir aðilar að búa til hljóð eftir stöfunum? =/
Segjum að þú stendur fyrir framan spegil, og potar í spegilinn, þá er kannski spegillinn svona sýn inn í annan heim, og þú ert bara að pota í manneskju sem er alveg eins og þú, gerir það sama og þú og þú kemst ekkert í gegnum spegilin því að þú potar bara í hinn-þig. Sem er rosalega pirrandi að hugsa útí þegar þú potar í spegil.