Ég er kominn aftur!
Eftir viku í englandi, þar af nokkra daga í Lundúnaborg, er ég loxins kominn heim til föðurlandsins :}
Ég kom um hálftólf í gærkveldi, eða flugið lenti þá. Síðan þurfti ég að kaupa nammi, fá töskurnar, fara með draslið í bílinn hans afa, og keyra heim.
Þegar heim var komið, man ekki alveg klukkan hvað, þá voru mamma og litla systir míon svo glöð að sjá okkur, og við vorum að tala um ferðina til klukkan 3 í nótt.
Fyrirgefið að ég kom ekki inn þá, ég var dálítið þreyttur, en eitt get ég sagt ykkur, ég huxaði um huga á hverjum degi, vildi komast þangað en hafði enga nettengingu.
Og ef maður fer nú að öðru, þá keypti ég mér nú ýmislegt í London, m.a. iPod nano 2 gb, leðurjakka, fjarstýrðan bíl, nokkra leikfangabíla, Hard Rock Casino peysu, hermannabuxur, og ýmislegt annað.
Nú ætla ég að reyna að fara að setja iPod forritið inn á tölvuna, og hlaða lögum síðan inn á.
wtf; n'u get ‘eg ekki gert kallinn minn; n’e bara kommu; eða stafi með kommu ‘a; ’eg þarf að reyna að laga það!