Hún gekk inn ganginn að stiganum. Stiganum. Opnaði hurðina undir stiganum og bjóst við frekar litlu rými…


En þá var þar alls ekki neitt. Bara svart… Svart…


Og skyndilega var hún stödd heima hjá honum.


Ætti hún að fara héðan? Eða að taka áhættuna og tala við hann?


Áður en hún gat ákveðið sig, birtist hann skyndilega fyrir framan hana.


Hvaðan kom hann?


“Láttu mig fá það,” sagði hann.


“Aldrei. Þetta er mitt,” svaraði hún.


“Ertu viss?” spurði hann.


Hún ætlaði að svara játandi, en þá kom hún auga á svolítið.


Hann hélt á því!


“Láttu mig fá það,” sagði hún.


“Aldrei,” svaraði hann og brosti illkvitnislega.


Hún ætlaði að stökkva á hann og rífa undan honum…


En þá var hún allt í einu stödd allt annars staðar.


Með honum enn.


“Hvar erum við?” spurði hún, án undrunar þó undarlegt sé.


“Veistu það ekki?”


Hún hristi hausinn.


“Við erum…” sagði hann og gekk nær henni.


“Hér.”


Hann benti að höfði hennar.


“Hér? Hvað meinarðu?” sagði hún, eilítið skelkuð.


“Þetta eru… Þínar hugsanir. Þín ímyndun.”


“Þinn draumur.”


Hún reis við í rúminu. Í svitabaði.


Hún fór strax niður úr rúminu og rótaði í skúffunum.


Hann má ekki… Hann má ekki…


En nei.


Það var horfið.