Ég sest upp og lít í kringum mig.
Hvíta ljósið blindar ennþá, ég sé ekki neitt.
Þá slökknar á því.
Bara sí svona.
Capiche.
Ég blikka augunum nokkrum sinnum, svartir deplar eru að trufla sjónina.
Þá sé ég það. Í einu horninu. Lítil, hvíthærð stúlka. Trúlega um 5 ára aldur. Augun himinblá, andlitið svo sakleysislegt að hún lítur út eins og engill.
Ég get ekki annað gert en að stara. Hún starir á móti. Ekki hræðslulega, ekki ógnandi, ekki tilfinningalaus. Reyndar geri ég mér ekki grein fyrir því hvernig stara þetta er. Það eina sem ég veit er að þessi litla vera er ekki hættuleg.
Ég slít augun af henni og lít í kringum mig. Ég er í kalkhvítu herbergi, inni í því er einn gluggi sem sólarljósið streymir inn um. Gluggatjöldin eru hvít. Ég sit á rúmi, líkast sjúkrahúsrúmi. Það er einnig hvítt. Ég lít niður. Ég er klæddur í hvíta rúllukragapeysu og síðar, hvítar buxur. Ég lít betur um herbergið. Allt, bókstaflega allt, er hvítt.
En þó er þetta það hlýlegasta herbergi sem ég hef nokkru sinni stigið fót inn í.
Ég lít niður á gólfið. Afhverju er ég hérna? Er eitthvað að mér? Er þetta sjúkrahús? Nei, þetta er ekki sjúkrahús. Ég finn það bara á mér. Ég stend upp. Litla stelpan starir enn á mig. Ég tek eitt skref í áttina til hennar. Þá fyrst er eins og hún átti sig á einhverju og hleypur til mín. Hún snarstoppar svo beint fyrir framan mig.
‘’Leggstu aftur niður. Þeir fara að koma eftir smástund. Þú þarft ekki að vera hræddur, þeir gera ekki neitt. Þeir vilja bara tala við þig.’’ Hún ýtti mér lauslega aftur í átt að rúminu og brosti því innilegasta brosi sem ég hef nokkurntíman séð. Ég sá hana betur núna. Hárið á henni náði rétt niður fyrir axlirnar, hún hafði stór, sakleysisleg augu, fullkomnar tennur og svo ljóst hár að það lá við að vera hvítt, auk þess sem það virtist óeðlilega mjúkt, eins og silki.
Ég gerði eins og hún bað mig og lagðist aftur niður. Hún brosti aftur og settist á stól við hliðina á rúminu mínu.
‘’Hvar er ég?’’ spurði ég eftir nokkra mínútnu þögn.
‘’Allstaðar og hvergi’’ svaraði hún. Ég var engu nær.
‘’Allt í lagi…hvað ertu gömul?’’ spurði ég þá
‘’Ég man það ekki.’’svaraði hún og virtist sjá dálítið eftir því.
‘’Hvernig geturðu ekki munað það?’’ ég leit á undrandi á hana.
‘’Því að tíminn líður en líður samt ekki. Ég veit ekki hvernig hann líður, svo ég veit aldrei hvað klukkan er, hvaða dagur er, hvaða ár er…ég veit ekki einu sinni hvaða öld er. Í rauninni er enginn tími, enginn dagur, ekkert ár…ekki einu sinni öld. Það er ekkert til nema fortíðin, núið og framtíðin.’’röddin var svo mjúk að það var ólísanlegt. Hún talaði eins og barn í kringum fimm ára aldur, en þó með svo mjúkri rödd að hún var eins og hunang. Ég vildi spyrja hana fleiri spurninga, bara til að heyra röddina.
‘’Hvar eru mamma þín og pabbi?’’spurði ég næst.
‘’Þau fara að koma eftir smástund. Við þurfum að bíða eftir þeim. Þau ætla að tala við þig, útskýra fyrir þér. Það á eftir að taka langan tíma og það gæti verið leiðinlegt. Ég skal vera hérna hjá þér á meðan, svo þú sofnir nú ekki.’’
Ég brosti bara og kinkaði kolli.
Allt í einu leit hún í átt að dyrunum. Það var verið að taka í hurðarhúninn. Hún stóð upp af stólnum.
Dyrnar opnuðust og inn kom maður. Trúlega eitthvað í kringum þrjátíu og fimm ára. Hann var með hvítt, stutt hár, himinblá augu og var klæddur í snæhvít jakkaföt. Um leið og litla stelpan sá hann hljóp hún til hans og hann beygði sig niður rétt áður en hún kastaði sér í fangið á honum.
‘’Hæ pabbi!’’ sagði hún ánægjulega og kyssti hann á kinnina. Svo vafði hún örsmáum höndunum um hálsinn á honum, þær rétt náðu. Hann faðmaði hana á móti og stóð svo upp, með hana í fanginu. Hann kyssti hana á ennið og leit svo á mig.
‘’Við þurfum að tala saman, áður en hinir koma. Ég vil að þú vitir allt, svo þú skiljir hvað þeir séu að tala um. Þeim er illa við það að fólk skilji þá ekki. Mjög illa.’’ Sagði hann og leit á mig. Ég horfði bara undrandi á hann og kinkaði hægt kolli.
‘’Gott…gott…’’ byrjaði hann. Hann setti stelpuna niður og gekk að rúminu mínu. Hann settist á stólinn sem stelpan hafði setið á fyrir. Svo hélt hann áfram.
‘’Fyrir átján mínútum síðan varst þú heima hjá þér. Þú varst að skrifa skýrslu fyrir vinnuna. Þá var bankað uppá. Mannstu þetta?’’ ég hrissti höfuðið skilningsvana. Hann kinkaði bara kolli,
,,Það er gott. Annað væri undarlegt…jæja, þú stóðst upp frá skrifborðinu þínu og gekkst að útidyrunum. Þar stóð drengur. Ekki eldri en fjórtán ára. Hann var að selja konfekt. Þú brostir að honum og bauðst honum inn á meðan þú náðir í veskið þitt. Það var inni í vinnuherberginu þínu, á skrifborðinu. Kannastu við þetta?’’ ég hrissti einfaldlega höfuðið,
,,Gott…gott…jæja, þú náðir í peninginn og gekkst aftur inn í andyrri þar sem drengurinn stóð. Hann gaf þér konfektkassa og þú borgaðir. Hann brosti til þín og gekk í burtu. Þú borðar ekki súkkulaði, keyptir það bara vegna þess að hann þurfti peninginn til að fjármagna ferð með fótbaltaliðinu sínu til Spánar. Þessvegna fórstu með kassann inn í vinnuherbergið þitt og settir hann upp á hilluna við hliðina á skrifborðinu þínu. Rámar þig eitthvað í þetta?’’ ég starði á manninn í stutta stund, en kinkaði svo hægt kolli. Mig rámaði í þetta, bara ekki mikið. Maðurinn gaf mér lítið bros og hélt svo aftur áfram,
‘’Þú hélst áfram að vinna að skýrslunni þinni þegar það kom jarðskjálfti. Húsið hrisstist, myndir duttu af veggnum, lampar féllu af borðunum, og konfektkassinn datt af hillunni. En ólíkt myndunum og lömpunum þá lennti konfektið ekki á gólfinu. Það lennti á þér. Beint á höfuðið, skarpa hornið skarst inn. Það hefði ekki átt að gera meira en að rota þig, en þú dóst. Þú dóst og komst hingað. Áttarðu þig á einhverju af þessu?’’ ég starði bara á hann áður en ég hrissti höfuðið agndofa.
“Þú ert dauður,” útskýrði stelpan.
Einhverra hluta vegna skildi ég þá setningu betur.
“Dau..dauður? hvað meinarðu, dauður?! Hvar er ég?! Hver ert þú?! Hverjir eru að koma?” spurði ég og stóð upp.
“Dauður, dáinn, látinn. Eins og í það er slökknað á þér. Ljósin farin,” Svaraði stelpan, “Til að svara seinni spurningu þinni, þá ertu Hérna. Ég heiti…” Hún virtist þurfa að hugsa sig um “María. Pabbi minn heitir…pabbi, hvað heitirðu aftur?”
…Undarleg stelpa.
“Ég heiti Drottinn,” svarði hann einfaldlega. Hann bjóst ekki til að segja neitt meira, lét stelpuna bara um að tala.
“Einmitt. Þú heitir Drottinn. Þeir sem eru að koma eru… Þeir. Erkienglarnir. Þeir koma alltaf þegar einhver…verður dauður,” útskýrði hún.
“Alltaf? Það deyja þúsindir manna á hverri sekúndu!” sagði ég. Ég skal viðurkenna það að ég var kominn í smá uppnám.
“Tíminn líður, en samt ekki. Það er engin fortíð, nútíð eða framtíð. Það er enginn dagur, engin nótt. Engin mánuður, vika, ár eða öld. En samt er þetta allt,” sagði hún, röddin ennþá svona ótrúlega…hunangsleg.
“Ég…ég skil þetta ekki,” muldraði ég. Hún brosti.
“Auðvitað skilurðu þetta ekki. Þú hefur aldrei trúað á þennan stað. Himnaríki er hlutur sem þú hefur alltaf haldið að væri ímyndunarafl einhverrar fyllibyttu sem var uppi á sama tíma og Messías,” sagði hún.
“Messías? Jesús?” spurði ég.
“Jesús? Nei. Jesús var maður sem taldi sig vera sonur pabba míns. Taldi sig vera yfir allt hafinn. Það var Móses sem frelsaði þrælana. Ísak sem bjargaði Egyptalandi…ef ég man þetta rétt. Jesús fékk fólk til að trúa, það er rétt. En hann bjargaði aldrei neinum. Frelsaði aldrei neinn. Hann var aldrei Messías,” sagði María. Mér fannst helst til undarlegt að pabbi hennar – Guð – talaði ekkert.
“En…en hver er þá Messías?” spurði ég.
“Hannes,” svaraði Drottinn.
“Hannes?” spurði ég, ekki viss um hver þetta væri. Hver er Hannes? Ég hef aldrei heyrt um neinn Hannes. Það var aldrei neitt um hann í biblíunni, svo ég muni.
“Hannes,” Drottinn kinkaði kolli.
“En…en ‘Hannes’ frelsaði aldrei neinn! Hver var Hannes?!”
“Hannes bjargaði öllu. Egyptalandi, Ísrael…öllu,” sagði Drottinn.
“En…en það var aldrei neinn Hannes!” æpti ég.
“Hannes kom eftir þinn tíma,” sagði María, “Allt er afstætt. Tíminn líður en samt ekki,”
Ef það væri Kleppur á himni, þá myndi ég láta skrá mig þangað inn. Núna.
“Þeir eru komnir,” sagði María. Um leið og hún sleppti orðinu, opnuðust dyrnar. Eftir það…ekkert.
***
Ég fann engan endi…svo ég hafði einfaldlega engan =D
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*