íslensku grein um háþróað samfélag í LoveStar;
LoveStar er skáldsaga sem gerist í framtíðinni sem er ótrúlega tæknivædd samfélag. Þegar maður les þessa sögu fer maður að velta fyrir sér hvort að okkar eigin heimur er svona ófullkominn eða hvort hann eigi að vera svona fullkominn efa fullkominn er nógu strangt orð fyrir þennan heim sem er lýst er í bókinni. Eða hvort virkilega við viljum sækjast eftir þannig heimi. Finna sálufélaga með því að reikna út, er það góður hlutur? Hér á eftir mun ég fjalla stuttlega um það.
Sem fangaði athyglina mína í bókinni var þegar heimurinn var sjálfur farin að skipuleggja ástina. Reiknuð saman þvers og kruss yfir allan heim. Gleði tekur völd þegar fólk sér bréf koma í pósti merkt inLove. Að eini rétti eða rétta er í umslaginu að bíða eftir okkur að að rífa upp umslagið eins og enginn væri eilífðin. Sumir velja aðra leið og vilja ekki láta reikna sig saman. Er það ekki sem við gerum hér römbum á hvort annað. Við finnum sjálf okkar eina rétta eða einu réttu. Sumir hinsvegar gera það aldrei þótt þeir vilja það. Viljum við virkilega þessa „þjónustu eða valkost“ í þessum heimi. Að allir geta fundið sinn rétta helming, en þá eru fórnir fyrir þá sem við fundum einn daginn og héldum að við áttum að verja eilífðinni saman, fyrir þá sem fundu engann.
Eins og kom fram eigum við valkost að velja út frá öllum sjónarhornum og gjörðum fylgja afleiðingar „EftirSjáin“ er ein af þeim, biturleiki við að snúa aftur til baka í tímanum. Við viljum alltaf að það sem við völdum ekki og getum ekki breytt um braut eða valkost í lífinu. Að hin lífsbrautin sem við völdum ekki hafi verið miklu verri en hinn kosturinn sem við völdum og er kannski ekki alslæmur ef heildarmyndin af lífinu er litið, við viljum alltaf það versta fyrir hinn valkostinn svo okkur geti liðið betur við það sem við eigum hverju sinni.
Persónulega myndi ég velja heim ófullkomunar, vil ráða gjörðum mínum og taka afleiðingum. Ást er svo viðkvæm, fólk virðiðst ekki sjá hversu falleg hún er. Í heimi LoveStar er hún notuð,reiknuð og slitin svo „sálufélagar“ geta verið saman. Að koma með sálufélaga útreiknaða í pósti finnst mér ekki háþróað. Frekar einföld lausn á flóknum hlutum.
Megið endilega benda mér á stafsetningar villur eða annað sem mætti betur fara^^
well ég fæ svona sjúklegan kjánahroll að senda þetta inn :D
enginn skítköst, takk þetta er bara svona :D
-elsamjöll sem fær *kjánahroll*