Tunnan! Desember 2005, part 1. TUNNAN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

*Sorparar eru sýndir sitja í sætum sínum spenntir í stórum sal, myndavél rennir yfir salinn og
og sýnir þennan gífurlega fjölda af fólki og endar svo á andlitsmynd af sky, skoðandi sig í spegli*
*Skyndilega slökkna öll ljós*
*Bíókynningaröddinn byrjar að tala*
Kæru sorparar nær og fjær, nú er komið að því sem þið hafið öll beðið eftir.
Þið eruð um það bil að fara að verða vitni að vægast sagt MÖGNUÐUM atburði.
Þessi atburður mun breyta lífum ykkar allra að eilífu….ja allavega í einn mánuð.
Sitjið föst í sætunum þið sem voruð svo heppin að ná sætum,
því nú er komið aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaað.
*Ljós kvikna, leisersjóv í öllum regnbogans litum hefst,flugeldar skjótast upp í loftið,
eldur frussast úr rörum, risa eldstafir sem mynda SORP glampa á vegg í bakgrunn,
fáklæddar konur dansa um á sviðinu og Road Kill spila undir hratt og grípandi lag.*
TUNNUNNI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
*Eftir stutta stund þá hægist þetta allt niður og að lokum dofna öll ljósin aftur en kvikna
eftir mjög stuttan tíma og þá eru komnir 3 stigar á sviðið, einn í miðjunni, einn frá hægri
og einn til vinstri*
*Kvikmyndarödd byrjar aftur*
Bjóðið nú velkomna 3 menn sem við könnumst öll vel við!
LEIF, BENNA OG HUGA!!!
*Leifur, Benni og Hugi koma labbandi, Leifur í miðju, Benni hægra megin við hann og Hugi vinstra megin,
þeir eru allir prúðklæddir og vel lyktandi með svona nifty litla gæja til að tala í eins og
Britney og þær nota til að syngja =), crowdið klikkast, eftir mikil og löng fagnaðarlæti taka þeir til máls*

Leifur: Góða kvöldið vinir!
salur: *fagnar*
Hugi: Verið velkominn á Tunnuverðlaunin, Desember 2005!
salur: *fagnar*
Benni: Við höfum öll þurft að bíða lengi eftir þessu en nú er loxins komi að því!!!!
salur: *fagnar*
Leifur: Í kvöld munum við loxins fá svör við spurningum okkar.
Benni: Hver var besta könnunin?
Hugi: HVer var virkasti sorparinn?
Leifur: Allt mun þetta koma í ljós.
Benni: Og til að þið hin eigið einhvern séns í verðlaun
Hugi: Þá mátti dómnefndin ekki velja neinn innan dómnefndar nema í einum flokki.
Leifur: Og þið munuð sjá hverjum seinna í kveld.
Benni: Einnig verður gífurlegt úrval af frábærum skemmtiatriðum frá ýmsum aðilum.
Hugi: Þar á meðan hljómsveitinni Roadkill sem munu einnig spila á Tunnuballinu seinna í nótt
Leifur: Já þetta verður frábært.
Benni: Alveg æðislegt
Hugi: Vægast sagt magnað!
Leifur: En við viljum ekki tefja ykkur lengur
Benni: Við munum ekki verða kynnar ykkar í kvöld
Hugi: *hlær* Ó nei, við látum almúgann um það
Leifur: Við verðum bara í æðislegu V.I.P stúkunni okkar
Hugi: Með ókeypis veitingunum.
Benni: Og heita pottinum.
Leifur: Hafið það gott, og nú er komi að fyrstu verðlaununum.
Benni: Könnun mánaðarins!
Hugi: Bless bless almúgi.

*Benni hendir reyksprengju í gólfið og allir hlæja evil laugh, reykurinn breiðist um allt svið
dauft heyrist kallað “Skjaldarmerki!” Og svona *kling* í krónu, síðan heyrist rödd
sem hljómar eins og Benna segja “Djöfullinn…”
en hverfur reykurinn og á sviðinu stendur Benni, hóstandi og að slá út í loftið eins og til að sveifla burt reyknum, bindið hans skakkt og hárið í rugli*
Benni: Hélduð þið virkilega að við myndum bara yfirgefa ykkur svona? Að sjálfsögðu, vegna einskærrar
góðmennsku minnar, ekki vegna uppkasts mun ég verða kynnirin ykkar í kveld. Ég myndi aldrei taka
einhverja V.I.P stúku yfir ykkur með ókeypis veitingum og….heitum potti……fótsnyrtingu…
*Benni bítur í vörina á sér í smástund en heldur svo áfram* Allavega, fyrsti flokkur kvöldsins
er flokkurinn, Könnun mánaðarins. Að sjálfsögðu var mikil vinna að ákveða sigurvegarann í
þessum flokki sem og í öllum öðrum en eftir mikla umhuxun komumst við að niðurstöðu.
*Ræskir sig og nær í umslag*
Benni: Tilnefningarar fyrir bestu könnunina fá :

Miltisbrandur, Fáiði oft E-mail frá Pink-Toy um mest selda Vibradorinn?
Svidasulta, Hver er heitust í nælon?
Kyra, Vað for helvide?
Og Dystopia, er Jón “hipp og cool” nafn?
(Í hvert skipti sem nafn er lesið upp er andlit sýnt)

*Stutt þögn, síðan opnar Benni umslagið*
Benni: Og verðlaunin fyrir könnun mánaðarins hlýtuuuuuuuur *trommusláttur og spennuskapandi undirspil frá Road Kill*
Svidasulta fyrir Hver er heitust í nælon! Sem btw dökkhærða vann! *Roadkill spilar voða funky lag*
*Salur fagnar mikið og Svidasulta er sýndur, frá sér numinn af gleði og hleypur upp á svið*
Benni: Til hamingju með verðlaunin Svidasulta!
*Lag endar*
Svidasulta: Já ég þakka kærlega, ég var því miður ekki búinn að semja neina ræðu svo ég segi bara
takk dómnefnd og bless.
*Hann tekur við verðlaunum (gylltu súluriti) og gengur aftur út í sal*

Benni: Já, þetta var nú aldeilis frábært, þá vitum við þetta loxins og getum hætt að hafa áhyggjur
og munið þeir sem unnu ekki, það er alltaf séns í næsta mánuði en núna er komið að næstu verðlaunum,
Kvót mánaðarins! Og eftir það fáum við skemmtiatriði!
*Salur fagnar*
Benni: Já kvót mánaðarins flokkurinn kom inn sterkur í ár með heilar 3 tilnefningar og þær
tilnefningar voru:

Song - “WHO CARES ABOUT HOW MANY PURSES THEY HAVE!? Þær eru fallegar!”
TinnaKristin “”Þú heitir næstum það sama og hundurinn minn.. Eða.. kannski ekki..:/“
vettlingurinn - ”Ég var nú bara að dundalast við að elta uppi rottur og skjóta þær.. en svo
kom einhver risastór bíbí og var að reyna að drepa mig svo ég þurfti að flýja langar leiðir
í burtu, og fór svo aftur að leika mér að hoppa! =D“ (Lýsandi fyrsta skipti sínu í leiknum World
Of Warcraft)

*Allir mjög spenntir*

Og vinninginn fyrir besta kvótið fær! *Crazy ass gítarsóló*
VETTLINGURINN!!!!!!!!!!!!!!!! *Voða happy jolly lag byrjar*
*Myndavélin sýnir vettlinginn sem öskrar og hoppar af gleði og klappar saman höndunum og hleypur
svo upp á svið, ljós slökkna og stór bíóskjár kemur niður, á honum byrjar myndband,
flottur hunk með sítt ljóst hár, haldandi á púðurhólk hleypur á eftir hóp af rottum,
takandi þvílík Matrix hopp og skjótandi þær allar í rugl, króar þá seinustu af út í horni og
miðar á hólkinum á fésið á henni ”Hasta la vista rat“ en rétt áður en hann skýtur stekkur
skyndilega stór fugl á hann og byrjar að éta hann, maðurinn hleypur burt skelfingu lostinn
og eftir langan eltingaleik sem inniheldur meðal annars, lestir, brú, vörubíl og Steven Seagal
text honum að flýja, hann lítur í kringum sig í stutta stund og byrjar svo aftur að hoppa *
Benni: Þetta var í basics það sem hún Fríða hér lenti í!
En hér færðu verðlaunin *réttir verðlaunin* þú hlýtur að vera stolt af þér?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!
Fríða: Já!!! Ég næ varla andanum af gleði!!! Reyndar…þá get ég ekki andað! Hjálp!
*Fríða dettur á jörðina og getur ekki náð andanum, Benni hringir á sjúkrabíl og hún er
tekin burt en Benni nær að henda á eftir henni verðlaunum sínum sem er gylltur munnur*
Benni: Hehe, svona hlutir gerast stundum en við skulum ekki láta þetta trufla okkur heldur
halda áfram með hátíðina. Áður en við fáum næstu verðlaun er komið að skemmtiatriði!
*Benni labbar út af sviðinu og ljósin slökkna*

*Þegar ljósin kvikna er sviðið skyndilega fullt af hauskúpum, blóði, innyflum og skemmtilegheitum
á sviðinu og á skjánum eru lík eftir lík sýnd, á sviðinu standa 6 manns*
Maður 1: Sæl, við erum hljómsveitin Skullfuck og munum spila nokkur lög fyrir ykkur núna til að skemmta ykkur,
við lýsum okkur sem Ultimate Extreme Death/Black/Gore Metal og ýmsu öðru. Hér kemur stutt
kynning á bandinu.
*Bendir á mann með bassa sem lítur út eins og gaddakylfa*
Maður 1: Þetta er bassaleikarinn okkar, þið þekkið hann kannski sem Danni eða Rivian en meðan
hann er með Skullfuck gengur hann aðeins undir nafninu BloodFistOfDeath!!! *BloodFistOfDeath tekur
klikkað bassasóló*
Maður 1: Þetta! *Bendir á mann með gítar sem lítur út eins og afhöggið höfuð og hálsinn (á gítarnum)
er blóðið að renna úr hausnum* Er síðan annar gítarleikari okkar sem þið þekkjið kannski undir nafninu
gunnisnigill en það nafn hæfir ekki hér, er hann ljáir okkur gítar hæfileika sína þá kallast hann:
Violence of Death *Tekur facemelting gítarsóló*
Maður 1 : YEAH! *Bendir á gaur sem situr við trommusett, trommu stólinn er hausskúpu hásæti og trommusettið
er allt út í hausskúpum og blóði og innyflum og glærar bassatrommur og inni í þeim er það sem lítur
út fyrir að vera hellingur af litlum börnum og í hvert skipti sem ýtt er á kicker pedal þá skýst hnífur inn í bassatrommurmar, kjuðarnir
eru eins og bein* ÞETTA ER SÍÐAN TRYMBILLINN OKKAR! ÞIÐ ÞEKKIÐ HANN UNDIR HINU DAUÐLEGA NAFNI
VIGGI EÐA RAIDEN EN DAUÐLEG NÖFN EIGA EKKI HEIMA HÉR! NÚ HEITIR HANN Nightmare of Hell And Death *Villt trommusóló*
Maður 1: Síðan er það hljómborðs og sound effekta gaurinn okkar, Maggi eða MFS en Skullfuck nafn hans er Chaosmaster of Death
*Hljómborðssóló og þrumur og öskur*
Maður 1: Og að lokum er það ég! *Bendir á sjálfan sig með þumli, er með gítar sem er eins og hausskúpa og hálsinn
er eldur* Öskrari/Gítarleikarinn sem þið kjósið að kalla Hugi eða HerraFullkominn en nú er ég:
Master of ultimate pain and destruction! *Tekur langt öskur sem hljómar eins og sé verið að kvelja hann
með múrsteinum, göddum, heitum hlutum og fleiru*
Master of Ultimate Pain and destruction: Við megum víst bara taka eitt lag svo hér kemur það:

SUFFERING AND HORRIBLE PAIN!

*Öll hljóðfærinn hömruð á milljón og Violence of Death tekur ofursóló, síðan byrjar öskur,
Master of Ultimate Pain and destruction syngur allt með blóð í munninum sem frussast út um
allt þegar hann syngur, einnig hakkar bassatromman öll litlu börnin*

SUFFERING AND PAIN!!!!
YOU'RE GOING INSANE!!!
EATING YOUR OWN BRAIN!!!
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!!!

[Violence of Death tekur sóló, blóð byrjar að rigna úr loftinu úr risahakkavél sem fólk er stanslaust að falla í, og rör
tengd í krossfessta menn sjúga úr þeim innyflin og frussa yfir salinn og kveikja svo í mönnunum]

AAAAAAHHHHHH!!!!

BLOOD AND GUTS!!!!
ORGANS AND CUTS!!!!'
FROM YOUR EYEHOLES BLOOD IS OOZING.
YOUR SANITY YOUR LOSING!!!!

RIP OUT YOUR TOUNGE!!!!
CUT OUT YOUR LOUNGE!!!!
BITE OF YOUR COCK!!!!
FUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUCK!!!!!!!

[BloodFistOfDeath tekur bassasóló, Violence of Death gítarsóló, Chaosmaster of death hljómborðssóló
Violence of Death gítarsóló, Nightmare of Hell and death! trommusóló, Violence of Death gítarsóló, Master of Ultimate
Pain and destruction gítarsóló, meðan þetta er á seyði er blóðið ennþá að frussast og innyflin
ásamt því að afskornum hausum og beinum er skotið út í sal]

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHHHHHH!!!!


RIPPING OUT YOUR HEART
EATING YOUR SPLEEN
HACKING YOU HARD
THE PAAAIN!!

[Violence of Death og Master of Ultimate Pain and destruction taka gítarsóló báðir í einu, og
fólk í búrum er drepið með vélsögum og loftpressum]

CUTTING OF YOUR HEAD!!!
HAHA YOUR DEAD!!!

*allt undirspil og sýning hættir á sekúndunni sem hann öskrar dead*

Master of Ultimate Pain and destruction: Takk fyrir okkur, endilega kaupið diskinn okkar
Torturing in The room of super death, pain and Agony, bolir eru seldir á leiðinni út.

BloodFistOfDeath og Nightmare of hell and death

*Myndavélin súmmar á áhorfendur sem bara stara á sviðið, nokkrir æla, 5 mínútna þögn en síðan fagna allir
brjálæðislega*

*Benni stígur á svið*

Benni: Þetta var nú aldeilis skemmtilegt, alveg frábærir drengir sem eiga framtíðina fyrir sér
, bolirnir eru mjög ódýrir, aðeins 1100 krónur en núna viljum við biðja alla að fara úr salnum
á meðan við þrífum hann smá og á meðan fáum við auglýsingar.

*Auglýsing fyrir símann og mbl.is og að lokum Lottó auglýsing, þegar þetta hefst aftur er allt
orðið hreint og allir sitja í sætum sínum og Benni stendur glaður á sviðinu, raulandi Skullfuck
lagið*

Benni: Já kæru sorparar verið velkomnir aftur, vonandi nutuð þið auglýsinganna og vonandi
nutuð þið í salnum að fá að standa aðeins upp og hreyfa ykkur og kannski splæsa í einn eða
tvö Skullfuck boli en allavega, nú skulum við halda áfram með þessa verðlaunaafhendingu.
Næstu verðlaun eru þau sem kannski flestir hérna inni vilja fá en það eru verðlaunin um
skondnasta sorparann, margir komu til greina hér en að lokum var því þjappað niður.
Tilnefningarnar um skondnasta sorparann fá:

Zweistein
sky
tobmarley

*snerill sláttur sem feidar út í klikkað trommusóló*
Benni: Ég vill ekki halda ykkur svona spenntum of lengi svo að hér kemur það! *hálf öskrar til
að heyrast í yfir trommusólóið* Skondnasti sorparinn í desember mánuði 2006 eeeeer!!!!!
ZWEISTEIN!!!!!!!

*Myndavél fer á Zweistein* Sem stekkur upp og öskrar af gleði, síðan kyssir hann húfuna sína og
skokkar upp á svið að taka við verðlaununum*

Benni: Til hamingju, þú ert skondnasti sorparinn í desembermánuði!
Zweistein: Já.
Benni: Viltu ekki segja okkur einn brandara í tilefni verðlaunanna?
Zweistein: Að sjálfsögðu! Hér kemur það, *segir svo hrottalega fyndinn brandara að salurinn klikkast úr
hlátri*
Benni: Hahaha! Það er nú ekki að ástæðulausu að þú ert skondnasti sorparinn! Hahaha!
Zweistein: Ég þakka! *Zweistein tekur við verðlaunum sínum, gylltum gaur að hlæja, og fer niður í sal*

Benni: Jæja Zweistein getur nú aldeilis verið stoltur af sér fyrir þessi verðlaun og fyrir
að hafa látið okkur öll hlæja svona ærlega! En núna er komið að verðlaununum um frétt mánaðarins sem hefði
líklega verið erfiðast af öllu að velja ef það væri ekki fyrir eina frétt sem stóð upp úr og sú frétt er hér í þessu umslagi:
*Benni tekur upp úr umslaginu blað*
Það er fréttin Like totally OMGness!
Sem fjallar um þegar ég og Hugi urðum stjórnendur!
*Salur klikkast*
Hún fór í loftið í fréttatíam 1 og 2 des sem Bryndís nokkur tók.
Svona hljóðaði fréttinn *ræskir sig*:
”2 nýjir stjórnendur litu daxins ljós, og hafiði einhverja hugmynd hverjir það eru?
Vettlingurinn: Gelgjan? Zweistein: Honeybunny? HerraFullkominn: Þú? Supernanny: … ehh nei,
HF ætti að vera búinn að kynna sér málið o.O..en jæja. HerraFullkominn: … Og hérna er hjartaknúsarinn meaniac eins og allidude orðaði svo skemmtilega,
Alli: Þakka þér fyrir það, supernanny: Það var lítið.. já einn af nýju stjórnendunum á sorpinu, jæja hvernig leggst þetta í þig?
Meaniac: What? WHAT? Is it in my hair?? *er kominn með pöddueyðir* Nei sleppum því O.O –þetta var supernanny, ávalt allstaðar."
Ég vill fá alla núverandi og fyrrverandi fréttamenn TSNG upp á svið til að taka við þessum verðlaunum!
*Allir fara upp á svið og Benni réttir Atla verðlaunin, gylltan hnött*
Atli: Fyrstu verðlau TSNG! Vúhú!
Bryndís: Það var nú ég sem var með fréttina ætti ég ekki að fá verðlaunin?
Atli: Uss.
Bryndís: Whatever….
Atli: Ó þegar ég og ungur drengur að nafni Dabbi stofnuðum TSNG þá datt okkur ekki í hug að þetta
myndi enda svona, við vorum aðeins ungir drengir með stórar hugmyndir sem svo lukkulega
komust í framkvæmd og *sirka 10 mín af svona dæmi í viðbót* svo ég þakka ykkur kærlega fyrir!
*Allir fara af sviðinu*


Benni: Þá er komið að seinustu verðalaununum í bili því vegna lengdar þessarar athafnar
og takmarkaðs les/áhorfsúthalds sumra þá mun þessi athöfn vera tvískipt, 5 verðlaun og 5 verðlaun
svo þegar að þessi fyrri partur er búinn verður nóg að vera spenntur yfir!
Þannig að vippum nú þessum seinustu verðlaunum upp og förum svo heim að njóta spennunar þar til framhald þessarar
verðlaunaafhendingar kemur.
Seinustu en alls ekki sístu verðlaunin sem við útdeilum í kvöld eru verðlaunin um bestu greinina!
Við getum sagt að sigurvegarinn hafi átt þetta fullkomnlega skilið því við vorum að ég best veit allir sammála um þetta.
Annars gætum við kannski sagt sigurvegarARNIR því verðlaunin fyrir betsa greinin fær supernanny fyrir gagnrýni á sorpara 1, 2 og 3!!!!!
*Crowd klikkast og Roadkill flippar á hljóðfærunum, supernanny tárast og hlær af gleði en hleypur svo upp á svið, þar sem Benni
réttir henni verðlaunin, gyllta trjágrein*
Benni: Til hamingju fyrir að eiga 3 bestu greinarnar!
Bryndís: *væl* Já þetta *væl* er alveg frábært *væl*!
Benni: Þú getur verið vægast sagt stolt!
Bryndís: *væl* Já ég veit! *væl*
Benni: Viltu vasaklút?
Bryndís: *væl* Nei takk *væl* Bara takk æðislega fyrir þetta! *væl*
*Bryndís fer af sviðinu og grætur meira*

Benni: Jæja, þetta var allt í bili kæru sorparar. Haldið áfram að vera spennt og mætið hress á næstu verðlaunaafhendingu og
ekki vera tapsár þó þið vinnið ekki! Og þið sem unnuð, verið áfram spennt því hver veit nema einhver vinni verðlaun tvisvar?
En nú kveð ég ykkur kæru félagslífverur, veriði sæl.
*Stór sprenging og Benni hverfur í eldi*



ÞEtta var fyrri parturinn af Tunnunni desember því þetta er svo langt verður þetta tvískipt svo fólk nenni að lesa sko en hitt
kemur samt í desember.

Vonandi lásuð þið allt og nutuð =)