Já, þá er komið að næstu samkundu =)

Hún verður skipulagðari á sinn hátt en þær sem hafa verið hingað til.

Í uppbyggingu verður hún eins og venjuleg Kringlusamkunda, en bara í uppbyggingu.

Mæting er klukkan 15:00 við Bónus í Kringlunni, við munum fá okkur e-ð að borða (þeir sem eru svangir) og svo rölta um og fara í skemmtilegar búðir. Planið er samt að vera komin út úr Kringlunni fyrir 17.

Eftir það förum við út og náum næsta strætó uppí eitthvað íbúðahverfi, einhversstaðar bara. Ekki á Hlemm eða í miðbæinn, förum eitthvert þarsem í mesta lagi einn úr hópnum ratar… Og villumst þar. Svona, næstum. Skoðum okkur allavega um hverfið og verðum kannske með videoupptökuvél ef e-r á og tímir að koma með. Bullum eitthvað. Einsog við t.d. gerðum í Mosó eitt sinn.

Verðum þar eitthvað, fer eftir hve mikið skemmtilegt við finnum nýtt, og svo legg ég til að við endum kvöldið í Perlunni, það er ef við komumst inn =) Annars þá förum við kannske í bíó í staðinn, ekki öruggt samt.

Það sem þarf: Peningur fyrir strætó. Einnig getur maður komið með pening til að borða e-ð ef maður vill og með pening til öryggis ef við förum í bíó. En ef þið tímið því ekki, þá er það líka allt í lagi =)

Hvernig líst fólki á þetta?