1. Partur sögunnar
2. Partur sögunnar
3. Partur sögunnar
Nonni fékk ofbirtu í augun þegar þeir komu inn í eldhúsið. Þeir voru ekki langt komnir inn í eldhúsið þegar þjónninn tók hann upp og lyfti honum á vaskborðið þar sem Nonni settist svo. “Bíddu bara hér, ég ætla að ná í eftirmatinn þinn.”
“Allt í lagi,” sagði Nonni glaðlega þegar hann sá þjóninn hverfa inn um stórar dyr. Þjónninn heilsaði mæðgunum þegar hann kom inn til þeirra: “Sælar, dömur.” Kokkurinn snéri baki í þau og var að brýna kjötexina sem hann hafði notað til að tæma magan á manninum áðan. Maðurinn var nú að frjósa í stórri frystikistu við hliðina á mæðgunum. Þjónninn settist á frystikistuna. “Hvernig líður ykkur?” Þær brutust báðar um en gátu hvorki hreyft legg né lið. “Dóni get ég verið, þið getið náttúrulega ekkert svarað mér” sagði þjónninn og hló brjálæðislegum hlátri. Hann stóð upp og gekk að kokkinum. “Láttu mig hafa þetta,” sagði hann og reif af honum kjötexina. “Nei, þetta er ekkert nógu gróft, láttu mig hafa eitthvað grófara.” Kokkurinn gekk þunglamalegum skrefum að einni skúffunni og byrjaði að róta í henni. Hann var ekki lengi að finna litla sög til þess að skera hörð brauð. Hann rétti þjóninum hana og byrjaði að brýna kjötexina aftur. Þjónninn gekk að Elsu og lagði hnífinn að vörum hennar. “Finnst þér ekki óþægilegt að geta ekki sagt neitt? Eða heldurðu að dóttur þinni þyki það verra?” Hann gekk kringum hálft borðið og að Rítu. “Ég held að mamma þín vilji að ég byrji á þér. En áður en ég hjálpa þér að opna munninn aftur verð ég að skila eftirrétt til hans Nonna litla. Spurningin er bara, hvað ætli hann vilji?” Þjónninn lagði hnífinn að kálfa Rítu. “Heldurðu að hann vilji kálfa? Eða kannski eyra? Ég ætla að tippa á kálfann sagði hann og skar stóran bút úr kálfa Rítu. Hún herptist öll saman þegar grófur hnífurinn skarst inn í hold hennar.
Það brakaði í mölinni þegar Jóhann steig á hana. Þunnt snjólag lá yfir öllu og gerði vinalegt andrúmsloft staðarins, enn vinalegra. Hann ályktaði fyrst að þær hefðu farið út í bíl. Hmm, skrítið, bíllinn horfinn, hvar ætli þær séu?
Hann gekk út á veginn og svipaðist um eftir bílnum. Ekkert, ekkert nema smá vindgustur og snjór. Honum var orðið kalt og ætlaði aftur inn á staðinn. Þegar hann kom aftur á bílastæðið sá hann mjó bílför sem leiddu út í skóginn. Hann elti förin, forvitin og spenntur á slæman hátt út í skóginn. Skógurinn varð minna þéttur þeim mun lengra sem hann gekk inn í hann og trén voru öll bara litlar hríslur sem virtust vera að deyja úr kulda og öll lauf voru fallin af þeim. Hann elti förin nokkra metra í viðbót þar til hann kom að brekku sem leiddi niður í nokkuð stóra tjörn. Förin lágu niður brekkuna og út í tjörnina. “Andskotinn! Hvernig komst bíllinn þangað,” tautaði Jóhann. Hann renndi sér niður brekkuna og leit ofan í tjörnina. Á botninum lá Volkswagen-inn í allri sinni dýrð og vatnið yfir honum var byrjað að frjósa. “Andskotinn,” öskraði Jóhann. Hann klifraði upp snjói lagða brekkuna með erfiðismunum og minnstu munaði að hann rynni út í djúpa tjörnina. Upp komst hann þó og lagði af stað til baka, honum var orðið kalt og hann hljóp því eins og fætur toguðu.
Hann hallaði sér fram þegar hann kom á bílastæðið alveg móður og másandi. Hann titraði allur af kulda og þreytu. Þær eru örugglega komnar inn núna. Hann reyndi að opna hurðina, hún var læst. Hann bankaði þrisvar, fast á hurðina. Þungt fótatak heyrðist koma nær honum eftir ganginum og stoppaði svo fyrir framan dyrnar. Lítill smellur heyrðist þegar hurðin aflæstist og opnaðist, það var kokkurinn. “Get ég hjálpað þér?” sagði hann dauflega með þungri röddu sinni. “Já, má ég ekki fá að komast inn? Ég var að borða hérna áðan og fjölskyldan mín er þarna inni.”
“Hvað ertu að bulla?” spurði kokkurinn og virtist hissa, “hér hefur enginn komið í margar vikur.”