Þetta var langt undir yfirborði jarðar, staður þar sem sólin skein ekki, staður sem engin mannvera hirti um, staður sem gamlir hlutir voru orðnir að mold, staður þar sem gamlir ormar höfðu háð stríð á milli sín, staður sem barist hafði verið um í aldir alda, staður sem átti sér engan líkan. Þetta var Worm York! Nakin ormabörn hlupu á götunni, særðir stríðsmenn öskruðu sín síðustu stríðsöskur, hús höfðu verið jöfnuð við jörðu, sírenur í ormasjúkrabílunum veinuðu, en einn lítill ormastrákur ákvað að hér yrði staðar numið, hann mundi hefna sín!
Þetta var fyrir tuttugu ormaárum. Nú var Worm York komin í gott lag aftur. Ormamömmur keyrðu hlæjandi og glöð ormabörnin, í litlum kerrum, um allan almenningsgarðinn. Ormar vinna glaðir og eru með góð laun. Húsin voru risin aftur, og allir lifðu í fullkomnu öryggi. Eða næstum því. Einn ormur hafði engu gleymt. Hann hafði undirbúið sig í tuttugu ár fyrir þetta. Hann hafði þjálfað líkamann í fullkomið ásigkomulag og var nú á leið í herinn. ,,Ég mun hefna mín!”. Þessi eina setning hafði hljómað í höfði hans síðan hann sá vini sína og ættingja deyja fyrir tuttugu árum. Út úr dimmum og drungalegum kjallaranum steig út sterklegur ormur í hermannabuxum, svörtum hermannaklossum, hvítum nærbol með rautt band um ennið. Þetta band hafði hann veirð með sem krakki, og aldrei skilið það við sig. Það var eins og saumað við hann, það hafði fylgt honum allla hans ævi. Með stóra tösku sem hann bar á annnari öxlinni steig hann þunglega á mótorhjól sem var fyrir utan húsið. Það var svart, með rauðum röndum á vélarhlífinni. Hann keyrði af stað út úr bænum, þar til hann var kominn að göngum 46, sem lágu til herstöðvarinnar. Hann lagði hjólinu og skreið af stað í göngin. Eftir drjúga stund kom hann að herstöðinni. Þetta var risastórt hús, með ennþá stærri garð sem var augljóslega til æfinga. Hann gekk að ahúsinu og opnaði dyrnar harkalega og rauk inn. Ungur hermaður sat við borð. ,,Hver ert þú?” spurði hermaðurinn. ,,Þambó, kíktu í bókhaldið, ég er skráður!”, svaraði hann. ,,Þammbóo”, tautaði hermaðurinn og pikkaði eitthvað inn í tölvuna. ,,Já, það passar, það er herbergi, já, hmm, herbergi 104 sagði hann. ,,Takk kunningi”, sagði Þambó og lagði af stað inn ganginn. Á leiðinni hitti hann annan herorm, augljóslega nýjan. Þerssi ormur var brúnn á hörund og leit út fyrir að vera afrískur. ,,Halló”, sagði afríski ormurinn. ,,Í hvaða herbergi ert þú?”. Hundraðogfjögur svaraði Þambó. ,,Þvílík tilviljun, ég líka”, sagði sá afríski. ,,Ég var einmitt að leita að því, hey, spyrjum herminnina þarna”, sagði Þambó. ,,Afsakið, vitið þikð hvar herbergi 104 er?” spurði hann. Hermennirnir litu á hvorn annan. ,,He, he, herbergi 104?”. ,,Það passar, vitið þið hvar það er?”
,,Já við vitum það”.
,,Fínt, getið þið sagt okkur það?”.
,,Já, sjálfsagt, það er við hliðina á stelpuklósettinu!”, hermennirnir tóku bakföll af hlátri. Reiðin sauð í Þambó.
,,DRULLASUT BARA TIL AÐ SEGJA MÉR HVAR ÞETTA A********* HERBERGI ER!!!”, sagði hann.
,,Sorrý, sagði einn hermaðurinn, það er við endann á ganginum”.
,,Takk fyrir”, sagði Þambó. Þambó og afríski ormurinn gengu inn ganginn.
,,Hey”, sagði Þambó.
,,Hvað?”, spurði sá afríski.
,,Ég heiti Þambó, hvað heitir þú?”.
,,Dúrbó”, svaraði hann.
,,Dúrbó, mér líkar það”, sagði Þambó. Þambó opnaði dyrnar á herberginu. Í herberginu voru sex kojur. ,,Ég á eftri kojuna”, sagði Þambó og hlammaði sér í eina af eftri kojunum. En rúmið var ekki mjúkt eins og heima. Rúmið öskraði. Þambó snéri sér snöggt við. Í rúminu lá ormur. ,,HVERN D******** ERT ÞÚ AÐ GERA?”, spurði hann.
,,Fyrirgefðu”, sagði Þambó. ,,Ertu nýr?” spurði ormurinn. ,,Já” svaraði Þambó. ,,’eg líka”, sagði ormurinn. ,,Hvað með þig?” spurði ormurinn Dúrbó. ,,Jább, ég er líka nýr”, sagði Dúrbó. ,,Ég heiti Bobby, þið megið kalla mig Bobbí”, sagði ormurinn. ,,Bobbí, mér líkar það”, sagði Þambó. ,,Faðir minn var í hernum svo ég fór líka”, sagði Bobby. Stór og mikill ormur gekk inn. Hann var miklu stærri og breiðar heldur en Þambó. ,,Halló”, sagði hann feimnislega.
,,Sæll”, svöruðu strákarnir. ,,Hver ert þú?”. ,,Kallið mig Bubba”, svaraði sá nýi. ,,Bubbi, mér líkar það”, sagði Þambó. Tveir nýir komu í viðbót. Dússi og Stebbi. Þegar ormarnir voru búnir að skipta rúmunum á milli sín var fundur fyrir nýliða í stóra salnum. Herforinginn, Haraldur Haraldsson, sagði þeim hvað yrði gert þessa daga. Hann sagði að þeir hefðu 7 mánuði til að undirbúa sig fyrir stríð. Æfingarnar munu hefjast á morgun. Risahátíðni flauta vakti alla ormana. Þambó og félagar þutu úr rúmunum, og klæddu sig. Þegar þeir voru búnir að því þá hlupu þeir út á æfingasvæðið til hershöfðingjans. Æfingarnar voru mjög erfiðar, en sú allra erfiðasta var LÍFSHÆTTULEGA ÆFINGIN. Þá áttu hermennirnir að hlaupa í gegnum alvöru kúlfnahríð á æfingavellinum. Þetta var lokaæfingin. Loks, eftir 7 mánuði, kom að henni. Hermönnunum var skipt í hópa til að læra samvinnu. Þambó, Dúrbó, Bobby, Bubbi, Dússi og Stebbi lentu saman í hóp. Verkefnið þeirra var að bjarga gíslum (að vísu bara ormatuskudúkkum) úr húsum sem var verið að skjóta á. Þessi æfing var mög erfið. Einhver gæti látist. Þambó var flokkstjórinn. Hann skipaði þeim fyrir: ,,Bubbi og Dússi, þið farið í þessi tvö hús (sagði hann og benti á tvær stórar byggingar), Bobby og Stebbi farið í jnæstu tvö, og ég og Dúrbó tökum restina. Þið hittið mig svo í byggingu fjögur eftir fimmtán mínútur. Stillið úrin ykkar saman”. Bubbi og Dússi spörkuðu upp hurðinni á fyrsta húsinu. Þar var stigi. Þeir hlupu hann upp. ,,GÍSL”, öskraði Dússi. Þeir tóku dúkkuna, og litu á klukkuna. ,,Við höfum þrettán mínútur til að kom okkur í byggingu fjögur, og skothríðin byrjar á hverri stundu. Þeir héldu áfram. Á meðan á þessu stóð voru Bobby og Stebbi að brjótast inn í seinasta húsið þeirra. Þar var eitthvað sem líktist sprengju. ,,Shit!”, öskraði Bobby. ,,Ég er bara leyniskytta, hvernig á ég að geta aftengt þetta?”. ,,Ég veit að Bubbi getur það”, sagði Stebbi. ,,Fínt, sagði Bobby, ég tala við hann í talstöðina”. Hann tók upp talstöðina og ýtti á takkann. ,,SHIT, hún virkar ekki”, við verðum að komast til hans. ,,Far þú”, sagði Bobby, ég skal bara….. verja þig… ehrm.. Stebbi hljóp á milli húsa, að húsinu sem Bubbi var í. Hann læddist að dyrunum. Bubbi sá einhverja hreyfingu og leit snöggt við. Hann skaut ósjálfrátt að dyrunum. Öskur heyrðist í Stebba og blóð lak inn undir hurðina. Bubbi var kominn með mesta hræðslusvip sem nokkur ormur hafði látið upp. ,,Stebbi, er allt í lagi?”. ,,ÞÚ SKAUST MIG Í FÓTINN FÍFLIÐ ÞITT!!!”, svaraði Stebbi gegnum dyrnar. ,,Fyrirgefðu, ég var orðinn svo stressaður því að talstöðin mín virkaði ekki”, sagði Bubbi. ,,EKKI OKKAR HELDUR”, sagði Stebbi. ,,Þú verður að koma mér til læknis!”. ,,Ég veit um lækni, Dúrbó er læknir”, sagði Dússi. ,,Eftir hverju erum við að bíða?”, sagði Bubbi og tók Stebba upp á öxlina og bar hann til Bobbys. ,,Hvað gerðist?” spurði Bobby. ,,Þetta var slys, ég skaut hann” sagði Bubbi. Vitið þið um einhvern sem getur búið um sárið?”, spurði Bobby. ,,Já, Dúrbó getur það”, svaraði Dússi. ,,Drífum okkur þá!”. ,,Nei, farið þið, skiljið mig eftir”, stundi Stebbi. ,ALDREI”, hrópaði Bubbi og hljóp á milli húsveggja. ,,Bíðið, sagði Dússi, mér heyrðist ég heyra…”. ,,SKOTHRÍÐIN ER BYRJUÐ!!!”. Þeir drösluðust á milli húsa, í átt að húsi fjögur. Bubbi var orðinn uppgefinn. ,,Leyfði mér og Dússa að bera hann”, sagði Bobby við Bubba. ,,ALDREI!, þetta er mér að kenna, og ég tek afleiðingunum”. Loksins komu þeir að húsi fjögur. Þambó og Dúrbó hlupu til þeirra. ,,Hvað gerðist?, spurði Þambó. ,,Skiptir ekki”, sagði Bobby. ,,Dúrbó, læknaðu Stebba”. ,,OK”, sagði Dúrbó. Þeir voru komnir með fimm gísla. ,,Hvar er sá sjötti?”, spurði Þambó. Ónei, við gleymdum því, sagði Bobby, það var sprengja tengd við húsið, við urðum að flýta okkur”. ,,Ég fer ekki án hans”, sagði Þambó. ,,Bíddu, sagði Bubbi, ég kem með, ég er sá eini sem kann að aftengja sprengjuna. ,,Drífið ykkur til baka”, sagði Þasmbó. ,,Þeir fara að skjóta eldflaugum á húsin á hverri stundu”,. ,,En Þambó, við viljum koma með þér”, sagði Bobby. ,,ÞETTA ER SKIPUM, sagði Þambó, DRULLIÐ YKKUR TIL BAKA MAÐKARNIR YKKAR”. ,,OK”. Um leið og ormarnir voru komnir út úr húsinu, þá var eldflaug skotið á það, og það sprakk. Bobby, Dúrbó, Dússa og Stebba gekk vel að komast út af æfingasvæðinu. Þambó og Bubbi hlupu eins hratt og þeir gátu. Þeir hlupu svo hratt að rauða bandið hans Þambós losnaði og fauk burt. Þambó snarstansaði. ,,Neiiiiiiii”, hrópaði hann. ,,Bubbi, farðu og aftengdu sprengjuna, ég næ bandinu”. ,,En…?”, spurði Bubbi, en Þambó var rokinn burt. Þambó stökk eins og hetja á milli húsa og náði bandinu. Allt í einu stoppaði hann. Sprengjan getur sprungið á hverri stundu. Hann hljóp hraðar en nokkru sinni fyrr þar til hann kom að húsinu með sprengjunni. Hann hljóp inn. ,,DRÍFÐU ÞIG, HÚSIÐ SPRINGUR Á HVERRI STUNDU!!!”, öskraði hann. Bubbi starði ringlaður á sprengjuna og var rennblautur af svita. ,,Ég veit ekki hvaða vír ég á að aftengja. Einn er tengdur við sprengjuna en hinir tveir eru til að blekkja. Ef ég aftengi annanhvorn þeirra þá springum við í loft upp!”. ,,Aftengdu þann rauða”, sagði Þambó og sleit rauða vírinn úr. Hljóð heyrðist eins og slökkt væri á ryksugu. ,,JIBBÍ, ÞÉR TÓKST ÞAД, hljóðaði Bubbi. Þeir hlupu upp, sóttu seinasta gíslinn og hlupu út. Öll húsin voru eyðilögð. ,,DRÍFUM OKKUR”, öskraði hinn hási Þambó. Þeir rétt náðu að hlaupa til félaga sinna þegar seinastsa húsið var sprengt upp. ,,Okkur tókst það”, sagði Bubbi rétt þaður en það leið yfir hann. Hertrukkur kom keyrandi til þeirra. Við stýrið sat Haraldur. ,,Til hamingju, ykkur tókst það”, sagði hann. ,,Meiddist einhver?”. ,,Já ég”, sagði Stebbi. ,,Aðeins einn? Þið stóðuð ykkur vel piltar”, sagði Haraldur. Nú eruð þið tilbúnir að fara á alvöru vígvöll. Þið verðið sendir í alvöru stríð eftir einn mánuð. Nú legg ég til að þið sendið bréf heim og kveðjið. Þambó og félagar hans fóru að sofa. Daginn eftir sendu þeir bréf til heimila sinna. Allir nema Þambó. Hann átti engan að, eftir hið mikla stríð fyrir rúmum tuttugu árum. Seinustu dagana í herbúðunum þjálfuðu þeir sig fyrir hið mikla stríð. Loks kom að því að þeir voru sendir á vígvöllinn. Fyrir tuttugu árum höfðu svartormunum (erkióvinum ormanna sem ég hef verið að skrifa um) tekist að ná helmingnum af landi brúnormanna (brúnormar eru sömu þjóðar og Dúrbó). Þambó og félagar lentu í herdeild 904 (borið fram: níunúllfjórir), en hún átti að standa vörð um eina bæinn sem ekki var búið að hertaka. Herdeild 904 ferðaðist í gömlum hertrukk til bæjarins. Þegar í bæinn var komið var búið að jafna hann við jörðu. Þambó hljóð að einu húsi. Á hurðinni var miði sem á stóð: Við tókum alla bæjarbúa sem gísla. Til að fá þá lausa verðum við að fá Þambó, son Rambós hins mikla sem dó í stríðinu fyrir tuttugu árum (þ.e. Rambó, ekki Þambó sem dó). ,,Ég vissi það!” sagði Þambó. ,,Þeir hötuðu föður minn, og ætla nú að hefna sín”. ,,En hvað eigum við að gera?”, spurði Dúrbó. ,,Ég fer en þið fylgið mér í leyni”, sagði Þambó og leit á slóðina eftir bíla svartormanna. ,,Ég fer og þið gerið áætlun til að bjarga mér og gíslunum, SKILIÐ? ,,HERRA JÁ HERRA!”, sögðu hinir herormarnir allir í kór. Þambó lagið af astað í höfuðstöðvar svartormanna. Eftir klukkutíma lagði restin af hermönnunum í deild 904 af stað. Þeir gengu langa leið og stoppuðu upp á hól. Þar sá þeir yfir alla herstöð óvinanna. Við aðalhliðið voru tveir verðir. ,,Ég tek þá niður”, sagði Bobby. ,,Dúrbó, þú laumar þér inn og þykist vera einn af gíslunum, og Bubbi, þú tekur niður verðina sem eru við hurðina inni. Ef ég þekki þambó rétt þá er hann búinn að taka niður minnstað kosti tvo núna (það sem fáir vita um Þambó er það að hann var einu sinni mjög feitur, en ákvað að fara í megrun. Þegar megrunin var búin þá voru húðpokar eftir sumstaðar. Þambó hafði enga tilfinningu í þessum húðpokum og skar því gat á einn þeirra og geymdi hnífinn sinn, sem var auðvitað í hulstrinu í húðpokanum, sem hentaði vel í hernum). ,,Þegar við erum búnir að því byrja ég að skjóta herormana á þakinu, og þið hinir riðjist inn um bak og framdyrnar”. Herormarnir samþykktu þessa áætlun og Bobby byrjaði að miða á verðina fyrir utan dyrnar. Hann hleypti af og einn vörðurinn datt niður. Bobby skaut strax hinn vörðinn. ,,Tveir farnir”, sagði hann lágt. Dúrbó laumaðist inn um dyrnar. Herormarnir komu strax auga á hann. Þeir sögðu eitthvað á útlensku sem hann skildi ekki. ,,EN GÍSLENKOFEN, HVARKOF ER FORINGJENKOF OKKARKOFFEN ADOLFEN HITLEREN!!!”. Verðirnir fóru með Dúrbó til hinna gíslanna í fábrotið og ljótt hús. Dúrbó hvíslaði að gíslunum áætlunina. Nú víkur sögunni aftur til Bobby, Bubba og hinna. Bubbi hljóp inn og skaut verðina sem voru við dyrnar, en einn náði að skjóta hann í löppina. Bubbi féll niður og veinaði af sársauka. Öskur heyrðust í vörunum: ,,KABERKOFFEN GYÐINGEN KÚKENLABBENKOFEN”.
Afgangurinn af herdeild 904 ruddist inn í virkið. Mikið stríð var háð þarna inni, en einn svartormanna, greinilega foringinn, hélt um háls Bubba og var með byssu. Hann var tilbúinn að skera Bubba þegar Þambó stökk til hans. ,,Loksins, tvær gungur í einu”, sagði svartormurinn. Hann setti fingurinn á gikkinn og…BAMM.
Foringinn féll niður. Bobby stóð stoltur uppi á hólnum. ,,Var þetta ekki flott strákar?”, sagði hann og lyfti rifflinum sínum. Stríðið var búið. Allt var í rúst í herstöðinni, en Þambó kom auga á einn óvinahermann sem var ekki dáinn. Hermaðurinn hvíslaði í talstöð, brosti og sagði: ,,Flugvélakoffen…”. Svo dó hann. ,,DRRRÍFUM OKKUR!!!”, öskraði Þambó. Þeir hlupu til hússins sem allir gíslarnir voru. Stór sprengja var fyrir utan dyrnar og teljari á henni. Teljarinn sýndi eina mínútu. Í þetta sinn voru ekki tveir vírar til að blekkja, heldur 57. ,,Dúrbó og gíslarnir eru þarna inni!”, sagði Þambó, þú verður að flýta þér. Svitinn lak af Bubba eins og bensíntankur á Trabant þegar hann var að reyna að finna út hvaða vír hann ætti að klippa. Hann klippti á einn vírinn, en teljarinn hraðaði vbara talningunni. 20 sekúndur, 19, 18, 17…, teljarinn taldi býsna hratt. Bobby leit til himins. ,,FLUGVÉLARNAR ERU AÐ KOMA!”, sagði hann og benti á tvo svarta punkta. ,,Þetta eru flugur fíflið þitt!, sagði Stebbi, flugvélarnar eru þarna!” sagði hann og benti á annan stað í loftinu. Flugvélarnar sáust greinilega og nálguðust eins og óð fluga. Fimm sekúndur voru eftir á teljaranum þegar Þambó kippti í einn vírinn. Það slokknaði á sprengjunni. Þeir opnuðu hurðina, en enginn var inni. Þeir sáu lítið gat á veggnum. ,,Þau eru komin út, DRÍFUM OKKUR”, sagði Þambó. Þeir hlupu burt og drifu sig í bílinn Allir gíslarnir og Dúrbó voru komin þangað. Þeir keyrðu af stað, rétt áður en flugvélarnar rústuðu herstöðvunum. Þetta voru vinaflugvélar sem vissu ekki að gíslarnir höfðu veirð þarna. Snögg handtök höfðu bjargað öllu. Skyndilega sagði Þambó: ,,Við gleymdum foringjanum!”. Þeir sáu litla þyrlu fljúga í burtu. Út úr henni öskraði foringinn: ,,ÉG HITTI ÞIG AFTUR ÞAMBÓ, ÞÚ MUNT ALDREI LOSNA VIÐ MIG!”.