en ég var bara að pæla í því að vera frumlegur og senda inn eitt af þessum handritum og sjá svo hvernig fólk tekur í það…
þegar ég skrifa mín handrit þá skrifa ég þau þannig að ég býst aldrei við því að það muni verða gerð mynd úr þessu svo ég skrifa þetta meira mér til skemmtunar… það myndu einhverjir kannski segja að þetta áhugamál sé fyrir sögur en ekki handrit en mér finnst þetta vera meiri saga heldur en handrit… en ef einhver nennir að lesa þetta þá verð ég glaður… þetta er náttúrulega svolitið langt en það er svo sem allt í lagi
ég vil líka taka það fram að þetta er grínhandrit… þetta er ekkert alvarlegt
í þetta skipti munuð þið stikna
Tileinkað:
Aroni
1.atriði
það risa stórt hersvæði allt í kring
allt út í sprengingum og hermönnum
það er maður að hlaupa
þetta er í slow motion
hann er með skammbyssu í hendinni
hann er öskrandi
myndin frýs
MAÐUR:
ég heiti vésteinn. ég er staddur á stríðsvæði á íslandi. ég veit að það hljómar svolítið skrýtið og það er það svo sannarlega en núna fyrst er ég að fatta húmorinn við þessa aðgerð… já aðgerðin “fjaðrafok” er svo sannarlega ekki sú eðlilegasta en eins og flestar aðrar sögur þá hafa þær byrjun. það er ótrúlega týpískt að segja eitthvað eins og… “svona er sagan mín” eða “svona byrjaði þetta allt saman” en því miður fann ég ekkert annað að segja svo… svona er sagan mín og svona byrjar hún.
kynningar byrja
2.atriði
maðurinn og vinur hans eru í paint ball
þeir eru á móti hvorum öðrum
maðurinn er inn í húsi
og vinurinn er að reyna að taka yfir húsinu
vinurinn hleypur á milli hluta og maðurinn reynir að skjóta hann úr einhverjum glugga
maðurinn hittir aldrei
vinurinn kemst að húsinu
hann skýtur nokkra gaura inn í húsinu
hann hleypur upp á aðra hæð og kemur upp að manninum með byssuna sem er upp við gluggann
VINURINN:
ég vissi að þú værir slappur en ég vissi ekki að þú værir svona slappur
MAÐURINN:
ég vissi að þú værir svona slappur
VINURINN:
það er ég sem er að miða byssunni að þér
MAÐURINN:
og það er hann sem er að miða byssunni að þér
myndavélin færist þannig að maður sér að það er einhver að miða byssunni sinni að vininum
VINURINN:
hvað nú?
MAÐURINN:
ég bara veit ekki…hvað nú?
maðurinn slær byssu vinarins frá hausnum á sér
vinurinn skýtur en hittir ekki
þriðji maðurinn (sem miðaði á vinin) skýtur en vinurinn beygir sig
vinurinn skýtur þriðja manninn
maðurinn hoppar út um gluggann
vinurinn lítur út og sér manninn hlaupa á bakvið einhvern hlut
VINURINN:
fucking skræfa
maðurinn hlær
maðurinn hleypur aftur inn í húsið
hann hleypur upp stigann
maðurinn hleypur inn í herbergið til vinarins
hann hoppar og rúllar sér og skýtur svo
hann er svona sentímeter frá því að hitta
vinurinn skýtur hann í miðjan brjóstkassann
hann dettur niður
skjárinn verður svartur
3.atriði
maðurinn og vinurinn eru að ganga frá paint ball svæðinu
MAÐURINN:
jæja… hvað segir edda gott
VINURINN:
hún segir bara allt fínt
MAÐURINN:
gott
VINURINN:
hei… ég verð eiginlega að segja þér svolítið
MAÐURINN:
nú… hvað
VINURINN:
ég er að hugsa um að fara að hætta með henni
MAÐURINN:
nú… af hverju?
VINURINN:
ég veit ekki… þetta er svolítið mikið týpískt svar… en það er ekki þessi sami neisti á milli okkar og var alltaf
MAÐURINN:
æjj… ekki gaman… en svona er þetta víst bara
VINURINN:
já
skjárinn verður svartur
4.atriði
maðurinn er að ganga inn í risa stórt hús
hann er í frakka
hann heilsar einhverju jakkafata fólki á leiðinni
hann stoppar hjá bás
básinn er með glerrúður allan hringinn
hann gengur inn í básinn
hann heilsar einum verðinum sem situr þarna inni og er að lesa dagblaðið
maðurinn tekur af sér frakkan
maðurinn er vörður
HINN VÖRÐURINN:
jæja… ég fer þá bara
MAÐURINN:
já já
maðurinn kveikir á sjónvarpinu
það kemur bara snjór
hinn vörðurinn klæðir sig í jakkann sinn
MAÐURINN:
hvað er að sjónvarpinu?
HINN VÖRÐURINN:
já… það er búið að vera svona í allt kvöld… þetta er svona alls staðar í húsinu
MAÐURINN:
ó jess… ekkert sjónvarp
HINN VÖRÐURINN:
life's a bitch
maðurinn hlær
maðurinn sest niður
hann tekur upp dagblaðið
HINN VÖRÐURINN:
jæja við sjáumst
MAÐURINN:
já við sjáumst
hinn vörðurinn gengur út
maðurinn fer að lesa dagblaðið
það er allt hljótt
engin er þarna
skjárinn verður svartur
5.atriði
maðurinn er að reyna laga sjónvarpið
hann er að beygja sig niður
hann réttir sig við og geispar
hann lítur til hliðar og sér smá hreyfingu í einu horninu á öryggismyndavélaskjánum
hann tekur upp kylfu
hann hleypur út úr básnum
hann kemur að einu herbergi
dyrnar eru opnar
hann stoppar fyrir framan dyrnar
hann lítur niður og sér fjöður á gólfinu
hann beygir sig niður og tekur hana upp
allt í einu heyrir hann eitthvað innan úr herberginu
hann lítur hægt út
svo sér hann allt í einu einhverja hreyfingu fyrir utan gluggann
það er einhvers konar hvítur vængur með fjöðrum
hann lítur í kringum sig
hann sér ekkert
hann snýr við og labbar út
allt í einu stoppar hann
hann snýr sér við
hann gengur aftur inn í herbergið
hann labbar að einni hillu
hann opnar eina skúffuna á hillunni
í skúffuni er miði sem stendur á “í þetta skipti munuð þið stikna”
maðurinn hleypur út úr herberginu
skjárinn verður svartur
6.atriði
vésteinn kemur heim til sín
hann sest í sófann
hann er alveg uppgefinn
hann tekur upp fjarstýringuna
hann reynir að kveika
það tekst ekki
VÉSTEINN:
aftur… fuck
hann stendur upp og fiktar eitthvað í sjónvarpinu
VÉSTEINN:
fuck
hann gengur að símanum
hann stimplar inn eitthvað númer
hann bíður smá
Danni svarar
VÉSTEINN:
hei þetta er vésteinn hérna
DANNI:
blessaður
VÉSTEINN:
hei sjónvarpið mitt er eitthvað bilað og soprano's er í sjónvarpinu í kvöld. má ég koma til þín og horfa
DANNI:
nei… sjónvarpið mitt er líka eitthvað fuckað
VÉSTEINN:
ha
DANNI:
það er bara snjór og ekkert annað
VÉSTEINN:
líka hjá mér maður… furðulegt
DANNI:
það er örugglega eitthvað að einhverju loftneti eða eitthvað
VÉSTEINN:
já örugglega… hei hvað á þá að gera í kvöld
DANNI:
veit ekki eigum við ekki bara kíkja á pöbbinn
VÉSTEINN:
já… ég hitti þig þar
DANNI:
ókei sjáumst þar
vésteinn skellir á
hann klæðir sig í frakka
hann gengur út
skjárinn verður svartur
7.atriði
vésteinn situr á barnum að bíða eftir Danna
hann situr í smá stund
allt í einu gengur kona (edda) inn á barinn
þetta gerist í slow motion
hún er ekkert smá falleg
vésteinn starir á hana
hún gengur að honum og sest hjá honum
VÉSTEINN:
ég vissi ekki að þú kæmir
EDDA:
nú… ég kom nú samt
VÉSTEINN:
það er nú alltaf dásamlegt að fá þig
EDDA:
einn bjór (til barþjónsins)
allt í einu gengur Danni inn
hann fer og sest hjá þeim
hann kyssir eddu
DANNI:
hei… má ég aðeins tala við þig (til eddu)
EDDA:
já
þau standa upp og fara eitthvað inn í horn
myndvélin er enn þá hjá Vésteini
hann er að horfa á þau
þau tala eitthvað alvarlega saman
svo faðmast þau
Danni gengur aftur til vésteins
DANNI:
jæja… þá er það búið
VÉSTEINN:
Eruð þið hætt saman?
DANNI:
aha
VÉSTEINN:
og hvernig líður þér
DANNI:
bara mun betur en ég bjóst við
VÉSTEINN:
en eddu
DANNI:
henni leið reyndar líka betur en ég bjóst við… hún ætlar samt bara að drífa sig heim
VÉSTEINN:
jæja… það er þó gott
DANNI:
aha
skjárinn verður svartur
8.atriði
vésteinn situr inn í eldhúsi heima hjá sér og er að fá sér kaffi
hann er að hugsa
VÉSTEINN:
ég skil þetta ekki… ég er mjög glaður yfir því að edda og vésteinn eru hætt saman… ég held að ég sé hrifin af eddu… fuck… ég gæti ekki gert Danna það að byrja með henni rétt eftir að hann var að hætta með henni… en annars voru þau bæði bara frekar ánægð þótt þau væru hætt saman… ég verð víst bara að sjá hvað gerist
skjárinn verður svartur
9. atriði
vésteinn er að ganga niður laugarveginn
hann gengur í smá stund
allt í einu kemur að honum maður
þetta er gamall maður
gamli maðurinn er með grátt skegg, í svörtum frakka og með svartan hatt
GAMLI MAÐURINN:
góðan daginn vésteinn
VÉSTEINN:
góðan daginn
GAMLI MAÐURINN:
þekkirðu mig
VÉSTEINN:
eiginlega ekki… hver ert þú?
GAMLI MAÐURINN:
kallaðu mig jóa í bili
VÉSTEINN:
ókei Jói
GAMLI MAÐURINN:
það vill svo til að ég var að horfa á þig í paint ball um daginn og þetta voru engir smá taktar sem þú sýndir þar
VÉSTEINN:
jaaa… maður gerði sitt besta
GAMLI MAÐURINN:
nei… þú gætir gert betur… með réttri þjálfun og réttu mataræði og öllu svoleiðis þá gætir þú orðið einn besti stríðsmaður sem uppi hefur verið
VÉSTEINN:
stríðsmaður… ertu þá að meina í paint ball?
GAMLI MAÐURINN:
nei… ég er að tala um íslenska herinn
VÉSTEINN:
íslenska herinn?
JÓI:
já hann er svo sannarlega til… við viljum bjóða þér að koma í þennan her og berjast fyrir ísland
VÉSTEINN:
það er ekki eins og ísland sé eitthvað ofur oft í stríði
JÓI:
það er oftar en þú heldur
VÉSTEINN:
hvað meinarðu?
JÓI:
þú munt fatta það ef þú kemur í herinn
VÉSTEINN:
veistu… ég verð að segja nei… en takk samt
JÓI:
þú ræður því auðvitað en ég hélt líka kannski að þú hefðir áhuga á því að vita að Daníel vinur þinn er í hernum og er búinn að vera það í þó nokkra mánuði
VÉSTEINN:
Danni?
JÓI:
aha… hvað segirðu?… viltu berjast fyrir ísland?
VÉSTEINN:
eru einhverjir samningar eða eitthvað svoleiðis?
JÓI:
ekkert svoleiðis… þú gætir hætt hvenær sem þú villt
VÉSTEINN:
þá er ég svo sem alveg til í að prófa
skjárinn verður svartur
10.atriði
vésteinn er að keyra út í sveit
Jói er við stýrið á bílnum
vésteinn er að horfa út um gluggann
vésteinn er að hugsa
VÉSTEINN:
var þetta kjaftæði eða var ég á leiðinni í íslenska herinn… hljómar eins og bölvað kjaftæði… ég veit… en… það einfaldlega var ekki þannig… það var til hin íslenski her… íslenski herinn hljómar eins og kjaftæði… en það sem gerðist svo var en þá meira kjaftæði og ég trúi því varla í dag
vésteinn og Jói koma að einhverju sveitarbýli
VÉSTEINN:
íslenski herinn… ég hefði átt að búast við einhverju svona
þeir ganga inn í hlöðuna
það er ekkert þarna inni nema venjulegt sveitadót
vésteinn hlær
Jói tekur upp einhverja fjarstýringu
hann ýtir á einhvern takka á fjarstýringunni
allt í einu byrjar gólfið að lækka
vésteinn hættir að hlægja
gólfið lækkar um svona tíu metra og stoppar svo
fyrir framan vésteinn er mjög langur gangur
Jói byrjar að ganga út ganginn
vésteinn stendur bara kjurr
JÓI:
ertu að koma?
VÉSTEINN:
svo það er þá satt
JÓI:
já… komdu
þeir ganga af stað
þeir ganga út ganginn
þeir koma að einhverri móttöku
það er kona við móttökuna
hún stendur upp
KONA:
góðan daginn… ertu að skrá þig?
VÉSTEINN:
já
KONAN:
hvert er nafn þitt og kennitala
JÓI:
ég skal sjá um allt það… vésteinn… farðu bara þangað og þar ættirðu að finna Danna
Jói bendir á einhverjar dyr
vésteinn fer þangað
hann opnar dyrnar og gengur inn
inni er risa stór æfinga salur
vésteinn lítur í kringum sig
hann sér Danna
hann gengur að honum
Danni er að gera magaæfingar
vésteinn sparkar lauslega í hann
Danni lítur upp
hann verður hissa á svipinn
DANNI:
þú… hér
VÉSTEINN:
aha… ég er víst kominn í þennan svokallaða íslenska her
Danni stendur upp
hann faðmar véstein
DANNI:
vááá djöfulsins snilld… velkominn
VÉSTEINN:
þakka þér… svo hvað ertu búinn að vera lengi hérna
DANNI:
nokkra mánuði… ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því en þú hefur aldrei hitt mig á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi fyrr en nú
VÉSETINN:
já… ef maður pælir í því
DANNI:
en vááá… heyrðu þú verður að hitta restina af fólkinu
VÉSTEINN:
já… endilega
Danni gengur í átt að manni sem er að gera armbeygjur
vésteinn eltir
DANNI:
þetta er Magnús… við erum voðalega frumlegir hérna svo við köllum hann Magga
Maggi sér þá tvo standa fyrir framan sig
hann stendur upp
MAGGI:
hver er þetta?
DANNI:
þetta er vésteinn… hann er nýr hér
MAGGI:
komdu sæll
VÉSTEINN:
blessaður
þeir takast í hendur
DANNI:
jæja
Danni gengur að bekk þar sem fjórir gaurar sitja
DANNI:
þetta eru… Vilhjálmur, jón, Sigurþór og Kormákur… eða Villi, Nonni, Siggi og Kommi
VÉSTEINN:
komið þið sælir
gaurarnir horfa á hann
VILLI:
hver er þetta?
SIGGI:
aha… hver er þetta?
DANNI:
þetta mun vera vésteinn
NONNI:
getur hann eitthvað?
KOMMI:
aha… getur hann eitthvað?
DANNI:
já já… ég hef spilað paint ball með þessum gaur nokkrum sinnum
VILLI:
ætli hann geti eitthvað?
KOMMI:
það er ekki spurningin… spurningin er hvort við eigum að treysta Danna
SIGGI:
mér finnst við ættum að treysta Danna
KOMMI:
þú villt alltaf treysta Danna
SIGGI:
kjaftæði
NONNI:
ekkert kjaftæði… þú ert fucking Danna-sleikja
SIGGI:
ókei… ég segi að við kjósum
VILLI:
allir sem treysta Danna rétta upp hönd
siggi og Nonni lyfta upp höndunum
VILLI:
og allir sem ekki treysta Danna rétta upp hönd
villi og kommi rétta upp hönd
VILLI:
æj æj…hvað nú?
SIGGI:
einhver af okkur verður að berjast við nýliðan
VILLI:
hver býður sig fram
KOMMI:
ekki ég
SIGGI:
ekki ég
NONNI:
ekki ég
VILLI:
ókei… þá verð ég víst að gera það
villi stendur upp hann fer úr bolnum sínum
hann er ekkert smá vöðvastæltur
DANNI:
jæja vésteinn… þetta er hálfgert inntökupróf… þú kemst alveg í herinn ef þú tapar en þú verður lagður í þvílíkt einelti ef þú gerir það
VÉSTEINN:
ókei… er eitthvað varið í þennan… gaur
DANNI:
villa… já… hann er langbestur hérna
VÉSTEINN:
gangi mér þá vel
vésteinn fer úr jakkanum sínum og úr bolnum
VÉSTEINN:
(til villa) hvar gerum við þetta?
VILLI:
nú bara hvar sem er
villi kýlir véstein í framan
vésteinn dettur á Danna
DANNI:
ó já… það er engar reglur… nema bara ekki drepa hann
vésteinn stendur upp
hann ræðst á villi
þetta verður svolítið langur slagur
þetta er mjög jafn slagur
en hann endar með því að vésteinn nær að rota villa
vésteinn er allur út í blóði
hann sest niður
DANNI:
góður
VÉSTEINN:
eru einhver fleiri inntökupróf?
DANNI:
nei nei… núna fyrst ertu orðin hermaður í íslenska hernum
skjárinn verður svartur
11. atriði
Danni, Vésteinn, Villi, Siggi, Kommi, Nonni, Maggi og fleiri eru standandi úti
þeir standa í fylkingum
allt í einu kemur einhver risa stór kall
kallin lítur á Véstein
Vésteinn stendur bara kjurr
KALLIN:
jæja… svo við erum komin með nýjan maðk í herinn okkar… í dag ætlum við ekkert að æfa
allir líta á hvorn annan
KALLIN:
í stað þess munum við horfa á nýja maðkinn æfa… en ef ég sé þessa fylkingu færast svo langt sem sentímeter þá fara allir að æfa… er það skilið
allir kalla samtaka
ALLIR:
já herra
KALLIN:
jæja… hverju ertu að bíða eftir?
vésteinn hleypur af stað
hann fer á æfingabrautina
skjárinn verður svartur
12.atriði
Vésteinn, Danni og Maggi eru að klæða sig í fötin sín eftir sturtu
MAGGI:
hvað er málið með sjónvarpið
VÉSTEINN:
já ég tók einmitt eftir því
DANNI:
hvað er það?
VÉSTEINN:
það er svona kassi sem maður horfir inn í og það er svona mynd inn í kassanum
DANNI:
ha ha(kaldhæðnislega)
VÉSTEINN:
nei… það vara eitthvað að sjónvarpskerfinu
DANNI:
líka útvarpinu
VÉSTEINN:
þetta var líka svona áður en ég kom hingað
MAGGI:
einmitt… hvað ætli sé í gangi?
VÉSTEINN:
hvað ætli sé í gangi
MAGGI:
það er náttúrulega bara týpískt að einhver hafi verið að kaupa öll þessi fyrirtæki og þess vegna sé þetta svona
VÉSTEINN:
kaupa ríkissjónvarpið… og ríkisútvarpið… einhvern veginn finnst mér það svolítið tæpt
DANNI:
hey hvað veit maður… kannski er heimurinn bara að farast
þeir hlægja
skjárinn verður svartur
13.atriði
Danni, Vésteinn, Villi, Siggi, Kommi, Nonni, Maggi, liðþjálfinn (kallin úr 11.atriði), Jói og fleiri eru inn í risastóru fundarherbergi
liðþjálfinn er að tala yfir allan salinn
LIÐÞJÁLFINN:
jæja… það er svolítið stór hlutur í vændum hjá okkur núna… sem því miður… gæti tekið líf nokkurra hérna… reyndar flestra… það hefur komið upp mál á íslandi og við höfum tapað öllum samskiptum við önnum lönd… við vitum ekki hvort það hefur það sama gerst sem er a gerast hérna… það eru hænur búnar að taka yfir landið
allir líta skringilega á hvorn annan
sumir fara að hlægja
LIÐÞJÁLFI:
þetta er ekkert grín… þeir sem þekkja mig rétt þeir vita það að ég grínast ekki
allir hætta að hlægja
LIÐÞJÁLFI:
kannski trúið þið mér… kannski ekki… en það verður ykkar hrap ef þið gerið það ekki… þessar hænur eru ekki góðar… þær eru búnar að taka yfir öllu svæði fyrir utan höfuðborgarsvæðið… þær eru að fara að ráðast inn í borgina… við getum ekkert… gert
vésteinn kallar yfir salinn
VÉSTEINN:
og af hverju ekki?
LIÐÞJÁLFI:
við viljum ekki stríð inn í miðri borgini
VÉSTEINN:
það verður hvort eð er stríð inn í borgini
LIÐÞJÁLFI:
ef það vill svo til að þetta er svo ekki satt… þá megum við ekki opinbera herinn
VÉSTEINN:
ertu ekki að grínast… ætlarðu þá bara að leifa hænunum að ráðast inn í borgina
LIÐÞJÁLFI:
samkvæmt öllu vísindaliði okkar munu hænurnar ekki meiða neinn… við verðum að reyna að gera einhvern samning við hænurnar fyrst
VÉSTEINN:
við ættum að fara og stoppa þær núna
LIÐÞJÁLFI:
nei svoleiðis verður það ekki
VÉSTEINN:
en…
LIÐÞJÁLFI:
nei
smá þögn
liðþjálfinn dregur niður spjald með mynd af hænu
LIÐÞJÁLFIN:
jæja… meðal hæna er með…
skjárinn verður svartur
14.atriði
vésteinn og Danni eru liggjandi í kojunum sínum
VÉSTEINN:
hvað finnst þér um þetta?
DANNI:
reyni að hugsa sem minnst um þetta… við verðum bara að vona að hænurnar geri engum mein
VÉSTEINN:
ætli það ekki… en hvað ef þær… drepa alla
DANNI:
þegiðu maður… ekki vera svona fucking svartsýnn
VÉSTEINN:
ég er ekkert fucking svartsýnn… en ég átta mig bara á því að hænurnar geti ráðist þarna inn og slátrað öllu
DANNI:
og ef það gerist… þá verðum við bara að sætta okkur við það
VÉSTEINN:
hvað um eddu?
smá þögn
DANNI:
við verðum bara að sætta okkur við það líka
skjárinn verður svartur
15.atriði
myndavélin er hjá einhverju fólki sem er að keyra á hraðbraut
það eru tveir krakkar í bílnum
tveir fullorðnir (mamma og pabbi)
KRAKKI 1:
hvenær komum við
KRAKKI 2:
við lögðum af stað fyrir nokkrum mínútum… heldurðu virkilega að það sé stutt þangað við komum
KRAKKI 1:
þegiðu
MAMMAN:
ekki tala svona
PABBIN:
við eigum eftir að keyra í fjóra tíma
KRAKKI 1:
ohh
allt í einu sér pabbinn (sem er við stýrið) að það er hæna á vegnum beint fyrir framan hann
hann bremsar snögglega
hann skransar inn á umferðina á móti honum
það klessast alveg fullt af bílum saman
það er þannig í smá stund
pabbinn rankar við sér
PABBIN:
eru allir í lagi?
KRAKKI 1:
já
KRAKKI 2:
aha
MAMMAN:
já… ekki hreyfa ykkur… ég ætla aðeins að líta í kringum mig
mamman lítur í aftursætið
allt í einu sér pabbinn fjöður á framrúðunni
hann lítur aðeins nánar á hana
allt í einu kemur hæna upp á húddið hjá honum
honum bregður
mamman er en þá að kíkja á krakkana
PABBIN:
hei… sjáðu
mamman réttir sig við
hún sér hænuna
MAMMAN:
jæja
PABBIN:
það var þessi sem var fyrir mér á veginum… hún hefur lifað af
pabbinn lítur yfir til krakkana
þá sér hann allt í einu tvær hænur á afturrúðunni
hann lítur aftur á framrúðuna
hin hænan er en þá þarna
hann lítur aftur á hænurnar í afturrúðunni
PABBIN:
sjáið
hann lítur aftur í framrúðuna
allt í einu er hænan kominn með mjög grimman svip á sig
myndvélin fer út úr bílnum
allt í einu heyrast öskur úr bílnum
svo slettist blóð á rúðuna
myndavélin færist mjög hægt upp yfir bíla hrúguna
allt í einu kemur í ljós risa stór her af hænum á leiðinni inn í borgina
skjárinn verður svartur
16.atriði
edda er heima hjá sér
hún situr fyrir neðan gluggann sinn með kúst í hendinni
hún er grátandi
hún situr í smá stund
hún lítur upp, út um gluggann
fyrir utan er allt morandi í hænum
hún sest strax aftur niður
allt í einu opnast dyrnar hjá henni
það eru þrjár hænur í dyrunum hjá henni
hún stendur upp
þær verða grimmar á svipinn
þær hoppa að eddu
edda sveiflar kústinum að þeim
hún hittir eina hinar horfa hissa á eddu
þær verða en grimmari á svipinn þær hoppa og bíta í kústinn og taka hann af henni
hún hleypur inn í eldhús með hænurnar á eftir sér
hún grípur risa stóran hníf og sker hausinn af báðum hænunum
þær liggja þarna dauðar
edda fer að gráta
allt í einu standa báðar hænurnar og fara að hlaupa í hringi (hauslausar)
skjárinn verður svartur
17.atriði
Jói og liðþjálfinn og nokkrir aðrir háttsettir kallar eru í stóru fundarherbergi
JÓI:
jæja… við höfum fregnir úr reykjarvík
HÁTTSETTUR KALL 1:
hvernig er staðan?
JÓI:
þetta er mun verra en við máttum búast við
HÁTTSETTUR KALL 2:
hversu mikið verra?
JÓI:
jaa… við vorum að búast við því að hænurnar hafi ætlað að taka yfir borgini… þetta var slátrun
HÁTTSETTUR KALL 2:
ráðumst við inn?
LIÐÞJÁLFINN:
nei… miðað við stærð her þeirra verður okkur slátrað
HÁTTSETTUR KALL 1:
hvað gerum við þá?
LIÐÞJÁLFINN:
við einfallega…
allt í einu kemur vésteinn inn í herbergið
JÓI:
hvað villt þú hér?
VÉSTEINN:
ég vil bjóða mig fram í björgunar leiðangur inn í borgina
JÓI:
aldrei… veistu hvað það er hættulegt að fara inn í borgina núna
VÉSTEIN:
nei.. en mér er alveg sama
JÓI:
því miður en engin má fara úr stöðinni
VÉSTEINN:
en við verðum að reyna að bjarga einhverjum
JÓI:
því miður… en það er búið að slátra öllum þar
VÉSTEINN:
en
Jói setur höndina á öxlina á vésteini
JÓI:
því miður
vésteinn lítur niður
hann gengur hægt út
skjárinn verður svartur
18.atriði
vésteinn er að pakka einhverjum byssum og fleiru í bakpoka inn í sturtuklefanum
allt í einu kemur Danni inn
DANNI:
hvað er verið að gera?
VÉSTEINN:
ég er að fara inn í borgina
DANNI:
en þú mátt það ekki
VÉSTEINN:
ég verð að fara inn í borgina
DANNI:
af hverju… þú ert alveg óhultur hér
VÉSTEINN:
já… en ég bara verð
DANNI:
af hverju?
VÉSTEINN:
bara… persónulegar ástæður
DANNI:
jæja ég verð þá víst bara að koma með þér
vésteinn hættir að pakka og horfir á Danna
VÉSTEINN:
ertu ekki að grínast?
DANNI:
ég get nú varla farið að leyfa þér að drepa þig alveg einn
VÉSTEINN:
takk… drífðu þig þá að pakka… við förum í kvöld
skjárinn verður svartur
19.atriði
Vésteinn og Danni eru að læðast af hersvæðinu
það er kvöld
þeir klifra yfir grindverk og hlaupa svo
þeir hætta að hlaupa eftir smá stund
DANNI:
jæja… smá ganga
VÉSTEINN:
aha
DANNI:
af hverju þarftu svo að fara í bæinn
VÉSTEINN:
ég var búinn að segja þér það
DANNI:
common, við gætum dáið þarna og svo mun ég hvort eð er fatta það þegar við komum
VÉSTEINN:
ókei
vésteinn stoppar
Danni stoppar
VÉSTEINN:
ég get ekki skilið eddu eftir þarna
DANNI:
eddu…þú veist að við erum hætt saman
VÉSTEINN:
ég veit það
svipurinn á Danna breytist
DANNI:
svo það er þannig… jæja þú gerir bara það sem þú þarft að gera
VÉSTEINN:
takk fyrir að skilja
þeir ganga aftur af stað
skjárinn verður svartur
20.atriði
vésteinn koma að borginni
þeir sjá að allt er í rústi
það er nótt
DANNI:
shit
VÉSTEINN:
aha… jæja komdu
þeir labba af stað
þeir ganga í smá stund
þeir sjá allskyns lík á leiðinni (fleiri manna lík heldur en hænu lík)
allt í einu sjá þeir tvær hænur á röltinu
þeir læðast á bak við einhvern bíl
vésteinn tekur upp sniper
hann setur hljóðdeyfi á hann
hann miðar í smá stund
hann skýtur
ein hænan springur
það fara fjaðrir út um allt
hinn hænan hleypur til baka
DANNI:
hún slapp
VÉSTEINN:
allt í lagi
allt í einu koma svona sirka tuttugu hænur fyrir hornið sem hin hænan fór
VÉSTEINN:
shit
vésteinn tekur upp skammbyssu og Danni líka
þeir fara að skjóta hænurnar og hænurnar springa alltaf
það verður alveg geðveikt mikið af fjöðrum út um allt
allt í einu sést ekki neitt fyrir fjöðrum
það verður alveg þögn
smá stund líður
vésteinn og danni ganga út úr fjöðrunum
þetta er í slow motion
skjárinn verður svartur
21.atriði
edda situr út í horni heima hjá sér
hún er með hnífinn í hendinni
allt i einu heyrir hún hljóð
hún grípur fastar utan um hnífinn
allt í einu ganga Vésteinn og Danni inn
hún verður stjörf á svipinn
hún stendur á fætur og faðmar Danna
Danni ýtir henni frá sér
DANNI:
þetta var allt vésteinn
hún horfir á véstein í smá stund
EDDA:
takk
hún grípur utan um véstein
vésteinn heldur fast á móti
DANNI:
ég held við verðum að drífa okkur
VÉSTEINN:
samála
hann sleppir henni
þau hlaupa út
skjárinn verður svartur
22.atriði
villi er að verja herstöðina
allt í einu kemur liðþjálfinn til hans
LIÐÞJÁLFIN:
hefurðu séð Danna eða véstein
VILLI:
nei… af hverju?
LIÐÞJÁLFIN:
við höldum að þeir hafi farið í borgina
VILLI:
shit… ég vissi að þeir yrðu aðeins til vandræða
LIÐÞJÁLFIN:
ertu alveg viss um að þú hafir ekki séð þá
VILLI:
ekki neitt
LIÐÞJÁLFIN:
það verður þitt fyrsta verk að láta mig vita ef þú sérð þá
VILLI:
já herra
liðþjálfinn hleypur í burtu
villi röltir í smá stund
allt í einu sér hann þrjár hænur firir framan sig
skjárinn verður svartur
23.atriði
Edda, Danni og Vésteinn eru að ganga eftir einhverri götu
þau passa sig mjög mikið að gefa ekki frá sér mikið af hljóðum
allt í einu gengur hæna yfir götuna sem þau eru að labba eftir
hún sér þau ekki
þau standa alveg kjurr
hænan gengur alveg framhjá og fyrir hornið
þau sýna léttir
þau halda áfram að ganga
Danni stígur á spýtu
það heyrist svolítið hátt í þegar hún brotnar
þau stoppa
þau standa kjurr í smá stund
allt í einu lítur hænan fyryr hornið
VÉSTEINN:
fuck
hænan öskrar eins hátt og hún getur
allt í einu kemur heill her (mörg hundruð hænur) af hænum fyrir hornið
Vésteinn, Edda og Danna laupa af stað
vésteinn og Danni taka upp skammbyssur og skjóta nokkrar hænurnar
þeir klára skotinn
þeir kasta byssunum frá sér
DANNI:
hér
Danni beygir á einu horni sem þau koma að
þau elta hann
allt í einu sjá þau annan jafnstóran her af hænum koma á móti sér
þau stoppa
þau láta hendurnar upp í loftið
skjárinn verður svartur
24.atriði
edda, Danni og vésteinn eru bundinn við staura
það eru hundruð hæna a horfa á þau
þau eru meðvitundarlaus
allt í einu vaknar edda
hún kallar til vésteins
EDDA:
vaknaðu
vésteinn vaknar og Danni líka
VÉSTEINN:
hvað erum við búinn að vera hérna lengi
EDDA:
veit ekki
allt í einu gengur ein hæna að þeim
hún galar eitthvað
svo tekur hún upp prik
hún skrifar í sandinn “i þetta sgipti muniþ þiþ sdikna”
DANNI:
fuck
allt í einu kemur önnur hæna með kveiktan kyndil í hendinni
VÉSTEINN:
meira fuck
hænan kveikir í súlunni sem Danni er fastur við
Danni öskrar eitthvað út í loftið
vésteinn öskrar
VÉSTEINN:
nnnneeeeiiii
það kviknar alveg í Danna
hann spriklar í smá stund
svo deyr hann
það leka tár niður andlitið hans Vésteins
smá stund líður
edda nær að losa hendurnar á sér
hún dettur af súlunni
hún hleypur og losar véstein
hænurnar hlaupa allar í átt að þeim
þau hlaupa af stað
þau spretta eins hratt og þau hugsanlega geta
hænurnar elta
skjárinn verður svartur
25.atriði
allur herinn er í stóra fundar herberginu
liðþjálfinn er að tala yfir salinn
LIÐÞJÁLFINN:
okkur var að berast skilaboð um fylgsni hænsnanna… við ráðumst á í dögun… gerið ykkur tilbúna fyrir aðgerðina “fjaðrafok”
allt í einu gengur vésteinn og edda inn um dyrnar á salnum (gerist í slow motion)
LIÐÞJÁLFINN:
þú
VÉSTEINN:
já ég… hænurnar hafa tekið yfir reykjarvík og ástandið er ekki gott
LIÐÞJÁLFINN:
hversu vont er það
VÉSTEINN:
ímyndaðu þér helvíti og bættu svo höfuðborgarsvæðinu við
LIÐÞJÁLFI:
eru mikið af hænum
VÉSTEINN:
þúsundir
LIÐÞJÁLFI:
ekki gott… ekki gott… en við höfum fundið fylgsni hænanna og við ætlum að ráðast á þær í dögun
VÉSTEINN:
hvernig funduð þið það?
LIÐÞJÁLFI:
hann Vilhjálmur fann það
Myndavélin sýnir villa
hann situr í salnum og brosir illkvittni lega
VÉSTEINN:
ég treysti því ekki… þessar hænur eru gáfaðri en það… ég sá eina þeirra skrifa í sand… a manna máli
LIÐÞJÁLFI:
þær óttast ekkert… þær vanmeta mennina
VÉSTEINN:
ekki ráðast á þær… þetta er gildra
LIÐÞJÁLFI:
fjaðrafok heldur sínu… við verðum að ráðast á svæði þeirra
VÉSTEINN:
til hvers… það eru mörg þúsund hænur í reykjarvík… á svo bara að leyfa þeim að vera þar… við verðum að gera eitthvað annað en að ráðast á þær
LIÐÞJÁLFI:
hvað… leyfa þeim að ráðast á okkur
VÉSTEINN:
já… ef við eflum varnirnar og bíðum þá fyrr eða síðar munu þær ráðast á okkur
LIÐÞJÁLFINN:
og hvað með mat… ef þær koma ekki eigum við að svelta
VÉSTEINN:
treystu mér… þær munu koma… ég sá þær… þær eru ekki að gera þetta fyrir peninga eða völd… það er einfallega það að þær vilja hefna sín… við mennirnir erum búnir að vera að slátra þeim í aldir og núna vilja þær slátra okkur… þær hvílast ekki fyrr en allir menn eru dauðir
LIÐÞJÁLFINN:
við ráðumst á þær og ekki meira um það
VÉSTEINN:
þetta er gildra… og þú átt eftir að festast í henni
skjárinn verður svartur
26.atriði
vésteinn er í kojunni sinni
hann starir bara á veggin
edda gengur inn til hans
hún leggst hjá honum
EDDA:
þetta verður allt í lagi
VÉSTEINN:
ég held við eigum þetta skilið
EDDA:
ekki segja svona
VÉSTEINN:
við erum búinn að ræna afkvæmum þeirra… drepa þær til matar og jafnvel drepa þær til skemmtunar… hvað myndum við gera ef einhver myndi gera það við okkur… við myndum slátra þeim á sekúndunni
EDDA:
við gáfum þeim þó skjótan dauðadaga
VÉSTEINN:
breytir ekki miklu… við eigum þetta skilið… og meira
skjárinn verður svartur
27. atriði
villi er að ganga fram hjá borðinu sem vésteinn skráði sig í herinn
hann gengur að lyftunni
hann lítur í kringum sig
hann stígur svo inn í lyftuna
hann fer upp
skjárinn verður svartur
28.atriði
allt í einu heyrist í neyðarbjöllunni
vésteinn hrekkur upp
vésteinn hleypur fram þar sem Nonni er að hlaupa
VÉSTEINN:
hvað er í gangi?
NONNI:
þær eru að ráðast á
vésteinn hleypur inn í herbergið sitt
hann sækir m-16 byssuna sína
hann hleypur út á gang
það eru hænur alls staðar
það eru sprengingar út um allt
hann hleypur á bakvið einhvern skáp
hann skýtur fullt af hænum
það koma alltaf fleiri og fleiri hænur
þær eru að slátra mönnunum
allt í einu koma fullt af hænum á bak við hann
hann hleypur af stað
hann klárar skotinn í byssunni sinni
hann sest á bakvið einhvern blómapott
hann horfir í smá stund á lyftudyrnar
hann heyrir að lyftan er á leiðinni niður
hún kemur alveg niður og þegar hún opnast kemur hrúga af hænum út
hann tekur upp skammbyssu
hann hleypur til hans Nonna sem er að skjóta fullt af hænum
VÉSTEINN:
Er einhver leið til að komast upp á yfirborð án þess að fara í lyftuna
NONNI:
ætlarðu að fucking flýja
VÉSTEINN:
Nei… hænurnar koma allar frá yfirborðinu… þær troðfylla bara lyftuna og senda hana niður aftur og aftur og miðað við hvað það voru mikið af hænum í reykjavík þá gætum við búist við slatta af lyftuferðum… við verðum að komast upp og á bakvið þær þá getum við reynt að sprengja hópinn sem bíður uppi
NONNI:
allt í lagi… það er neyðarstigi hérna rétt hjá… eltu mig
Nonni hleypur af stað
Vésteinn eltir
Þeir hlaupa í smá stund
Þeir drepa nokkrar hænur í leiðinni
Þeir koma að dyrum og opna þær
Þar inni er stigi
Þeir byrja að hlaupa upp stigann
Þeir hlaupa þangað til þeir eru komnir að öðrum dyrum
Þeir opna dyrnar hægt
Þeir kíkja út
Þeir sjá hlöðuna
Þeir sjá allt alveg stút fullt af hænum fyrir framan hlöðuna(ekki bara á jörðinni heldur líka bara upp á hver annarri)
Þeir fara aftur inn loka dyrunum
VÉSTEINN:
ertu með handsprengju?
NONNI:
nei
VÉSTEINN:
þá verður þú að skýla mér á meðan ég hleyp þangað út og sprengi bensíntankinn þarna úti
NONNI:
þetta er fucking bensín… þú átt eftir að sprengja hálft fucking Ísland
VÉSTEINN:
það er bara smá áhætta… þetta er það eina sem við getum gert
NONNI:
Nú jæja… þá gerum við það bara
VÉSTEINN:
ókei þú bara skýlir mér og ég hleyp þarna út
NONNI:
ókei
Vésteinn opnar dyrnar upp á gátt og hleypur út
þetta er í slow motion
hann hleypur að hænunum öskrandi
hann er að skjóta fullt af hænum
allt í einu taka nokkrar hænur eftir honum og byrja að hlaupa að honum
hann sér bensín tankinn við hliðin á hrúgunni hjá hlöðunni
hann skýtur í tankinn
hann springur
skjárinn verður svartur
hann er svartur í smá stund
það kemur aftur mynd á skjáinn
vésteinn er að standa upp
það eru fjaðrir út um allt
það eru fjaðrir að detta úr loftinu
það eru engar hænur í kring
skjárinn verður svartur
27.atriði
þeir sem lifðu árásina af eru núna komnir saman
þeir eru bara sjö manns
þeir eru að gera sig tilbúna til að ráðast á hænurnar
vésteinn stendur fyrir framan þá alla
VÉSTEINN:
í kvöld munum við sjá til þess að hefna bræðra okkar… í kvöld mun loka orrustan vera háð… í kvöld deyja hænurnar… núna hef ég þekkt ykkur í dálitin tíma og ég veit að þið látið ekki valta yfir ykkur eins og ekkert sé svo ég veit að þið eruð sama hugar og ég… svo hvað seigiðið um að við slátrum þessum hænum eins og í gamla daga… ekkert tilfinninga kjaftæði í kvöld…
vésteinn öskrar
VÉSTEINN:
í kvöld munu hænurnar deyja
allir öskra eitthvað
þeir hlaupa af stað
skjárinn verður svartur
28.atriði
Nonni og vésteinn eru að tala saman
þeir eru í herbíl
NONNI:
hvernig vitum við aftur hvar bæli hænsnanna er?
VÉSTEINN:
villi fann það
NONNI:
já… einmitt
29. atriði
Edda situr á beddanum hans vésteins
hún er að lesa eitthvað blað
hún er ein
allt í einu opnast dyrnar
hún lítur við
villi stendur í dyrunum
EDDA:
af hverju ert þú ekki farinn
Villi svarar ekki
Hann gengur að henni og kýlir hana
Hún rotast
Skjárinn verður svartur
29. atriði
vésteinn og tveir hermenn í viðbót eru fyrir aftan litla hæð.
þeir hlaupa af stað og þá sér maður risa stóran bóndabæ þeir hlaupa þangað og læðast á bakvið
Vésteinn tekur upp talstöð og byrjar að tala í hana
VÉSTEINN:
Refur 1 er kominn á sinn stað… yfir
Það kemur hljóð til baka
RÖDD Í TALSTÖÐ:
refur tvö er kominn á sin stað… yfir
VÉSTEINN:
Refur þrjú þú bíður merkisins… refur eitt heldur inn
Vésteinn læðist af stað í átt að dyrunum að hlöðunni
Tveir mennirnir elta
Þeir læðast inn
Það er alveg dimmt þar inni
Einn maðurinn finnur ljósrofa
Þeir kveikja ljósið
Það er ekkert þarna inni
Það er bara alveg dimmt
VÉSTEINN:
það er ekkert hérna
MAÐUR 1:
þú segir ekki
Vésteinn tekur upp talstöðina sína
VÉSTEINN:
refur eitt hér… það er ekkert hérna… hlaðan er alveg tóm… yfir
Það kemur hljóð til baka
RÖDDIN Í TALSTÖÐINNI:
sama hér… húsið er alveg tómt.. yfir
VÉSTEINN:
refur 3… komdu bara… öllu er óhætt
Vésteinn slekkur á talstöðinni sinni
VÉSTEINN:
Þær hljóta að hafa fattað að við vissum þetta og fært sig
MAÐUR 1:
já… mér finnst við ættum bara að koma okkur
VESTEINN:
veistu… ég er bara alveg samála
Þeir ganga út
Skjárinn verður svartur
30.atriði
vésteinn og sex aðrir menn eru að fara niður lyftuna
lyftan opnast og þeir ganga út
þeir ganga út
allt í einu sér vésteinn blóðdropa á gólfinu
VÉSTEINN:
sjáið
NONNI:
er þetta blóð?
MAÐUR 2:
mér sýnist það
Blóðið lá beint fyrir framan stórar dyr
Vésteinn gengur hægt að dyrunum og opnar þær
Hann horfir stjarfur inn
Myndavélin sýnir ekki það sem er inni
NONNI:
hvað?
Nonni gengur rösklega (hinir mennirnir fylgja) að honum og horfir inn
Inni er íþróttasalurinn stútfullur af hænum
Í miðjunni á salnum standa Edda, Jói og liðþjálfinn
Þau eru bundin
Vésteinn lyftir byssunni sinni og hann sér að hænurnar gefa honum illt augnaráð
Hann setur byssuna aftur niður
Allt í einu stígur einhver út úr hænsna hrúgunni
Það var villi
VILLI:
komið inn… þið erum umkringdir
Nonni lítur fyrir aftan sig og sér fullt af hænum þar líka
Þeir stíga inn fyrir
VILLI:
ég á nú ekki að þurfa að segja ykkur að setja byssurnar frá ykkur
Þeir setja byssurnar frá sér
Þeir fara við hliðin á Eddu, Jóa og liðþjálfanum
Villi gengur hægt að þeim og byrjar að hella bensíni yfir þau öll
Einn maðurinn reynir að hlaupa í burtu
Hann hverfur inn í hrúguna af hænunum
Það heyrast öskur að innan og svo fljúga allt í einu líkamspartar út úr hrúgunni
VÉSTEINN:
af hverju villi?
VILLI:
vegna þess að þá get ég lifað lúxus lífi
VÉSTEINN:
lúxuslífi?… þú verður eini lifandi maðurinn á íslandi
VILLI:
einmitt… ég mun geta gert hvað sem ég vil
VÉSTEINN:
þú ert eitthvað geðveikur
VILLI:
kannski… en það skiptir ekki máli núna… ég vann
Villi klárar brúsann
Hann tekur upp eldspýtnastokk
Hann kveikir á eldspýtu
Hann heldur á henni
VILLI:
í þetta skipti munuð þið stikna
Hann kastar eldspýtunni frá sér
Eldspýtan lendir í bensíninu
Það kviknar í því
Það kviknar í öllu fólkinu
Þau öskra öll af sárauka
Nokkrar hænur fara úr hrúgunni og hrinda villi inn í eldinn
Það kviknar í honum
Allt fólkið öskrar þangað til það deyr
Skjárinn verður svartur
Allt í einu heyrist í röddinni hans vésteins
VÉSTEINN:
við erum búinn að ræna afkvæmum þeirra… drepa þær til matar og jafnvel drepa þær til skemmtunar… hvað myndum við gera ef einhver myndi gera það við okkur… við myndum slátra þeim á sekúndunni… við eigum þetta skilið… og meira
THE END
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…