En Jóhann var hættur að hlusta. Hann leit í kringum sig og saup á bjórnum sem hann hélt á. Úr mjúka sófanum í miðju herberginu sá hann það allt. Hrúgan af bjórdósum og rusli var enn þarna. Það var sundurrifna græna gólfteppið líka. Svo voru auðvitað gluggarnir, einn af fjórum ennþá heill.
Hann kláraði úr bjórdósinni, krumpaði hana svo saman og henti henni út í horn. Svo byrjaði hann að flakka á milli stöðva.
“Nú eru fjórir dagar liðnir frá hryðjuverkaárásunum á…”
“Fólk er enn í losti í miðborg London…”
“Björgunaraðgerðir ganga ekki vel, aðallega vegna liðskorts…”
“Yfir tuttugu þúsund manns látnir…”
“Talið er að önnur árás muni fylgja…”
“Hrottalegasta hryðjuverkaárás síðan fyrir tuttugu árum, en þá voru tvíburaturnarnir sprengdir…”
“GETIÐI EKKI TALAÐ UM NEITT ANNAÐ?” öskraði Jóhann og kastaði fjarstýringunni í sjónvarpið. Hann hitti ekki og fjarstýringin flaug í gegnum síðasta heila gluggann. Glerið flaug í allar áttir.
Jóhann seig niður á gólf og tárin fóru að renna.
Hvað ef ég hefði stöðvað hana? Hugsaði hann. Hvað ef ég hefði ekki leyft henni að fara?
En hann gat ekki vitað að þetta myndi enda svona. Þetta átti bara að vera stutt dvöl, hún var bara búin að vera þarna í fimm daga. En þrátt fyrir allar tækniframfarirnar síðan tvíburaturnarnir féllu náðu hryðjuverkamennirnir að gera sama hlut aftur, en í þetta skipti var flugvélin stærri og fleira fólk var í henni.
Nokkrir hryðjuverkamenn höfðu komist um borð í flug 143 frá Parísarflugvelli með vopn. Þeir komust inn í flugstjóraklefann og stýrðu henni beint á stórt háhýsi í London. Allir farþegarnir létust.
Af hverju þurfti hún að taka þetta flug? Af hverju?
Jóhann fór inn í eldhús og opnaði frystinn, tók út brennivínið og byrjaði að svolgra því í sig.
Ég er að koma, elskan!
Hann fór inn í svefnherbergi og teygði sig ofan í sokkaskúffuna. Eftir nokkra sekúndna leit fann hann það sem hann var að leita að. Hann strauk skammbyssunni um handfangið og greip svo fast utan um það. Einn lokasopi af brennivíninu.
Hér kem ég.
Autobots, roll out.