Marta opnar augun. Henni bregður lítillega við því sem hún sér en ekki mikið -hún er svo sem orðin vön þessu.
Herbergið á hvolfi. Bækur liggjandi á gólfinu, bjórdósir út um allt og ógeðsleg ælulykt.
Hún finnur fötin sem að virðast vera sem minnst skítug og drífur sig inn í stofu. Þar er ástandið mun verra en í herberginu hennar.
Stór ælupollur á gólfinu, flest húsgögn á hvolfi og enn fleiri bjórdósir en inn í hennar herbergi. Í sófanum liggur Heimir litli og sefur eins og steinn.
Marta ýtir við honum. Heimir umlar einhvað svefndrukkinni röddu og veltir sér á hina hliðina. Hún ýtir fastar við honum og kippir að lokum af honum sænginni. Hann gefur frá sér hátt væluhljóð en byrjar svo ólundarlegur á svipinn að týna á sig spjarirnar.
“Drífðu þig fram í eldhús,” segir Marta og ýtir Heimi fram í eldhúskrókinn.
Hún læðist hljóðlega inn í herbergi mömmu sinnar. Þarna liggur hún og einhver viðbjóðslegur karlfjandi hálfgerðlega ofan á henni.
Við hliðina á rúminu liggja tvær flöskur hálftómar af sterku áfengi. Marta tekur þær og læðist út aftur.
Hún tæmir úr flöskunum ofan í klósetið en þá heyrir hún vesældarlega rödd litlar bróður síns: “Marta koddu og sjáðu!”
Inn í eldhúsinu situr Heimir með stóra skeifu á andlitinu. Hann hellir niðurdreginn seinustu seríós hringjunum ofan í skál og mylsnunni sem er á botninum.
“Það er ekkert meira til.” segir hann og depurðin leynir sér ekki. “Þetta er ekki nóg handa okkur báðum.”
“Borða þú þetta bara,” segir Marta og reynir að kreista fram bros. Það gengur erfiðlega og fljótlega er brosið búið að snúast við og breytast í feiknarlegann fýlusvip.
Hún hleypur fram á klóset og skellir á eftir sér. Augun á henni eru full af tárum. Garnirnar í henni gaula því hún er ekki búin að borða neitt frá því í hádegismatnum í gær.
Getur kerlingarfjandinn ekki einu sinni hundskast til að bera mat á borð.
Hún missir allt í einu stjórn á skapinu og neglir flöskunum eins fast og hún getur út um gluggann og stappar fætinum svo fast niður að vaskurinn og spegillinn hristast.
Hún sígur hátt upp í nefið og þurrkar sér um augun. Heimir er að kalla á hana úr eldhúsinu.
“Ertu ekki að fara að koma?” segir hann og brosir þannig að það sést augljóslega hversu margar tennur hann er búinn að missa. “Við erum að verða of sein í skólann.”
Marta brosir dauflega. Skólann. Já það helvíti. Hún grípur skólatöskuna og stoppar við ælupollinn.
“Farðu bara smá á undan mér,” segir hún við Heimi. “Ég næ þér.”
Hún gerir sitt besta til að hreinsa smávegis til en það er ekki auðvelt. Hún nær engu að síður að troða bjórflöskunum í poka og að þrífa upp ælupollinn áður en að hún hleypur í skólann.
Skólinn er ekki auðveldur. Hún er þekkt sem Marta skítaklessa, Marta sem þarf alltaf að vera með litla bróðir sinn hangandi í sér, Marta sem má aldrei bjóða neinum heim til sín og síðast en ekki síst Marta loner.
Hún óskar þess að verða ósýnilega en hún er svo langt frá því að vera ósýnileg. Krakkarnir minna hana á hverjum degi á það hversu leiðinleg og vitlaus hún er með að hrinda henni, stíga á hana, fleyja blautum pappír í hana (og ekki má gleyma snjóboltum þegar það er vetur) og stundum ganga þau jafnvel svo langt að hrækja framan í hana.
Ótrúlegt að svona barnalegir krakkar eigi heima í 8. bekk.
Skóladagurinn er sem betur fer stuttur. Hún sækir litla bróðir sinn sem að bíður fyrir utan skólann og leggur af stað heim. Hún hoppar á milli gangstéttarhellanna og reynir að hitta enga línu. Heimir hermir eftir henni og byrjar að hlæja. En hjá Mörtu er full alvara í gangi.
“Ef að ég stíg ekki á neina hellu verður mamma ekkert full restina af vikunni,” hugsar hún og vandar sig eins og hún getur.
Nokkrir strákar mæta henni. Þeir eru allir úr bekknum hennar nema einn þeirra sem er dökkhærður og grannur. Hann hefur hún aldrei séð áður.
“Hver er þetta?” spyr hún og gleymir litla leiknum sínum í smá stund.
“Þetta er frændi minn hóra,” segir einn strákanna og glottir. “Hann er að fara að byrja í skólanum.”
“Hæ,” segir nýi strákurinn og brosir feimnislega.
Marta brosir á móti. Það er einhvað við þennan strák sem að gefur henni einhverja von. Ekki þessar vanalegu fölsku vonir sem að hrynja um leið og þær eru settar í einhvert samband við raunvöruleikann. Von sem er þess virði að halda í.
Marta hleypur af stað með litla bróður sinn sem hálfdregst á eftir henni því strákarnir eru byrjaði að hrækja í hana háðsyrðum.
Helvítis, hún gleymdi þessu með strikin. Ojæja. Mamma hennar hefði hvort eð er drukkið sig fulla.
Hún segir Heimi að fara inn í herbergið þeirra (þau deila herbergi en hann hafði óvart sofnað í sófanum) til að fara að læra heima. Mamma þeirra er greinilega farin í vinnuna og karlfjandinn og búinn að drulla sér í burtu (sem betur fer).
Hún reynir að taka til og tekst ágætlega til. Húsið lítur nokkurnvegin út fyrir að einhver búi þarna þegar hún hefur lokið sér af.
Hún kallar á Heimi og segir honum að klæða sig og tekur sjálf til flöskurnar og leitar og veski mömmu sinnar.
Hún finnur það og í því er einn þúsundkall. Hún tekur hann. Einhvað verða þau nú að borða.
Bónus er yfirfullur af fólki og Marta á fullt í fangi með að koma í veg fyrir að Heimir týnist.
Að lokum finnur hún hakk og spagettí til að hafa í kvöldmatinn og nokkra ávexti, skyrdrykki, brauð og smjör.
Hún skokkar af stað heim á leið og rekur á eftir Heimi. Það er orðin dimmt og búið að kveikja á ljósastaurunum.
Skyndilega er kippt í hana. Hún hrekkur í kút og snýr sér við.
Þetta er nýji strákurinn.
“Hæ,” segir hann og brosir enn feimnislegar en í fyrsta skiptið sem þau hittust.
“Hæ,” segir hún og brosir til baka.
“Strákarnir kynntu mig fyrir nokkrum stelpum en þeir minntust ekkert á þig,” segir hann “Þú virtist flýja okkur þegar þú hittir mig í fyrsta skiptið, af hverju?”
“Æji bara,” segir Marta og brosir. “Mér líkar ekkert allt of vel við þessa gaura. Ég heyti Marta ef þig langar að vita það.”
“Ég heyti Friðrik,” segir hann og brosir.
“Marta koddu ég er orðinn svangur,” segir Heimir og togar í ermi hennar.
“Áttu hotmail,” segir Friðrik og brosir pínulítið sjálfsánægðari.
Marta rekur upp hlátursroku.
“Hotmail, guð nei. Ég á ekki einu sinni tölvu.”
“Símanúmer?”
Framhald kannski ef dómarnir verða góðir.