————————————smásaga 1
Vængbrotinn
Stundum óska ég þess að ég hefði aldrei fæðst, aldrei orðið , ég er bara maskína og ég horfi
á munna þeirra hreyfast . Mér gæti ekki verið meira sama um hvað þau eru að segja, enda eina
sem að þau hafa að segja er annaðhvort hvað þau gerðu síðustu helgi, hvað þau ætla að gera næstu helgi og
síðan slúðra þau um hvort annað meðan að augu þess sem að þau slúðra um lítur undan.
Þau fleygja tilfinningum sínum um herbergið,voru með hinum og þessum síðustu helgi en þóttu manneskjan ekki hæfa sér.
“en þú , hvað gerðir þú síðustu helgi?” Spurja munnarnir
Ég finn hvernig klóin stingst inn í hjarta mitt, blásvarti hrafninn sem meinar mér að tala hug minn er kominn…
Hálfvitalegt bros læðist upp munnin á mér og ég segi þeim að ég muni það ekki sökum ofölvunar.
Ég skynja hvernig þau þaulkanna mig með slúðuraugum sínum meðan að ég tala, setja mig í littla kassa með littlum merkimiðum.
Merktir = (Vængbrotinn án flugtaks)
En ég gleymi þeim jafn fljótt og ég blikka augunum og hugsa enn og aftur um hana…
Hún er eins og málverk í huga mér, vatnslituð gyðja - eitthvað sem
ekki ætlað mér. Ég man þegar að ég talaði við hana og faldi andlit mitt
bakvið hendina á mér af feimni, ætli hún hafi tekið eftir því? Ég mundi enn
hvar hún átti heima, það var eins og ósýnileg hendi drægi mig þangað stundum og ég vonaðist til að
sjá hana aftur, þó aðeins eitt skipti til að segja henni hvernig mér væri innanbrjóst.
“ÉG ELSKA ÞIG!”
En sólin sest í huga mér þegar ég reyni hugsa um hana, væri ég þess megnugur að minnast á hana við þau?
ég myndi líklegast ekki vita hvað ástin væri þótt að hún glápti framan í mig, ljósbláum augum
…hegðunarforritið sem ég er , maskínan.
—————————–smásaga 2
Flugan
….Hann opnaði augun í það sem virtist fyrsta skiptið og klóraði á sér hársvörðinn, hafði þetta allt bara verið draumur eða hafði þetta allt gerst í alvörunni??
það virtist að minnsta kosti svo fjarstæðukennt , því að margir af þessum atburðum hefðu alveg eins getað verið klippt út úr einhverri vísindaskáldsögu, þar sem að hann væri einhver persónuleysa….
(er það hérna sem að það allt byrjar?)
Hann lyfti upp hendinni og starði á slöngu sem hafði verið þrætt inn í hendina á honum, og augu hans hófu að renna meðfram slöngunni og enduðu að lokum á einmannalegum vatnspoka…, hann starði á vatnspokann án þess að ein einasta hugsun bærðist um í kollinum á honum og naut þagnarinnar. Enda var allt hljótt fyrir utan viftuna sem brimaði vinalega.
Minningar helltust allt í einu yfir hann. Hvernig hann hefði sest upp í bílinn þrátt fyrir að hafa drukkið alla þessa bjóra.. hvernig hann hafði fyllt bílinn af vinum sínum til að sýna hversu góður vinur hann í raun væri og í eyrum hans lifðu ennþá öskrin frá því þegar að hann missti stjórn á bílnum á 160 km hraða…..
Hann vissi að aðeins hann hefði lifað af, hann hafði heyrt hjúkrunarkonurnar tala um það, því að þótt að hann hefði verið meðvitundarlaus þá hafði hann samt heyrt allt.
Viftan var farinn að öskra eða svo er virtist og öskrin í eyrum hans virtust fúslega taka undir og hófu raddir sýnar að er virtist í kór og hann greip með báðum höndum um höfuðið!
“pétur?”
“Pétur? ertu vakandi?”
Hún stóð í dyragættinni í þannig stellingu að hún virtist bæði að vera koma eða fara. Ljóst hár hennar lýstist upp af ljósinu á spítalaganginum og í annarri hendinni hélt hún á sorglegum blómavendi.
“já, ég held að ég sé vakandi” svaraði Pétur ,enn hálfdasaður að hafa vaknað í lyfjamók á stað sem að hann hafði aldrei séð áður.
Hún fikraði sig nær honum og settist á rúmendann við fætur hans og horfði út um gluggann, hún hafði ekki enn horft í augun á honum, eða snert hann… hún var hrædd við hann, hrædd við hvað hann var orðinn.
Hún var samt feginn, að það hafi ekki verið meira pláss í bílnum því annars væri hún núna ekki hérna… lifandi, munaður sem að hún hafði tekið sjálfsagðan þangað til að slysið varð. hún setti hendina sína hikandi inn í lófa hans og hann kippti henni til sín og faðmaði hana eins fast og hann gat, hræddur um að ef hann myndi sleppa henni þá mundi hún hverfa frá honum eins og þau hin….
Þau höfðu aldrei verið nánustu vinir í vinahópnum en núna voru aðeins þau eftir, aðeins þau og sorgin- sem féll yfir þau eins og skuggi, drekkjandi mánanum í tárum sínum.
og hún myndi aldrei fyrirgefa honum…
Hann sá út undan sér enga aðra undankomuleið , ekkert annað horn til að fela sig í , “tilhvers?” hoppaði af vörum hans, og honum var litið á klukkuna sem yfirgnæfði fatahengið við vaskinn eða svo virtist honum..
Hver sekúnda sem leið var sem svipuhögg. Svipuhögg á vitund hans , svipuhögg á tilgang alls. Höfðu vinir hans aðeins verið sandkorn? Axlarfeiti í tannhjólum tilverunar?
Á öðrum stað í Reykjavík lágu foreldrar vina hans andvaka , Faðirinn grét hljóðlega og virtist vera sem frosinn í tímaskekkju meðan að eiginkona hans, sem að hann hafði alltaf álitið rólegustu manneskju sem að hann þekkir öskrar úr sér líftóruna í koddan sinn. Hann reynir að taka utan um hana, opna kreppta hnefa hennar og setja hendi sína inn í hennar en hver snerting hans framkallar ofbeldisfullt mótsvar frá henni.
Vindurinn tekur okkur öll í faðm sinn, laufblöð sem hafa fallið af lífsins tré, án tilgangs - aðeins fljótandi um með lokuð augun í leit að ást og án þess að vita það … að sorg
Innan spítalaveggja:
Allt í einu varð hann að flugu á veggnum, frjálst að fylgjast með öllu án þess að vera tengdur neinu, [{tilfinningalaus}] og hann gæti flogið frá þessu öllu saman ef að hann vildi. Sorgin sem bugaði hann væri ekki til því að fluga þekkir ekkert nema frumhvatirnar, já… hann var í huga sér orðinn að frumhvöt. En hann vissi að þeir myndu reyna að bora því inn í hausinn á honum! Látið þunga tilverunnar falla á herðar hans, gert snöru út tárum hans og hengt hann. En hann gæti alltaf flogið á burtu frá sannleikanum…
Hann lagði hendina upp að baki sínu og þreifaði fyrir sér ….
….ÞEIR HAFA SLITIÐ VÆNGINA MÍNA!!!!
(er það hérna sem að allt endar?)
—————————————smásaga 3
Ræðan
Stundum deyr fólk, og stundum vaknar það án þess að vita af því. Enginn hefur lifað af lífið og ekkert frekar en að persónan sjálf getur verið til í tóminu, að halda það að líf manns skipti einhverju máli í heildarmyndinni er sjálfsblekking. Óttin við að deyja tel ég vera drifkraftur þess að fólk annaðhvort “frelsast” , leggst í þunglyndi eða þorir ekki að binda sig við neinn því að það veit að á endanum deyr allt eins og uppskera bóndans á veturna. En á vorin kemur ávallt ný uppskera og hringurinn heldur áfram að snúast , þessi hringur sem er lífið.
1. Í hring er ekkert upphaf eða endir
“það er ekkert nýtt undir sólinni” og “þetta hefur allt verið gert áður” er mjög svo satt, þú þarft alls ekki að trúa á æðri mátt eða einhvern persónugerðan guð til að samþykkja þetta sem sannleika. En að trúa því að lífið sé endalaus hringrás er ágæt speki en er samt bara það “ágæt speki” sem hljómar vel fyrir viðkvæm eyru enda er trú í allri mynd í raun aðeins afsakanir ofan á afsakanir. Þvi að fólk vill heyra allt, nema að það sé auðvitað að sannleikurinn ; að dauðinn sé dauðinn, og að það kveðji allt sem að það þekkir en ef að þú hugsar út í það : ef að dauðinn veru í raun byrjun á einhverju öðru lífi, bara umskipti yfir í eitthvað nýtt, flughöfn sálarinnar þá virðast andstæðurnar milli lífs og dauða mun mildari og jafnvel engar ,tilgangslausar. En andstæðurnar sem að við þekkjum eru Ást/Hatur Gleði/Sorg Líf/Dauði og ekki véfengjum við þessar tvær fyrrnefndu?
í dauðanum er dauði, lokalausnin
(.Öll höfum við okkar persónulegu trú til að komast af í gegnum daginn, ég væntist þó aftur á móti einskis af eftirlífinu né trúi því e-h sérstaklega að það sé til í einhverri vitrænni mynd sem að við sem mannverur skiljum - frekar væntist ég alls af lífinu því að í lífinu er allt).
2.
Öllum óttumst við hið stóra svarta tóm sem að leysir upp það sem að við erum og skil ég það mjög enda þar sem að lífið er allt sem að manneskja hefur. En aftur að móti því að hafna rökhugsun og vera fávís er aftur á móti ein mesta synd sem að manneskja getur framið, synd sem að þeir sem trúa því að jörðin sé aðeins 4000 þúsund ára gömul og að guð hafi skapað mennina í mynd fremja svo sannarlega. Gefum okkur að þú trúir því að þú endar upp í “himnaríki” eins og kristinn trú og samtímamenning hefur málað það upp fyrir að vera, staður sem að þú hittir alla fjölskyldumeðlimi, vini og kunningja, bara alla þá sem að þér þykir vænt um , mundu þá eftir stundunum sem að þú þoldir ekki sumt að þessu fólki eftir að vera svoldið í kringum það því að persóna þess fór einhvernveginn í taugarnar á þér, ímyndaðu þér núna eilífð með þessu fólki sem er enn með sama persónuleika og þegar að var hérna meginn gullna hliðsins, varla mikil eilíf ró í því himnaríki. Svo má það vera að þér finnist þessi hugmynd fráleit og þú trúir alls ekki á þetta , heldur aðeins varðveislu persónunar sem ert þú, gott og vel,. Eilífð að tala við röddina í hausnum á þér hljómar þá betur í þínum eyrum? Eilífar samræður við sjálfan um eitthvað sem er svo yndislega jarðneskt? …varla
Þegar að maður í raun hugsar til þess þá er hið stóra svarta tóm ekkert svo óvinalegt …
——————–Smásögur eftir Hafstein Viða