Jæja, nú verður haldin önnur greinakeppni!
Hún verður með þema í þetta sinn, en það er svik og er ykkur frjálst að túlka það eins og ykkur lystir.
Munið einnig að merkja greinarnar keppninni.
Fresturinn er í styttra laginu, tæpir 20 dagar, eða til 30. júní.
Í komandi keppnum verður hann 30 dagar en þetta gerum við til að koma reglu á hlutina og geta byrjað hverja keppni þann fyrsta hvers mánaðar.
Einnig munum við taka það upp að hafa dómnefnd, skipaða stjórnendum og “gestadómara” úr hópi notanda. Endilega sækið um að vera gestadómarar en munið þó að fíflaskapur verður ekki liðinn, þá finnum við einfaldlega hæfari einstakling í verkið.
Framtíðarkeppnir munu verða með aðeins öðru sniði en vaninn hefur verið, við munum búa til sér kubb fyrir þær og þurfa þáttakendur að senda okkur skilaboð til að fá aðgang að honum. Það tekur þó enga stund að tileinka sér þetta og er þetta fyrirkomulag mikið þægilegra og aðgengilegra fyrir bæði stjórnendur og notendur.
Þetta er þó allt saman aðeins til reynslu og á vinnslustigi enn sem komið er.
Ef þið hafið hugmyndir og tillögur eru þær meira en velkomnar. =)