Ég fann einhverjar örfáar glósur fyrir náttúrufræði í tölvunni minni. Hér koma þær.

Erfðir og þróun, 1.-3. kafli.


Gregor Mendel: Gregor Mendel var Austurískur munkur. Störf Mendels er grundvöllur að lögmálum nútíma erfðafræðinnar.

Hugo de Vries: Hollenskur maður sem uppgötvaði skyndilegar breytingar í einstökum genum eða heilum litningum.

Carl Correns: Þjóðverji, uppgötvaði ófullkomið ríki. Þ.e. Genapör sem eru hvorki ríkjandi né víkjandi (jafnríkjandi).

Walter Sutton: Bandaríkjunum. Setti fram litningakenninguna; þ.e. litningar bera erfðaþættina frá einni kynslóð til þeirrar næstu.

Thomas Hunt Morgan: Bandaríkjunum, uppgötvaði kynlitninga X- og Y-sem ákvarða kyn einstaklingsins. (XX = kvk, XY = kk)

Jean-Baptiste de Lamarck: Maðurinn á bak við líffærafræðina.

James D. Watson og Francis Crick: uppgötvuðu DNA. Hlutu fyrir það Nóbelsverðlaun árið 1962

Charles Darwin: Fór til Galapagoseyja árið 1832 og mótaði út frá rannsóknum sínum þar þróunarkenninguna, maðurinn á bak við kenninguna um náttúruval.

Munurinn á
-ríkjandi og víkjandi: Sterkari eiginleikinn er kallaður ríkjandi og er táknaður með hástaf, veikari eiginleikinn er kallaður víkjandi og er táknaður með lágstaf.

DNA og RNA (DKS og RKS): Dna varðveitir upplýsingar um einkenni, það er úr 2 RNA þráðum. RNA les upplýsingarnar með því að mynda m-RNA þráð. Hann segir frumunni hvaða prótín á að framleiða.

Arfgerð og svipgerð: Arfgerð er genauppbygging lífverunnar. Hvaða gen hún er með til að stjórna einkennunum. Svipgerð er greinileg, oftast sjáanlegt einkenni lífveru. Hvernig arfgerðin kemur fram.

Arfhreinu og arfblendnu: Einstaklingar sem eru með samskonar gen fyrir tiltekið einkenni, t.d. SS eða ss, kallast kynhreynir eða arfhreynir.Sá sem er með ólík gen t.d. Ss, kallast kynblendingur eða arfblendinn



Jafnskiptingu og rýriskiptingu: Við jafnskiptingu/mítósu skiptir tvílitna fruma sér í tvær frumur sem eru erfðafræðilega nákvæmlega eins og upphaflega fruman. Frumurnar tvær hafa nákvæmlega sömu gen og fruman sem skipti sér. Í rýriskiptingu/meiósu-skiptingu skiptir tvílitna fruma sér tvisvar og útkoman verður fjórar einlitna frumur sem hafa hver um sig eitt litningapar og eru því erfðafræðilega ólíkar upprunalegu frumunni. Meiósu-frumuskipti verða við myndun kynfruma en mítósuskipting við eðlilega nýmyndun líkamsfruma. Kynfrumur (sæðis- og eggfrumur) okkar eru einlitna og hafa 23 litninga. Við frjóvgun eggs verður samruni litninga. Allar aðrar frumur hafa 46 litninga.

Kynfrumu og okfrumu: Kynfrumur eru kyntengdar frumur sem hver einstaklingur hefur í líkama sínum, Okfruma er hinsvegar fruma sem myndast við samruna tveggja kynfrumna, karls og konu Okfruman er fyrsta fruma fóstursvísis.

Líffærafræði, fósturfræði og steingervingafræði:
Líffærafræði fæst við líkamsbyggingu lífvera. Þegar líkamshlutar og líffæri lífvera eru svipuð að byggingu eru þau sögð vera eðlislík.
Fósturfræði segir að sameiginleg einkenni og líkt útlit fósturvísa gefi til kynna að lífverur eiga sameiginlegan forföður. Sem dæmi má nefna mann, hænsn, fiska og kanínur, en fóstur þeirra eru afar lík á fyrstu stigum þroskaferilsins.
Með Steingervingafræðinni er hægt að finna lífverur sem lifðu fyrir milljónum ára en Steingervingar eru leifar eða för eftir lífverur sem uppi voru á öldum áður. Algengast er að finna steingervinga í setbergi en það er úr hörnaðri leðju og sandi. Tjörnesið á Norðausturlandi sýnir u.þ.b. 3 milljónir ár aftur í tímann en Miklagljúfur í BNA sýnir 2 milljarða ára aftur í tímann.


Annað:
Gen er grunneining erfða; hluti DNA-keðju sem ákvarðar tiltekið einkenni í gerð lífveru. Í hverri venjulegri frumu í lífveru eru tvö gen sem stjórna sama eiginleikanum. Gen eru á litningum.
Hvort genið um sig í genapari kallast samsæt gen eða samsæta. Það er í sama sæti á samstæðum litningi. Í sumum tilfellum eru það tvær samsætur í einu sæti sem ákvarða tiltekinn eiginleika
Margfaldar genasamsætur: þá koma fleiri en tvær genasamsætur til greina í tilteknu sæti.
T.d. blóðflokkarnir. Blóðflokkar, ABO gen.



Í okkur eru um 80.000 gen og raðast þau á 46 litninga sem eru í frumukjarna hverrar einustu frumu líkamans. Kynfrumurnar eru undantekning því þar eru 23 litningar.

Lögmálið um óháða samröðun: annað lögmál Mendels; segir að hver genasamsæta erfist óháð öllum öðrum, nema þær séu á sama litningi.

Lögmálið um aðskilnað: fyrsta lögmál Mendels; segir að við rýriskiptingu skiljast samstæðir litningar að þannig að hver kynfruma fær aðeins aðra genasamsætu í hverju pari í hverju genasæti.

Óaðskilnaður samstæðra litninga: gerist þegar litningar skiljast ekki að í meiósu. Þá er einstaklingurinn með annað hvort of marga eða of fáa litninga. T.d. downsheilkenni eða mongólismi (þrístæða á 21. litningapari).

Erfðatækni: Aðferð þar sem gen eða DNA-bútar frá einni lífveru eru fluttir í aðra. Þar með eru komnar erfðabættar lífverur. (Dæmi: gerlar sem framleiða insúlín. Frælausir bananar o.fl.)
Splæst DNA: Þegar bútur úr DNA-keðju lífveru t.d. manns, er splæst inn í DNA-keðju annarrar lífveru t.d. gerils, með því er hægt að færa ákveðna eiginlega frá einni lífveru yfir í aðra
Einræktun (klónun): afkvæmi eru nákvæm eftirmynd móðurlífveru.

Arfgengir sjúkdómar (erfðaskjúkdómar): gölluð gen sem erfast á milli ættliða. T.d. marblæði og sigðkornablóðleysi:
– Marblæði: annar hvor prótínhluti blóðrauðasameindarinnar myndast ekki.
– Sigðkornablóðleysi: blóðkornin verða eins og hálfmáni eða sigð í laginu og bera því ekkert súrefni.

Kyntengdar erfðir: eiginleikar sem berast frá foreldrum til barns með kynlitningi.
– Dreyrasýki: veldur því að blóðið storknar hægt eða ekki.
– Rauðgræn litblinda: greinir illa á milli rauðs og græns.

Þróun er breyting á tegund í tímans rás og framkoma nýrra tegunda og þróunarkenningin fjallaði um það.

Náttúrval er flókið ferli sem á sér stað vegna samspils milli lífvera og umhverfis þeirra og leiðir til þess að tegundirnar taka breytingum þegar horft er til langs tíma.

Offjölgun hefur oftast í för með sér samkeppni milli einstaklinga um fæðu og skjól.
Breytileiki: frávik innan tegundar eða hóps lífvera. Breytingarnar valda því að lífverurnar falla betur að umhvefi sínu en ella og komast betur af fyrir vikið. T.d. ljósu og dökku piparfetararnir nálægt Manchester (urðu dekkri þegar kolamengun var farin að dekkja trén) og stóru eyrun á eyðimerkurrefnum en aftur lítil á heimsskautarefnum (stór eyru valda meiri uppgufun og kælingu en lítil).





Orkan – Glósur

1. kafli.
Massi: magn efnist. Massi er mældur í kg.
Þyngd: Hversu fast aðdráttarafl (þyngdarafl) togar í hlut. Þyngd = massi x þyngdarafl. Þyngd er mæld í Newtonum (N)
Eðlismassi: Mælir þéttleika efnis, mælt í lítrum, eða millilítrum, 1ml = 1 cm3.
Eðlismassi er hver mikið efni kemst inní ákveðið stórann ferning eða aðra hyrslu. Massi/rúmmál = eðlismassi
Vísindaleg aðferð:
1. Ráðgáta skilgreind
2. Upplýsingum aflað og þær lesnar
3. Tilgáta (líkleg lausn ráðgátu)
4. Tilraun
5. Skráning gagna
6. Niðurstöður

• Metrakerfið er hluti af alþjóðlega einingakerfinu fyrir mál og vog í vísindum (SI kerfinu)

2. kafli

• James Joules; hann tengdi varma og orku og áliktaði að varmi væri ein tegund orku.
• Áður voru menn búnir að finna það út að allt efni væri gert úr litlum eindum, svo kölluðum sameindum.
• Sameindir eru svo gerðar úr enn minni eindum sem kallast frumeindir.
• Varmaflutningur fer fram á þrennan hátt
* Varmaleiðing – þá flyst orka (varmi) frá einni sameind til annarar með beinni snertingu
* Varmaburður – á sér einungis stað í straumefnum. Við hita hreyfast sameindir hraðar.
* Varmageislun – þá er orkan í mynd ósýnilegra innrauðra geisla og flyst þannig í gegnum tóm.+

• Hreyfiorka:
- Hlutir sem eru á hreyfingu geta framkvæmt vinnu
- Hlutur á hreyfingu býr yfir orku, hreyfiorku.
• Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameinda í efni.
• Hitamælir er mælitæki sem mælir hita
• Við notum celsíusgráður til að mæla hita, það mælikerfi byggir á fasabreytingu vatns.
0°C = Vatns frýs, kemst í fastan ham.
100°C = Vatn sýður, fer úr fljótandi ham í loftkenndan ham

• Mælieining í SI kerfinu fyrir hita er hins vegar Kelvin (°K)
0°K miðast við Alkul (-273°C)
• Ef breyta á °C í °K er 273 bætt við Celsíus töluna (10°C + 273 = 283°K)
• Ef breyta á °K í °C er 273 dregið frá Kelvin tölunni (10°K – 273 = -263°C)
• Hitaþennsla; því meiri sem er í ákveðnum hlut, því meiri hreyfiorka er í sameindunum.
• Sú staðreynd að efni þenjast mis mikið út við hita er notuð til að gera tækið tvímálm
• 1 kaloría er sú orka sem þarf til að hita 1 gramm af vatni um 1°C (úr 14,5°C í 15,5°C)
• Það hversu vel efni taka við varma kallast eðlisvarmi
• Varmi er ekki það sama og hiti.
• Hiti er mælieining á meðal hitastig
• Varmi grundvallast á þeim massa sem er til staðar
5 g. af 90°C heitu vatni búa yfir meiri varma en 1 g. af 90°C heitu vatni
• Lögmálið um varðveisku orkunnar
-hvorki er hægt að skapa orku eða eyða orku, aðeins breyta um mynd hennar.
• Hús eru hituð með:
-kolum, olíu og tré
-jarðvarma og rafmagni
• 85% húsa á Íslandi notar jarðvarma
• Jarðvarmi er notaður í húshitun, raforkuframleiðslu, ylrækt og lítilsháttar í iðnað
• Með einangrun er dregið úr hitatapi í upphituðum húsum.
• Kælikerfi nota ýmis efnasambönd í fljótandi formi svo kallaðan kælivökva.
Kælivökvinn er hvarfgjarn og þurfa ekki mikinn varma til að breytast í lofttegund.
Þeir draga í sig varma úr umhverinu til fasaskipta (hamskipta) og kæla þannig loftið.





Lifandi Veröld

1. kafli

• Elsta flokkunarkerfið yfir lífverur var gert af heimspekingnum
Aristótelles. Hann skipti öllum lífverum sem hann þekkti í þrennt:

1. Dýr sem geta flogið.
2. Dýr sem geta synnt.
3. Dýr sem geta gengið á þurru landi.

• Carl von Linné var uppi á 18 öld, og eyddi ævinni í að flokka
lífverur upp á nýtt eftir skyldleika og gefa þeim latnesk nöfn.
Hann skipti öllum lífverum í tvennt ríki plantna og ríki dýra, og
síðan í æ smærri einingar.

• Tvínafnakerfi Linnés:
Hver tegund ber tvö latnesk nöfn, það fyrra er heiti ættkvíslar en
það seinna er heiti tegundar. (dæmi: homo sapiens = maðurinn)



Núverandi flokkunarkerfi lífvera:
Ríki, fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og tegund.
Tegund: Hæfileikinn til að æxlast og eignast frjó afkvæmi.


Um veirur:
Veira er aðeins búin til úr þrem hlutum;
prótein hjúp - erfðaefnum (RNA) - þráðum, þær lifa ekki sjálfstæðu lífið utan hýsilsins.
Veira fjölgar sér þannig að hún laumar erfðaefni til hýsilsins.
Eftir það getur hún legið í dvala jafnvel í langan tíma.
Skyndilega yfirtekur erfaefni veirunnar starfsemi frumunnar og neyðir hana til að framleiða
nýjar veirur þar til hýsillinn springur.


Dreifkjörningar:

• Alltaf einfrumu.
• Hafa ekki kjarna heldur dreifist erfðaefnið um frumuna.
• Kallaðir gerlar eða bakteríur.
• Gerlar hafa flesta einstaklinga allra tegunda á jörðinni.
• Gerlar geta lifað svotil hvar sem er.
• Þeir lifa í vatni, lofti, í jarðvegi og á líkömum annarra lífvera.
• Þeir finnast jafnvel við gífurlegt frost og í allt að 250° hita (þ.e. í hgverum)
• Gerlar hafa frumuvegg, utan um hann hafa þeir slímhúð.
• Innan veggjarins hafa þeir hafa þeir svo frymið og í því er erfaefnið ásamt ýmsum frumulíffærum.
• Gerlar afla sér orku á fjölbreyttari hátt en nokkur önnur lífvera, t.d. með því að éta aðrar lífverur, flestir í þeim flokki eru rotverur.
• Sumir gerlar geta ljóstillífað, þ.e.a.s. unnið orku beint úr sólarljósi, þeir eru frumbjarga.
• Gerlar fjölga sér með skiptingu
• Ef umhverfið verður óhagstætt mynda gerlar dvalgró, sem er hvorki dautt né lifandi, um leið og
skylirðin verða hagstæðari lifnar gerillinn aftur.
• Bóluefni eru gerð úr dauðum eða veiluðum veirum.


Kafli 3.


• Fumverur eru einfrumu lífverur sem hafa frumukjarna.
• Frumuverur lifa flestar í vatni, bæði söltu og fersku eða í rökum jarðvegi.
• Frumverur eru til bæði frumbjarga og ófrumbjarga.
• Til eru frumverur sem geta verið bæði frumbjarga og ófrumbjarga eftir aðstæðum.
• Frumverur skiptast í þrennt:

1. Frumdýr.
2. Frumþörunga.
3. Slímsveppi.
• Fjórir helstu meginhlutar frumdýar eru:

1. Slímdýr.
2. Bifdýr.
3. Svipudýr.
4. Gródýr.

því miður á ég ekki fleiri glósur á tölvutæku formi…