Að Læra Undir Danskt Samræmt Próf Jæja, Hver kannast ekki við það vandamál að kunna ekki og geta ekki lært undir dönskupróf? ef fólk er í smá vandræðum með að læra undir danskt samræmt próf þá koma hérna nokkrar ráðleggingar. vona bara að þær nýtist ykkur….

Einni ber að nefna að ég fékk mikið af þessum ráðleggingum frá gömlum dönskukennara sem ég passa hjá.

Eg geri ráð fyrrir því að flestir 10 bekkingar hafi verið í bókinni Superdansk og þið getið nýtt ykkur hana heilmikið…

Gerið smá á hverjum degi, ég veit það er prófavika, en það getur hjálpað að fá sér smá hvíld frá öðrum prófalestri, líka þar sem þetta er ekki mikið. :)

Lesið Kafla í Superdansk + skoðið glósurnar ykkar

Skrifa bréf/tölvupóst til ímyndaðar dansks pennavinar (gott ef þið getið látið e-n lesa það yfir) þetta þarf bara að vera ein til fjórar línur, þetta er bara gert til að koma danskri hugsun á stað.

Dæmi um hvað þið getið haft á þessum línum:
Hvad jeg har på i dag?
Hvad jeg har lavet?
Hvad laver jeg til sommers?
Mine venner….

Læra 5 löng orð sem maður getur nánast verið viss um að nota í rituninni
Dæmi: Yndlings, selvfölgeligt, Pludseligt, bestemmte

Læra 5 – 10 óreglulegar sagnir á dag :) (uppáhaldið okkar)

Það sem við bara verðum að kunna eru Dagarnir, tölurnar, mánuðirnir, algengar forsetningar ( i morges, om søndagen, fredag, til sommer osv.), uppsetningar á sendibréfum, “góð” orð í stíla (sem áður hefur komið fram)

Leskaflar í Superdansk sem mælt er með að við lesum vegna orðaforða:
Bls 5, 6, 17, 18, (27,28), 45, 46, 47, 59 – 61, 74 – 75. sumt (sirka 10) á bls 76,77,103,105 og 106

Úr þessum köflum skulið þið:
skrifa tvær setningar, hvort sem það er beint uppúr bók eða bara úrdráttur.

Skrifa niður orð sem þið viljið læra betur :)

Því meira sem þú lest því betra. :)


Þá er það blessaða málfræðin ;)

Hér eru tvær síður þar sem þið getið unnið gagnvirkar danskar málfræði æfingar :)

http://www.fsu.is/vefir/elisav/malfraedivefur

http://www.skolavefur.is/_opid/_valmynd/danska/#malfraedi




Kunna grein, tölur, fornöfn(persónufornöfn), nútíð og þátíð algengra sagna.

Passa:fleirtölu á fornöfnum
Dæmi: Mine Söde söstre

Passa: Þátíð Sagna

Passa: Orðaröð (oft viljum við hafa orðaröðina í dönsku eins og orðaröðina í ensku, en það er líklega betra að hugsa orðaröðina eins og hún er á íslensku)

Passa: når/da (þegar)

Hlustun:
Farðu t.d. í gegnum hlustun frá samræmdu prófi frá því í fyrra og fleiri. Hlustanir eru á
http://www.namsmat.is og á http://www.skolavefurinn.is

Þú getur líka horft á danskar bíómyndir þó það sé kanzke heldur stutt í þetta, myndi ég líklega einbeyta mér að öðru frekar, en ef þú ætlar að hvíla þig smá, sakar ekki að horfa á eina danska :)

Jæja svo er það bara prófavikan framundan og vil ég óska öllum 10 bekkingum sem próf munu taka góðs gengis :) við lærum aldrei nógu vel undir próf, það er staðreynd, og finnst okku maður alltaf geta gert betur :)

En þetta ætti ekki að vera eins erfitt og kennarar, foreldrar, systkini og við sjálf höldum, förum bara vel undirbúin í prófin og þá ættum við að spjara okku :)

Vi Ses :)
__________________________________