Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nauðgunarlyf (36 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ég horfi á eftir þér niðurlægð(ur), svívirt(ur), dofin(n) Með ósk um að þú hverfir, að þú hafir jafnvel aldrei fæðst. það væri gott ef þú lægir hér en ekki ég á blautri, kaldri jörðinni með gras á milli rasskynnana með sál sem þarf tafaralausa endurlífgun. Þú skildir ekkert eftir þig nema Martraðir, hræðslu og sálarmorð. (mundu mig) ég man þig alla tíð og tíma. Á ónefndum stað á íslandi er bar sem ber fram drykkinn “nauðgunarlyf”. Einu ári eldri frænka mín lýsti honum fyrir mér sem frábærum...

Til þín ástin mín (16 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Í misheppnaðari tilraun reyndi ég að skrifa ljóð um hvernig það er að Sofa hjá þér Vakna með þér Vaka með þér Lifa með þér Ég gerði tilraun til að skrifa um hvernig það er að Kyssa þig Kitla þig Faðma þig Elska þig með húð og hári Og svo loksin tilraun til að skrifa um það hversvegna ég elska Hlátur þinn Bros þitt Augun þín Snertingu þína Á tilraunarstofu ljóðagerðar minnar urðu mistök, vegna ofnotkunar orða eins og yndislegur, æðislegur, frábær. Og þá einkum vegna ljóðlína á borð við ég...

....... (4 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Með tilfinningaþrungnu augnarráði lít ég á þig en Þú sérð mig ekki með vörum mínum segi ég fyirgefðu en Þú heyrir ekki í mér. Með höndum mínum snerti ég þig en Þú finnur það ekki. Fyrir þér, gæti ég allt eins verið dauð.

Ástar þakkir fyrir eldamennskuna (3 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Og mikil lifandi ósköp langaði mig að verða vinur þinn, kanski ef þú hefðir talað við mig undir öðrum kringumstæðum. Ég lá í fanginu á þér, nakin, bæði á líkama og sál, búin að upplifa mest rómantíska andartak lífs míns.Ekki það að þau hafi verið mörg, þetta var bara svo öfga falleg stund. Með lokuð augun brosti ég, þú leist á mig, horfðir á mig í töluverða stund og sagðir við mig að þú héldir að hugsanlega ættum við bara að vera vinir. Jú, sannleikurinn felur sig ekki, það er samt vitað að...

Ástar þakkir fyrir eldamennskuna. (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hve lifandi ósköp langar mig til að semja ljóð um þennan tilfinningalega hrærigraut sem þú eldar handa mér með stakri prýði

Ég vil! (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég vil vera alveg ógeðslega flott að íþróttir séu nó problem og sigur sé daglegur Ég vil vera ríkari en Bill Gates eiga einkaflugvél og hafa sundlaug í garðinum Ég vil vera blikið í augum þínum innblástur ljóða þinna og sláttur hjarta þíns.

Launamismunur ekki réttlætanlegur (12 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég veit að þetta mál er pínu þreytt og allir orðnir pirraðir á umræðuni, en ég var að lesa yfir ræðu sem ég var að gera fyrra haust og langaði að deila henni með ykkur, vona að ykkur líki hún og ég vona að það séu engar rökleysur eða annað slíkt í henni. Njótið :) Kæru samnemendur (hugarar í þessu tilviki). Fyrir 30 árum mótmæltu fjöldi kvenna misrétti, þá var mikið mótmælt hinum kynbundna launamismuni, þá var sagt að konur þyrftu meira nám og þá myndi þetta lagast. Nú 30 árum síðar hafa...

Sköpun (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég verð að skapa, Skapa til að sýna Skapa til að skapa Skapa þig Skapa þig eins og ég vil þig Skapa þig á blað Skapa þig eins og þú ert ekki. Óska þess að þú verðir,verðir minn.

Myrkur (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Þegar þú lokar augunum, sérðu ekkert nema myrkrið sem felur drauma þína.

Lýðræði (0 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 1 mánuði
Án trúarinnar, væri ég eins og krókódíll í níðþröngu fiskabúri. Án skoðana, væri ég eins og ísbjörn fastur í sahara eyðimörkinni. Án tjáninga, væri ég eins og fugl vængjalaus á tunglinu

Eldurinn og ég (11 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég stend og horfi í eldinn, í fyrsta skipti á æfinni er ég ekki hrædd um að glóðirnar fari í augun mín, tárin eiga hvorteðer eftir að stöðva ferð þeirra. Ég stend bara og horfi, það er líka fátt annað sem ég get gert, stend ein, en er þó í kringum fullt af fólki sem ég þykist þekkja… “Flestir menn eru slæmir” sagði einn af þessum grísku heimsspekingum, sumir eru ósammála þessu en ég ég þó sammála þessu, sem hræðir mig, því að í leiðinni er ég að segja að ég sé slæm, þó að hann hafi sagt...

Reiði (2 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Í eitt andartak eitrast hugur minn Og ég eigra þarna um Í hugsunum Sem hafa engin takmörk Í eitt andartak stöðvast heimurinn Og allt sem ég finn er reiðin, í blóði mínu, í sárum mínum, í huga mínum og reiðin sem veit ekki einu sinni hver ég er. Í eitt andartak fer heimurinn af stað Og orðin sem biðu Streyma upp á yfirborðið Og valda þar miklum skaða. Í eitt andartak er allt hljótt Og reiðin sem var als ráðandi er farin í bili Og í staðin kemur þessi yfirþyrmandi eftirsjá.

..... (7 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þúsundir væmna orða, sem allir hafa svo oft heyrt áður. milljón væmnir textar, sem allir eru eins. En samt er ég engu nær, hvort þetta sé ást og ég sem hef lesið allt um hana….

Spenna, þrá, eftirsjá. (5 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Spenna, augu mætast, Spenna, varir mætast… Snertingar, þrá, spenna. Áfengið hafði sín áhrif. Svo í morgun, var þetta allt liðið hjá. Eftirsjá, augu mættust. Eftirsjá, afhverju? Og einhvernvegin, Gátum við hvorug, fengið okkur til að segja “rosalega vorum við full” Því innst inni vissum við það, að okkur ætti ekkert eftir að líða betur, Því jú, það er engin afsökun.

Einmanaleikinn (12 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Finnuru það þegar kaldur vindurinn snertir kynnar þínar… Hver rosalega ósjálfbjarga og máttlaus þú ert? Finnuru það þegar sá sem elskar þig smellir kossi á varir þínar… Hve heitt þú vilt getað elskað á móti? Finnuru það þegar hálkan steypir þér niður á blauta götuna. Hve sárt það er að hafa engan til að hjálpa manni upp? Finnuru það þegar þú situr í myrkrinu með þegjandi gsmsíma í fanginu. Hve heitt þú óskar þess að einhver hringi? Finnuru það þegar þú faðmar vini og heilsar þeim… Hve lítið...

Áhyggjuleysi æskunnar. (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hvert fóru þeir tímar? Þar sem maður sat, Á stigatröppunum heima. Áhyggjulaus um lífið og tilveruna, Áhyggjulaus um framtíðina. Hve oft höfum við ekki spurt okkur að því? En það sem við áttum okkur ekki á, Er að við vorum aldrei áhyggjulaus. lífið, tilveran og framtíðin, hafa alltaf verið okkur áhyggjuefni. Við bara höldum annað. Því við einfaldlega munum ekki.

Nafnlaust ljóð um djöfulinn og Guð (5 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Margoft munið þið sjá, hinn slæga í mannsmyndum. Þó gæti það verið Guð að tjá, reiði sína á mannana syndum. Til Djöfullsins hefur margoft sést drepandi fólk og pína. Þó þykir þeim myrka það lang best, að sverta sál þína. Ó drottinn! Afhverju hafið þér falið yður? stríð og dráp, börn soltin, hvar er yðar guðdómlegi friður? Hefur þú yfirgefið mennina, eða hafa mennirnir yfirgefið þig?

Sögu Glósur Fyrir Samræmt Próf (88 álit)

í Skóli fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Jæja þá kemur þetta langa :) með öðrum orðum Sagan :) Við verðum að kunna helstu ártölin í lífi Jóns Sigurðssonar (sem þið bara verðið að vita hver er) JÓN SIGURÐSSON 1811 – Jón fæðist, 17 júní á Hrafnseyri við Arnarfjörð (fyrir vestan) 1829 – Tekur stúdentspróf í Reykjavík 1830 – Hefur störf sem ritari Steingríms biskup Jónssonar 1833 – Hefur nám í Kaupmannahöfn, hann valdi nám í málfræði. 1835 – gerist styrkþegi í Árnasafni og aðstoðarmaður. 1837 – Jón verður varaforseti hins íslenska...

Fyrir samræmt próf í samfélagsfr. Hluti I (50 álit)

í Skóli fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Jæja elskurnar, þá að sjálfsögðu þið sem stefnið á samræmt próf í samfélagsfræði. Hér á næstunni ætla ég að koma með ferlega langar glósur, ferlega mikið af dóti, sem tengist bæði sögu og landafræði, þetta fékk ég útum allt, þó aðallega með þetta allt í möppu (glósurnar þá) og skrifa ég svona meginatriðin upp : ) Þetta er allt rosalega mikið, við kunnum þetta nú bara mest allt, annað er bara auðvelt að læra (eða það skulum við vona) í þessum fyrsta hluta eru glósur úr landafræði...

U.þ.b allt sem kunna þarf fyrir enskt samræmt próf (61 álit)

í Skóli fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Jæja, hér er líklega allt sem kunna þarf fyrir samræmt próf í ensku :) ef þið eruð klár á þessu öllu eru þið greinilega klár á öllu, það eru útskýringar með og svo er bara að leita sem af meiri upplýsingum sem ætti ekki að vera mikið mál :) Gangi ykkur vel :) Helstu atriði sem hafa ber í huga • Sagnir • Núþálegar sagnir • Eignarfall • Spurningar • Forsetningar • Nafnorð • Lýsingarorð • Ritun SAGNORÐ 3. persóna •3. persónu ess - He sits in the sofa •Í ensku bætir sögn í 3.p et. við sig –s–...

Gátlisti Fyrir Íslenskt Samræmt Próf (60 álit)

í Skóli fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Jæja, þar sem það er íslenskt samræmtpróf á mánudaginn næsta ætla ég að gera tilraun til að koma með gátlista inná svæðið :) Í ykkar sporum myndi ég c/p þetta og setja inní word og þaðan vinna úr þessu, þetta er langt, enda mikið námsefni sem við höfum unnið þessi 3 ár :) Gátlistinn er úr glósunum mínum, glósum frá kennurum, Málfinni, íslenskubókunum og þetta er allt sem kunna þarf fyrir samræmt próf, ég lét íslenskukennarann minn lesa yfir þetta og hann hafði ekkert við gátlistan að bæta,...

Að Læra Undir Danskt Samræmt Próf (56 álit)

í Skóli fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Jæja, Hver kannast ekki við það vandamál að kunna ekki og geta ekki lært undir dönskupróf? ef fólk er í smá vandræðum með að læra undir danskt samræmt próf þá koma hérna nokkrar ráðleggingar. vona bara að þær nýtist ykkur…. Einni ber að nefna að ég fékk mikið af þessum ráðleggingum frá gömlum dönskukennara sem ég passa hjá. Eg geri ráð fyrrir því að flestir 10 bekkingar hafi verið í bókinni Superdansk og þið getið nýtt ykkur hana heilmikið… Gerið smá á hverjum degi, ég veit það er prófavika,...

Endalaust? (0 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Djúpt inní sal sálarinnar, Virðist stundum aðeins vera myrkur Maður horfir í kringum sig Og þykir myrkrið vera endalaust. En svo kemur þú Og einhversstaðar, Inní endalausa myrkrinu, Segir einhver mér að það sé ekkert endalaust. Því ég sá ljósið, þegar ég sá þig. Þú komst með ljós þar sem ekkert ljós gat lyfað. En ekkert virðist vera eylíft, Því svo fórstu og sálin mín fór með þér, Ljósið dó. Kanzke er eftir allt, eitthvað til sem heitir endalaust.

Hakakrossinn (Swastika) (58 álit)

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hakakrossinn er eitt af elstu táknum sem vitað er um, eða um það bil 3000 ára gamall. Þó svo að Nasistar hafi notað táknið til að drepa margar milljónir manna er upphaflega merking táknsins þó ekkert nema góð, en það er einmitt spurningin sem menn eru mikið að velta fyrir sér bæði eftir heimsstyrjöldina síðari og núna í dag, hvort að merking táknins hafi neikvæða merkingu eða jákvæða. Eins og áður hefur komið fram hefur Hakrakrossinn verið notaður í um það bil 3000 ár eða frá því þúsund...

Bjarvætturinn (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
Ég vil týnast, týnast í myrkrinu, og svo vil ég finnast, finnast í byrtuni. en ég vil ekki sjá þig á hvítum hesti með sverð svo bjart að ég sjái lítið annað, þegar himinn er hvort sem er svo bjartur, að sjón mín skerðist. því ef þú ert á hvítum hesti, í ljósum fötum og með bjart sverð, á ég hvort sem er ekki eftir að sjá fegurð þína. Komdu frekar á svörtum hesti og í dökkum klæðum, þannig að ég sjái þig sem best.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok