Ég ákvað að fræða mig aðeins um lesblindu, af þeirri ástæu að ég er sjálfur lesblindur. Að mér hefur skilst eru allmargir sem eiga við þetta vandarmál að stríða hér á Huga, og datt mér þá í hug að fræða nokkra um þetta vandarmál hér er smá til vitnun úr íslenskir þýðingu af bókinni ”The Gift of Dyslexia” eftir Ronald D. Davis, íslenska þýðingin á þessari bók kallast ”Náðargáfa lesblindra” og er gefin út af lesblind.com
3. Kafli
Áhrif skynvillu
Skynstilling er það að vita hvar maður er staddur miðað við umhverfið. Skynstilltur maður áttar sig á umhverfni sínu og setur sig í rétt samhengi við það. Hann skynjar umhverið frá sjónarhorni, sem er í samræmi við ytri aðstæður. Siglingafræðingur á skipi eða í flugvél sér um að ákvarða staðsetningu skipsins eða flugvélarinnar miðað við umhverfið.
Menn stilla sig sjónrænt með því að horfa á heiminn með tvemur augum. Heilinn fær myndir af heiminum frá þeim báðum, ber þær saman og nota muninn á þeim til að mynda þrívíða, huglæga mynd sem gefur fjarlægð til kynna. Á sama hátt fá eyru svolítið mismunandi upplýsingar um heiminn sem þau senda til heilans. Hann ber þær saman og þannig er ákvarðaðúr hvaða átt hljóðið berst. Þessi tækni kallast þrihyrningamæling. Sama tækni er notuð í siglingafræði.
Punktarnir sem notaðir eru til viðmiðunar í sjónskynjun eru ekki í augunum því að þar er um tvo aðskylda punkta að ræða. Í raun er viðmiðunarpunkturinn huglægur “skjár” í heilanum. Almennt finnst að það horfi á heiminn frá stað einhvers staðar bak við augun.
7. Kafli
Stafsetning
Erfiðleikar lesblindra í tengslum við stafsetningu orsakast að mestu leyi af skynvillu. Skynvilltur einstaklingur sér orðið frá mörgum sjónarhornum. Ekki er aðeins horft á orðið framan frá, aftan frá og á hvolfi, heldur er það slitið í sundur og sett saman á ný á allan mögulegan hátt. Þriggja stafa orði eins og “mús” má raða saman á minnsta kosti 40 mismundandi vegu og þar af eru aðeins sex útgáfur þar sem stafirnir eru ekki speglaðir (sjá mynd bls. 117).
Reyndar nást þessi 40 afbrigði með því að endurraða stöfunum í aðeins tveimur víddum. Lesblindir sjá stafina oft í þrívídd, líkt og þeir svífi í lausu lofti. Slíkt hefur í för með sér óteljandi ný sjónarhorn og þar með nýjar útgáfur. Haft er eftir lítilli stúlku að stafirnir hafi skriðið af blaðsíðunni og falið sig í teppinu.
Reglur án reglu….
Það getur verið ergilegt að kenna nemanda stafsetningarreglurnar vegna þess hve margar undantekningar eru frá hverri þeirra. Eitt af hverjum sex orðum í ensku er stafað óreglulega, þannig að það passar ekki við framburðarreglurnar. Ef reynt er að kenna lesblindum einstaklingi stafsetningarreglurnar að lokinni leiðréttingu kann vel að fara svo að honum vegni verr í stafsetningu. Ástæðan er sú að á stafsetningarprófum er oft gáð að því hvort nemandi kunni undantekningar frá reglunum. Fari hann nákvæmlega eftir þessum reglum verður útkoman úr prófinu hörmung.
9. Kafli
Skriftarörðuleikar
Þegar lesblindur á í erfiðleikum með að skrifa er það kallað rithömlun eða skrifblinda. Hún tengist skynvillu. Nokkrar ástæður eru fyrir skriftarörðuleikum. Í sumum til fellum er léleg skrift notur til að leyna stafsetningarvanda eða öðrum göllum. Í öðrum til fellum er hún kominn fram vegna þess einfaldlega að hinn lesblindi er skynviltur þegar skriftarleiðbeiningar voru gefnar.
Mér finnst margur hafa gagngrínt lesblindu hér á huga í gegnum skoðanir á grinum annara, ekki veit ég svo sem hvað þeir hafa frætt sig um lesblindu en, að mínu mati ættu að lesa þessa sig til áður en þeir fara að tjá sig.
Þeir sem lesblindir eru og eru að skrifa greinar eða korka hér á huga ættu að fá smá virðingu fyrir það eitt að gera sig besta, en ættu ekki að verða fyrir sterkri gangrýni frá þeim sem ekki hafa þetta vandarmál.
Ég hef aldrei verið góður í stafsetningu, en ég vona að ekki séu margar villur í þessu hjá mér, því það virðist fara eitthvað í taugarnar á sumum, svo held ég að það spili eitthvað inní að þeir sem eiga ekki í vandræðum með stafsetningu séu örlítið montnir af því, e hvað veit ég þetta er bara mín skoðun, hvað er ykkar?