Skátaskálar og mikilvægi þeirra Skátaskálar geta verið grundvöllur fyrir því að virkir skátahópar myndist innan félaga. Reynslan mín er sú að í kringum 14-16 ára aldur þá var ég meira og minna í útilegum með virkustu skátum höfuðborgarsvæðisins í hinum ýmsu skálum. Ég er ekki í vafa um að þessi tími hafi verið sá sem réði úrslitum að ég hélt áfram í skátastarfi. Ég hef einnig heyrt svipaða sögu frá öðrum skátahópum í kringum minn aldur. Skátaskálar og aðgengi að þeim getur því spilað lykilhlutverk í skátastarfi.

Sem betur fer leyfa flest öll skátafélög skátum úr öðrum skátafélögum að leigja sína skála. Þannig gefst öllum skátum kostur á að fara í útilegur á mismunandi stöðum, enda er lítið gaman að labba um sama umhverfið í þrjú ár. Munið bara að að geta leigt skála frá öðru skátafélagi eru forréttindi en ekki sjálfsagður hlutur. Til að þetta fyrirkomulag geti gengið til lengri tíma er nauðsynlegt að gestir skálanna gangi vel um þá og skilji við þá betri en þeir komu að þeim. Þetta hefur ekki alltaf gengið eftir og hafa skátafélög stundum neyðst til að takmarka aðgengi að skálum sínum, en það er útúrdúr.

Á síðasta áratugi voru margir skátaskálar í mikilli niðursýslu. Máli mínu til stuðnings get ég nefnt Dalakot, Kút, Skýjaborgir, Hverahlíð, Valhöll, Skátalundu, Þrist o.fl. Nú á síðustu árum hefur verið dyttað að mörgum þessara skála og sumir gerðir upp. Dalbúar (*hóst Hamar hóst*) byrjuðu að gera upp eina hlið í einu á Dalakoti og er nú einungis ein hlið eftir. Skýjaborgir voru því miður brenndar. Hverahlíð var gerð upp, Valhöll er í uppgerð hjá eldri Rekkaskátum og dittað hefur verið að Þristi.

Það er ekki gott að segja hvað varð til þess að skátafélög urðu meðvitaðri um nauðsyn þess að halda við skálunum en væntanlega hefur aukin velmegun í samfélaginu spilað þar rullu en mörg skátafélög hafa notið góðs af styrkjum undanfarin ár. Einnig er rétt að benda á að sú kynslóð sem notaði skálana hverja einustu helgi á unglingsárunum er núna vaxin eða að vaxa úr grasi og sitja margir í ráðum eða stjórnum skátafélaga og geta þar af leiðandi haft áhrif á ákvarðanir sem tengjast skálunum.

Einn skáli er í miklu uppáhaldi hjá mér, en það er Hverahlíð í eigu skátafélagsins Hraunbuá í Hafnarfirði. Hraunbúar hafa nú verið duglegir að gera upp skálann eftir áfall sem skátafélagið varð fyrir árið 2006 þegar annar skáli félagsins, Skýjaborgir, var brenndur. Margt hefur verið gert í Hverahlíð til að gera skálann sem bestan;
• Byggður hefur verið pallur fyrir utan skálann
• Sett upp fánastöng
• Byggður lúxus-kamar
• Skipt um rúður
• Skálinn málaður utan og innan
• Lagt parket
• Skipt um eldhúsinnréttingu
• Skipt um húsgögn
• Nýjar dýnur
• Listar lagðir
• Ný kamína
• Skipt um hluta af tréverki að utan
• Látið 12V rafmagn með sólarsellu með nýju ljósum
• Nýr ísskápur
• ofl.
Skálinn er því orðinn einn af best búnu skátaskálum á landinu.

Í nágrenni skálans er nánast allt sem skátinn getur hugsað sér, vatn, fjöll, hverir, heitur pottur og margt, margt fleira. Það er ekki alvöru Hverahlíðarútilega nema farið sé í pottinn, en potturinn er í göngufæri frá skálanum. Til að komast að pottinum er farið út að Krýsuví kurveg og labbað í átt að Krýsuví k í smá tíma og beygt til hægri á litlum vegslóða. Þar er hin svokallaða Hraunbúalaug en hún varð margfræg þegar Sí¬minn tók upp kollektauglýsingarnar sínar þar.
Skálinn er á tveimur hæðum og er efri hæðin svefnloft. Á neðri hæðinni er svo eldhúskrókur, anddyri og rúmgott rými til að sitja saman og borða, spila eða gera hvað sem er. Skálinn er hitaður upp með kamínu og lýstur upp með 12 volta sólarrafhlöðum. Símasamband er mjög takmarkað en þó eru nokkrir punktar á svæðinu þar sem hægt er að ná sambandi.

Ég mæli því með að þeir virku skátahópar sem enn eru til taki sig saman og skelli sér í útilegu í Hverahlíð. Ég vill ennfremur hvetja þá hópa að fara ekki bara í Sof-ét útilegu heldur einnig kíkja í hike upp á Gullbringu eða sveifluháls. Kort af svæðinu fást víða, t.d. í Eymundsson í Kringlunni. Hægt er að koma með fyrirspurnir eða panta skálann í gegnum tölvupóstfangið hverahlid hjá hraunbuar.is