Vilt þú starfa í öflugri hjálparsveit? Hjálparsveit skáta í Reykjavík heldur nýliðakynningu sína þriðjudaginn 2. september næstkomandi kl 20.00 í glæsilegu húsnæði sínu að Malarhöfða 6 (M6). (beint fyrir ofan Ingvar Helgason).

Fyrst verður kynning á nýliðastarfinu og starfi sveitarinnar almennt. Síðan verður boðið uppá veitingar og húsnæði, tæki og búnaður sveitarinnar sýndur. Formenn hópa verða á staðnum og svara spuringinu um sinn hóp. Í lok fundarins geta þeir áhuga hafa sótt um inngöngu í nýliðahóp sveitarinnar. ATH til að hefja nýliðaþjálfun þarf fólk að amk á 17. ári (fædd 1991 eða fyrr).

Kíktu endilega á eina stærðstu og best búnu hjálparsveit á landinu, og sjáðu hvort hún er ekki eitthvað sem þér líst vel á.

HSSR var stofnuð árið 1932 og er þetta því 76. starfsár hennar. Sveitinn sérhæfir sig fyrst og fremst í leit og björgun á landi. En hún hefur mjög öfluga fjallabjörgunar-, leitartækni-, fyrstu hjálpar- og tækjahópa.

Sveitin er mjög vel tækjum búin, mikil endurnýjun hefur átt sér stað á búnaði undanfarin ár. Sveitin á 2 nýja 44 tommu patrol jeppa, 2 ný fjórhjól, 10 vélsleða, nýjan risavaxinn vörubíl, án efa öflugasta snjóbíl landsins og fleiri ökutæki. Mikið er til af búnaði til klifurs og fjallaferða, tjöld, belti, axir, línur o.þ.h. Húsnæði sveitarinnar er einkar glæsilegt, en það var byggt sem björgunarmiðstöð. Þar er að finna 8 metra háan klifurvegg, gufubað, búningaaðstöðu, tækjageymslu, félagsaðstöðu með tölvum og fleiri fínheit.

Ef þú hefur minnsta áhuga á útivist og góðum félagsskap þá hvet ég þig til að kíkja á okkur. Ég kíkti á þetta sjálfur fyrir 7 árum síðan og sé svo sannarlega ekki eftir því.

kv
Baldur Skáti
formaður tækjahóps HSSR
Baldur Skáti