Nahqadah
Í Stargate-heiminum er ekki óalgengt að heyra orðið nahqadah, borið fram nahkvada. Nahqadah er fágætt frumefni með gífurlegan frumeindamassa og er fengið úr námum á hinum ýmsu plánetum og oft orðið valdur að miklum deilu málum sem verða þó ekki til umræðu hér. Vegna hinna margslungnu eiginleika nahqadah er það mjög mikið notað í háþróaðri tækni, t.d. eru Stjörnugættirnar nánast einungis úr nahqada og flest ef ekki öll vopn Goa‘uld notast við nahqadah. Hinir sérstæðu eiginleikar nahqadah gera því kleift að leysa úr læðingi gríðarlega orku og er nahqadah einnig vinsælasti orkugjafinn í heimi Stjörnugáttanna. Til eru fleiri gerðir nahqadah; vökvaforms nahqadah, notast t.d. í stafvopn Jaffa, og þung-nahqadah sem notast t.d. í AG-3 vopna gervihnetti Goa‘uld. Þá má einnig nefna fjórða formið en það er vopnauppfærslu nahqadah, sem er jafnvel enn verðmætara en nahqadah og notast stundum sem gjaldmiðill, en einnig er það einstaklega þungt en það þarf tvo jaffa til þess að lyfta því magni sem samsvarar venjulegum múrsteini. Nahqadah er ofurleiðari.
Nahqadriah
Einstaklega óstöðug samsæta af nahqadah er nahqadriah, sem framleiðir mun meiri orku og þar af leiðandi öflugri sprengju möguleika. Nahqadriah gefur frá sér mikla geislun sem leiðir til dauða, en í smærri skömmtum ólífshættulega heilaskaða. Orkan sem nahqadriah gefur frá sér getur umbreytt nálægu nahqadah í nahqadriah með keðjuverkandi áhrifum. Nahqadriah finnst eingungis af náttúrulegum ástæðum á einum stað í Mjólkurbrautinni en það er hjá Kelowna þjóðinni á plánetunni Langara. Nahqadriah gerir hinum jaðnesku X-302 orrustuflaugum til þess að hafa minni ofurdrifsvél en ella, en ofurdrifið er ófyrirsjáanlegt, óstöðugt og endist stutt. Hið jarðneska skip Prómeþeus X-303 hefur einnig nahqadriah ofurdrif.
Nahqadah-rafall
Nahqadah-rafall getur framleitt gífurlegt magn af hreinni orku. Þrátt fyrir þeirra smáu stærð (virðast 75cm langir og auðvelt að halda á þeim) getur einn rafall framleitt orku á við þrjú stór Kjarnorkuver. Þrátt fyrir það kemur það ekki nálægt þeirri stjarnfræðilegu orku sem ZPM framleiðir, en það þarf nokkra svoleiðis til þess að halda uppi orkuskjöldum hinna Ævafornu. Fyrsta jarðneska útgáfan af NR var smíðaður af Samantha Carter, að vísu með hliðsjón af Orbaniönskum teikningum. Sú útgáfa nýtist til þess að knýja áfram hina ýmsu jarðnesku tækni en hægt er að aðlaga rafalinn að framandi tækni.