Núna í mjög mörgum Sci-Fi seríum eru til svokölluð “ormagöng”, þau eru meðal annars í Star Trek, sérstaklega áberandi í Deep Space Nine seríunum. Í Stargate eru ormagöngin búin til með svokölluðum “stjörnuhliðum” eða stargates.
Ormagöngin draga nafn sitt af því að ef við ímyndum okkur alheiminn eins og epli, það tekur langan tíma að fara í kringum það en svo er hægt að gera eins og ormar, grafa sér göng í gegnum eplið og stytta leiðina til muna.
Ormagöng eru ekki bundin við það að fara hratt á milli staða, hægt er að nota ormagöng einnig til að ferðast í tíma og eru kenningar um að ég hægt sé að nota ormagöng til að ferðast á milli vídda. Auðvitað er þetta allt vísindaskáldskapur eins og er og ekki hægt að vita með vissu hvort einhverskonar ormagöng séu til í alvöru, við erum hreinlega ekki komin nógu langt í vísindum til að geta yfir höfuð giskað á það. En það má alltaf vona.
Ormagöng geta einnig færst í tíma, eins og sást í ormagöngum sem voru í Star Trek, TNG og Voyager. Þar var talað um ein ákveðin ormagöng sem höfðu fastan punkt Federation megin en hinn punkturinn færðist til í geimnum, en hægt var þó að draga endann til baka einhvernveginn svo vitað er að í þessum þáttum er hægt að stjórna ormagöngum. Eins og sést í Stargate geta þeir opnað ormagöng nærri því hvert sem er á milli tveggja “stjörnuhliða” en það krefst gífurlegs magns af rafmagni.
Jæja, fór á netið og ætlaði að reyna að finna vísindalegu skýringu, byrjaði að lesa, klóraði mér í hausnum og ákvað að hafa þetta bara einfalt :)
Allaveganna, í The Commonwealth Saga er talað um ormagöng til að tengja saman menningarheima, plánetur og stunda viðskipti án þess að þurfa að nota geimflaugar.
Jæja, það er skýringarmynd hérna og þetta er svona nokkurnveginn allt sem ég veit um ormagöng eftir að hafa horft á mismunandi Sci-Fi seríur.