Já ég er ekki neitt sokkinn inní þessa umræðu enn og myndi helst vilja link eins og ég nefndi áður að þessari Zeitgeist mynd, vinsamlegast :D Enda orðin svolítið forvitinn.
Ísis er ekki undir neinni útgáfu talin hrein mey.
Meydómur Maríu fær að liggja milli hluta því umræðan er hvort sögurnar samtvinna sig eða ekki.
Þetta hins vegar er ekki rétt. Þ.e. María og Ísis eru meginþættir í þessari samlíkingu og þar af leiðandi verður að taka þær fyrir.
Hvar er sagt að Ísis hafi eignast barn áður ? Allt sem ég hef lesið í dag bendir til þess að Horus hafi verið hennar eina barn. Og á einni síðu þá var sagt að í Book of Dead að þar standi að hún Ísis hafi skapað Horus úr anda Osirisar, og ef það er rétt þá er það strax einn stór sameiginlegur þáttur.
Og já eitt af nöfnum Ísis-ar er einmitt Isis Meri, Meri þá borið fram eins og Mary nema með “E”. En þar sem þessir sólguðir gengu undir fjölmörgum nöfnum þá er þetta spurningarmerki.
Heimild?
Því miður þá hef ég lítinn áhuga að safna saman heimildum nema ég sé að skrifa ritgerð. Ég googlaði þetta allt saman og fór á fjölmargar vefsíður ásamt því að vera á wikipedia. Ef þú vilt sjá það sem ég las googlaðu þá orð eins og: Horus, Horus' conception, Isis, Horus Jesus og fleira í þessum dúr.
En já það sem ég las um fyglismenn Horusar var að þeir voru 4 hálfguðir, 16 venjulegir fylgismenn og svo fjöldi af “Blacksmiths” en mér fannst það frekar slappt og hef bara lesið um þessa 16 og svo 4 hálfguði á öðrum stöðum.
*Des er einnig partur af tímakerfi sem kemur þúsundum ára eftir tíma Hórusar.
Hefðiru lesið það sem ég skrifaði vinur hefðiru séð að ég talaði um vetrarsólstöður. Hann er alltaf á sama tímabili eða um 20-25/26 Des. Þannig var tímatalið þá.
Svona án gríns, í fullri einlægni, þá hlýtur þú að sjá að í hvaða almennri yfirferð sem er, af viðurkenndum aðilum og sérfræðingum, af Egypskri goðafræði, að þá eru punktar Zeitgeist um Hórus algerlega rangir, sama hvernig þú lýtur á málið.
Ég bað einmitt um link svo ég gæti tékkað á þessu en hef séð lista sem er held ég voðalega svipaður því sem þú talar um og hann var jú illa studdur og nokkuð óljós en neðsti linkur sem ég gaf upp áður er nokkuð sem ég mæli með þar er Kristinn maður sem færir mótrök fyrir flestu en einnig segir hvað er sameiginlegt og það er góð umræða svo eftirá þar. En ég held að það sé ekki nóg bara að tala um samlíkingar á milli Horus og Jesús, þar sem að fyrir Kristna trú á þessu svæði var að gæta áhrifa frá fjölmörgum trúarbrögðum.
Hann er aðeins það fyrsta sem Zeitgeist tekur fyrir og þannig valin Random af mér til að sýna hvernig menn komast upp með léleg vinnubrögð og jafnvel sögufalsanir, því að almenningur nennir ekki að kynna sér málið.
Hér er ég sammála það er ekki hægt að byggja staðfasta skoðun á einungis einni hlið einhvers máls. Enda hef ég rætt svipað mál áður og myndað mína skoðun fyrir löngu sem er sú að Kristur var aldrei til eða ekki eins og honum var líst í Biblíunni en þú vilt forðast því að fara útfyrir efnið svo ég vil ekki fara dreifa því þangað.
En ég hins vegar vil benda á hvað það er margt við trúarbrögð sem stofnuð voru á þessum tíma, hvað það er margt tengt við stjörnufræðina og þyrfti ég að leita að einhverri góðri grein en nánast öll trúarbrögð byggjast á stjörnurnar.