Mér finnst kanski ekki vanta marga sem ég hefði valið, en í tiliti til þess hverjir eru þarna þá hugsa ég að það vanti aðra sem gerðu eitthvað jafn áhrifaríkt eða meira. T.d. Lenín og Trotský. Og fyrst Stalín er, þá finnst mér vanta Churchill og Roosevelt, og hvað er Eisenhower að gera þarna? Hann var vissulega klár hershöfðingi en afhverju er Rommel þá ekki þarna? Eða Zhukov eða Mannstein eða Montgomery?
Svo mættu Kastró og Gorbashov vera þarna. Og ef Kennedy er þarna útaf kúbudeilunni finnst mér Krushev eiga allveg jafn stórann part í því enda var það hann sem snéri skipunum við ef ég man rétt. Ég sé ekki hvað Tatcher er að gera þarna, eða Elvis Presley??? Fyrst hann er þarna afhverju eru þá ekki Bítlarnir þarna? (þá mér finnst hvorki Presley né Bítlarnir eiga heima á listanum)
Og svo ætlaði ég að segja Gavrilo Princip en ég tók svo eftir því að hann var þarna eftir að korkurinn var skrifaður.
Og síðast en ekki síst þá finnst mér George Bush eldri ekki eiga heima þarna. Mér hins vegar finnst sonur hans áhrifameiri, en hann kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en á 21.öld.
Ég er örugglega að gleyma einhverjum og endilega leiðréttu mig ef ég er að fara með rangt mál:)
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,
Sammála. Svo má heldur ekki gleyma hagfræðingum eins og Keynes og Hayek.
En ég sé annars að hann Dolli hefur hreinan meirihluta í könnuninni. Það myndi líklega ekki breytast þó könnuninni yrði breytt eitthvað, og reyndar er ég sammála þessu mati meirihlutans.
Bætt við 13. mars 2007 - 19:32
Eitt einn: Ég sé ekki Alexander Fleming, þann sem uppgötvaði Penisillín, á listanum. Það lif bjargaði ótöldum milljónum mannslífa.
Annars finnst mér varasamt að setja uppfinningamenn á listann, því allar líkur eru á því að aðrir hefðu fundið hið sama upp hefðu þeir ekki gert það, í mörgum tilfellum voru margir að vinna að svipuðum hlutum á sama tíma.
Áhrif persónuleika þeirra á söguna eru því kannski takmörkuð, ólíkt því sem oft gerist með stjórnmálamenn. Ég t.d. stórefast um að einhver annar hefði reist Þriðja ríkið (eða eitthvað svipað) hefði Adolf Hitlers ekki “notið við”.
_______________________
0