Hehe, nenni nú ekki að teikna kort, en “íslenski heimurinn” er einhvernveginn svona (með Ísland risastórt á miðju korti):
Skandinavía risastór á kortinu suð-vestur af okkur:
Við Noreg stendur: “Leiðinlegir olíu-ríkir andskotar sem bögga okkur þegar við reynum að stela fiskinum þeirra”.
Svíþjóð: “Óóóóþolandi monthanar, vinna okkur alltaf í öllu! Fökkin IKEA!”
Finnland: “Fyllibyttur eins og við, sem tala skrýtið mál og framleiða farsíma”.
Danmörk: “Köben, gamla borgin okkar… Hróarskelda, förum & dettum í’ða!”
Færeyjar: “Fyndnir litlir kallar”
Grænland: “Sí-fullir skrælingjar, flott land samt”
–
Svo rétt fyrir sunnan okkur Bretland: “Blessaðir Tjallarnir”
Þar fyrir vestan Írland: “Döbblinn, förum & dettum í´ða!”
–
Hinum megin við hafið,
Kanada: “Hey, við eigum frændur þarna, gott land!”
Bandaríkin: “Þessir Kanar eru klikk!” (og eflaust ýmislegt fleira mis-fallegt ;)
Skora á alla að koma með fleiri tillögur að þessu “íslenska heimskorti”, og ef einhver nennir, má hann að sjálfsögðu teikna það!
Við getum kannski kallað það “Sumarleik Sagnfræði” :P
_______________________