Auschwitz kafli V

Dr. Josef Mengele “Engill Dauðans”

Fyrri hluti.

Þegar ég sest loksins niður og kem mér til byrja að slá þessi orð á lyklaborðið á tölvunni minni og komið mér loksins í rétta gírinn eftir langa og mikla efnisleit sem spannar allt frá fornbókaverslana á Íslandi, veraldarvefsnins og allt til Berlínar og þeirra fjölda safna og bókaverslana sem ég skoðaði þar, þá verð ég eins að setja heyrnartólin á mig og hlusta á Richard Wagner sem var uppáhalds tónlistarskáld Adolf Hitlers. Það eru þrjú verk sem ég hlusta einna mest á og eru minn innblástur á bak við þessa grein, það eru Rienzi, þeminn úr Excalibur og Tannhauser. Eins er eitt verk eftir þýska tónskáldið Johan Sebastian Bach sem heitir Figilio Furtedo sem þíðir tíndi sonurinn, ég sá eitt sinn heimildarmynd um Adolf Hitler þar sem það verk var mikið notað og hefur þetta verk fest sig svo í skrítna kollinum og hvert sinn sem ég er að skrifa þessar greinar finnst mér ómissandi að hlusta á þessi verk. Það er eins og ég fari að skilja betur þá siðblindu sem þessir böðlar allir höfðu en það sem er sameiginlegt með öllum þessum böðlum frá toppi til táar er ein kend sem skýrð verður frá síðar en kallast má The Accult of the Third Reich.

Vona að ykkur líki lesturinn og hve djúpt ég kafaði eftir heimildum…

Lecter


Er hlið helvítis opnaðist.

Flutningalestin stöðvaðist með miklum látum og hamagangi í portinu sem var í Auschwitz. Ískrið í bremsunum var eins og öskur þúsund djöfla frá helvíti. Farmur lestarinnar hafði verið fjóra daga í lestini án nokkurs matar, vatns, salernisaðstöðu eða ferskt lofts. Þetta voru gyðingar frá Ungverjalandi og nýjustu fórnarlömb þjóðernishreinsana Hitler’s “Liquidation”. Það er óþarfi að lýsa því hér hvernig aðstæður voru um borð í lestarvögnunum. Vagnarnir voru svo yfirfullir að algengt að það liði yfir marga vegna hita og súrefnisskorts. Lyktin var yfirþyrmandi og algengt var að fólk kastaði oft upp vegna súefnisskorts.
Sumir vissu ekki hver loka áfangastaðurinn væri og er fólkið sá skiltið fræga “Auschwitz” og áletruninna sem var undir “Arbeit macht frei” eða vinnan mun frelsa þig var eins og blaut tuska í andlitið. Alger höfnun og uppgjöf voru eðlilegar tilfinningar við svona óeðlilegum kringumstæðum. Það var komið ver fram við gyðingana en búfénað og gæludýr, þeir voru jú “Sub humans” og sú staðreynd blasti við að þau voru stödd í sannkölluðu helvíti Dante’s sem skrifaði um dauðasyndirnar sjö og mismunandi stig helvítis. Þau voru komin á færibandið og leidd til slátrunar í fullkomnustu dauða verksmiðju Nasista. Þetta var hin svokallaða “Nazi’s Endslosung” eða lokalausnin á útrýmingu gyðinga í evrópu og var í algjörum forgangi hjá Hitler og var oft á tíðum sem mikilvægum herdeildum og gögnum frekar beitt í útrýmingu gyðinga en að verjast Sovetmönnum sem voru farnir að hrekja þýsku hermaskínuna á undan sér alla leið til Póllands.

Dyrnar á flutningalestunum var hrint upp af miklum ofsa af öskrandi og vígreifum nasistahermönnum sem báru MP-40 vélbyssur og öskruðu hástöfum “Raus, raus” Út, út. Skelfingu lostnir gyðingarnir flýttu sér út og rétt sluppu undan geltandi og glefsandi þýsku fjárhundunum. Lyktin af brennandi húð og kjöti gnæfði yfir allt svæðið og var eitthvað sem ekki átti eftir að venjast. Margir gerðu sér eins ekki grein fyrir því að þetta var í seinasta skiptið sem þau mundu fá að sjá sína nánustu ættingja og geta kvatt þau í hinsta sinn.

SS hermennirnir létu fangana marsera fram að enda brautarpallsins þar sem þýskur SS herforingi tók á móti þeim. Fangarnir voru mjög undarndi því hinn myndarlegi SS herforingi átti svo sannarlega ekki heima þarna þar sem hann tók á móti föngunum með bros á vör og var furðu rólegur og yfirvegaður rétt í miðju allar þessarar geðveiki. Hann blístraði eina af óperum Wagners og var hann í óaðfinnalegum sléttum og vel sniðnum einkenninsbúning. Augu hans gáfu ekkert til kynna en forvitnilegur áhugi hans var að renna upp fyrir honum. Hann hélt á reiðsvipu en notaði hana ekki til að híða fangana heldur til að gefa til kynna í hvora áttina fangarnir ættu að fara, links oder rechts, vinstri eða hægri. Óaðvitndi vissu fangarnir ekki að þessi SS yfirmaður var að stunda uppáhalds iðju sína, það er að hverjir skildu verða sendir í þrælkunarvinnu og hverjir mundu verða sendir rakleiðis í gasklefan og þar á eftir í líkbrennsluofnana. Oft á tíðum þegar ofnarnir gengu nær látlaust lagðist þunn ljós aska yfir nærliggjandi bæji í nágrenni Auschwitz. Þeir fangar sem voru sendir til vinstri, námu vanalega um 10 til 30% af föngum sem komu til Auschwitz fengu smá gálgafrest, en þeir sem voru sendir til hægri 70 til 90% af föngunum voru dæmdir á staðnum án dóms né laga í fangabúðunum í Auschwitz.

Þessi myndarlegi SS höfðingi sem hafði almáttug völd yfir örlögum gyðingana frá Ungverjalandi en þaðan komu flestir þeirra gyðinga sem sendir voru til Auschwitz, var engin annar en Dr. Josef Mengele “Engill Dauðans”.


Hafði uppeldi Josefs eitthvað til með að segja um hans manngerð?

Eins og gert er með raðmorðingja í Bandaríkjunum þá sálgreinir FBI þá og horfir mikið til æsku þeirra og hvernig uppeldi þeir fengu sem börn, þannig fæst oft ástæður eða hvaða kvalarlosti liggur á baki verknaði morðingjana. Psychological analysis nefnist þetta á ensku eða psycholgical behavior.

Josef Mengele var elstur þriggja sona þeirra Karl og Walburga Mengele sem bjuggu í þorpi sem nefnist Gunzburg og er í hinu fallega Bæjaralandi, Bavaria Þýskalandi. Karl var iðnaðarmaður sem starfaði í Gunzburg og rak hann mjög farsæla veksmiðju sem sérhæfði sig í framleiðslu á landbúnaðartækjum. Karl var þekktur fyrir að vera mjög strangur en sanngjarn yfirmaður og var hörkuduglegur til vinnu. En það var samt sem áður Walburga sem allir starfsmennirnir voru mest hræddir við. Hræðilega skapstór kona og kom það oft fyrir að hún stormaði inn á verksmiðjugólfið til að hella úr skálum reiði sinnar yfir ákveðna einstaklinga og skipti þá engu hvort sú gagrýni væri réttmæt eður ei, það var einhver drottnunarárátta sem drífði þessa harðskeittugu konu áfram og var hún nánast fyrirrennari SS herforingjana sem áttu eftir að skipa hunduð þúsund gyðinga fyrir verkum í verksmiðjum víðsvegar um Evrópu. Verkamennirnir í verksmiðjunni vöruðu hvorn annan við er fröken Walburga kom askvaðandi eftir göngunum og ef einhver varð svo ólanssamur að verða í vegi hennar tók það oft vikur og margar ölkrúsir fyrir þann einstakling að jafna sig andlega eftir á.

Walburga réði eins lögum og lofum heima fyrir og var aginn ekkert minni þar, hún fór fram á skilyrðislausann aga og hlíðni frá sonum hennar þremur, Josef, Alois og Karl yngri. Sem strangtrúaður Kaþóliki sá Walburga til þess að synir hennar stunduðu trú krikjunar. Sama gilti um samband hennar við eiginmann hennar, hún var köld eins og ís og fór fram á sömu reglur gagnvart eigimanni sínum.
Eitt skiptið eftir langvarandi og síaukinni velgengni fyrirtæki hans gerðist það að Karl hafði keypt handa sér og fjölskylduni bifreið. En í stað þess að koma eiginkonu sinni skemmtilega á óvart með kaupunum á nýja bílnum þá helti hún sér yfir hann fyrir að hafa sólundað peningunum þeirra í svona ónytsaman hlut án þess að ráðfæra sig við hana fyrst.
Þetta var sá atburður sem undirstrikaði hve kúguðu lífi Karl og synir hans þrír lifðu þar sem þeim var stjórnað af algerri frekju og tilfinningarlausri eiginkonu og móðir.

Réttu forsendurnar á uppskrift að einhverju slæmu var að fæðast inni á þessu heimili og er það ljóst í æviminningum sínum þá getur Josef þess til að þetta hafði mikil og djúpstæð áhrif á hann og hvernig hann tók sig til við þá iðju að fara að drottna yfir öðrum og vera nær tilfinningarlaus og með steinhjarta gagnvart öðrum. Walburga er lýst sem manneskju sem er þess algjörlega óhæf að elska og sína alúðlega blíðuhótanir.

Sem ungling var Josef Mengele ávalt lýst sem glaðlegum pilti en hann var ekki mikill námsmaður í skóla. Hann var einkar myndarlegur í útliti, dökkhærður og með dökkbrún augu og dökkt hörund, kannski ekki hinn dæmigerð stereótípa fyrir Aría stofninn ljóshærður með blá augu. Hann var ávalt vel til fara og var með einkargóðan smekk á fatnaði og hugsaði vel um klæðaburð og útlit. Hann bar með sér mikin þokka og það skein sterkt í sjálfstraustið og hafði mikla félagslega hæfileika. Hann var einkar orðheppinn og góður ræðumaður og ungu dömurnar hópuðust að honum í hvert skiptið sem hann birtist þeim og má segja að hann hafi borið Kennedy-karismann með sér. Hans vörumerki var að sama skapi hvítu bómullarhanskarnir sem fórnarlömb Auschwitz sögðu vera hans helsta einkenni ásamt óaðfinnalegum búningi hans.

Það var á þessu tímabili sem metnaður Josef Mengele fór að stangast á við framtíðarhorf föður hans og hvað Karl hafði hugsað sér fyrir Mengele. Karl vildi að elsti sonurinn kæmi til með að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið sem bókhaldari, en draumar Mengele lágu alltaf annars staðar og langt í burtu frá þessu litla þorpi Bæjaralands. Það var æskudraumar Mengele að fara burtu frá Gunzburg og sökkva sig í nám við vísindi og mannfræði, og montaði Mengele sig eitt sinn við góðan vin sinn að nafn hans kæmist einn daginn í alfræðiorðabækurnar, sem vissulega stóðst en kannski ekki undir réttum formerkjum. Árið 1930 útskrifaðist Mengele frá Gunzberg framhaldsskólanum og átti rétt á að taka inntöku próf fyrir næsta skólastig. Þrátt fyrir að inntökuprófið hafi ekki skorað hátt varð það nægilegt til að fá inngöngu í Háskólann í Munchen.
Munchen er höfuðborg Bæjaralands eins og flest ykkar vita mæta vel.

Örlögin leika margan grátt og er það nærri hlægilegt að Josef Mengele hafi lent í hjartamiðju þessarar miklu ólgu sem var farin að myndast í Bæjaralandi á þessum tíma. Það var viss flokkur sem var að sækja í sig veðrið á þessum tíma og var fyrirliði flokksins engin annar en Adolf Hitler.

Er Josef Mengele hóf háskólagöngu sína í Munchen þá byrjaði hann nám við heimspeki og læknisfræði, gráður eða fag sem voru lykilþættir þess er örlög dró hann að lokum í hjarta myrkursins, Auschwitz. Mikil hugfræðileg bylting var í mótum í Munchen þar sem öfgaflokkar börðust banaspjótum á milli. Marxist-Bolsjeviks voru lengst til vinstri og hinn nýstofnaði þýski verkamanna þjóðernisflokkur Nasista var lengst til hægri. Það sorglega var við þetta að fólk gaf upp öndina á lýðræðisstefnum því þær höfðu á þessum tíma áorkað engu nema meiri verðbólgu og eymd, fólk snéri baki við lýðræði og fór annað hvort að halla sér til vinstri eða hægri. Einn aðili sem hafði mikil ítök í efnahag landsins sagði síðar meir að hann hafi ýtt undir að Hitler kæmist til valda því kommunistar þóttu vera verri kosturinn. Þeir gátu ekki sagt um á þessum tíma eða um 1932 hvort Nasistaflokkurinn væri góður flokkur með nokkra slæma kosti eða þá mjög slæmur flokkur með nokkra góða kosti, það gat engin spáð því hvaða hörmungar mundu dynja yfir og hvaða innri mann Hitler hafði upp á að bjóða.

Jesef Mengele skráði sig að lokum í stjórnmálaflokk sem kallaði sig Stalhelm eða stálhjálmarnir sem seinna meir var innlimaður í SA sveitirnar og að lokum sameinuðsut allir undir einn flokk sem allir þekkja sem Nazy's eða Natinoial Sozyaliste Deutche Arbeit Partie eða NSDAP.

Er áhugi Mengele fór að aukast á stjórnmálum einbeitti Mengele sér að þeim fögum sem voru honum hjartnæmust og vakti óskertann áhuga hans en það voru mannfræði og fræði um litarhætti mannsins ásamt læknisfræðinni. Læknisfræðin eða hennar einkunnarorð að lækna hinu sjúku voru Mengele ekki ofarlega í huga því erfðafræðin hafði heltekið allan hans áhuga og leit hans að þeim þáttum sem stuðluðu að ófullkomnun og vansköpun.

Það var einmitt á þessum tíma er þýskir og mjög virtir fræðimenn fóru að hefja rannsóknir sínar og kenningar á hugtaki sem kallaðist “Líf sem ekki væri þess virði að lifa” og gefur það strax til kynna hvað hefur verið átt með þessu hugtaki og var þetta það fyrsta skref til útrýmingar á óæðri kynstofnum manna. Þessi útrýming byrjaði auðvitað hægt og rólega og var stimpluð sem “Geheim” í hvívetna eða leynileg aðgerð.
Áður en langt um varði var Josef Mengele farin að ná athygli æðstu fræðimanna innan SS og þeim leist mjög vel á pilt þann arna. Hann var mjög drífandi í sínum rannsóknum og án efa framtíðarmaður innan læknastéttar SS. Á þessum tíma var ekkert sem gaf til kynna að hvaða manni hann átti eftir að verða og án efa sá alversti pyntingarmeistari fyrr og síðar. Prófesor Hans Grebe sagði eitt sinn að það væri ekkert í hans hegðun eða fari sem gaf til kynna hvað hann gerði sem SS læknir í Auschwitz.

Ef Josef Mengele hafði sjálfur orðið að þessu kaldrifjaða skrímsli á hátindi ferils síns sem Nasisti þá hafði svo sem gamla máltækið verið hárrétt, ungur nemur gamall temur. Mengele sótti marga fyrirlestra hjá Dr. Ernst Rudin sem fullyrti það að ekki væri nóg að það væri til líf sem ekki væri þess virði að lifa, heldur hefðu læknar þá skildu að útrýma slíku lífi og fjarlægja bæri þetta fólk frá almenningssjónum. Þessi sjónarmið bárust eyrum Hitlers og var Rudin kallaður til að aðstoða við að setja á lög sem kölluðust “Verndarlög Arfgengi og Heilsu Ríkisins” sem voru samþykt 1933 eða sama ár og Nasistar náðu fullum völdum í stjórn Þýskalands. Þessi sérfræðingur í litarháttum þjóða, Darwinsinninn Dr.Ernst lagði fram til hið hæðsta Nasista ráð að alger einangrun kynstofna yrði að verða framgengd og eftirfarandi reglum ætti að fara eftir nema að því undanskildu að viðkomandi væri Þriðja Ríkinu sérstaklega nauðsynlegur (peningalega séð eða rétt tengdur í stjórnmálum). The German gene-pool stóð mikil ógn af eftirfarandi einstaklingum sem voru með eftirfarandi greiningar; treggáfaðir; geðklofa; geðhvarfasýki; flogaveiki; arfbær blindni eða heyrnarleysi; líkamleg fötlun; kynvillingar; Huntington sjúkdóm og alkhólistar, og þar fauk 4/5 af íslensku þjóðinni á haf út því hún samkvæmt kenningum Heinrich Himmlers voru Íslendingar afkomendur aría stofnsins.

Næstu árin hjá Josef Mengele voru á þá leið að hann þjáðist oft af nýrnaveiki sem var lán í óláni fyrir hann því þá gat hann einbeitt sér algjörlega að náminu og frekari rannsóknum og lét öll pólitík lönd og leið. Svo fimm árum eftir að hafa gengið í háskólann í Munchen náði hann Ph.D gráðunni fyrir ritgerð sína um sem hét “Morphological Research on the Lower Jaw Section of Four Racial Groups.” eða Kynþáttar-myndun á neðri-kjálka beini á fjórum kynþáttum. Þetta var freka þurr fræði sem Mengele lagði fram þarna en gekk út á það að það væri hægt að leggja sönnur á og sjá mismunandi kynþætti á neðri kjálkabeininu. Þrátt fyrir að Mengele hafi verið alveg sneyddur við alls kyns fordóma og þá sérstaklega gagnvart gyðingum þá féll hans fræði í skaut margra og var meðtekin sem góð og gild fræði, auk þess var það þekkt að hægt væri að þekkja gyðinga á neflagi þeirra ef ég má orða það svo. Árið 1936 náði Josef Mengele læknisfræðiprófinu og byrjaði störf við læknaháskólann í Leipzig.


Engils Dauðans sprettur úr spori…

Margur hefur spáð í hvenær hið rétta eðli okkar kemur í ljós og í hvaða umhverfi og aðstæðum látum við skuggahliðarnar okkar í ljós?

Þegar djöfullinn spurði nemann sinn hvort hann mundi þola álagið sem framundan væri og hvort hann mundi þola álagið og eflaust kannski brotna saman á ögurstundu sagði neminn, nei nei alls ekki! Eina er að neminn gerði sér ekki grein fyrir því hver það var sem var hans yfirmaður og átti eftir að fara fram á hið ómögulega gagnvart nemanum….

Árið 1937 varð sannarlega þegar örlögin snérust í þá átt að Josef Mengele fór að umgangast vissan félagsskap sem leiddi hann að lokum til þeirra illskuverka sem hann framkvæmdi. Munið þið eftir varnaðarorðum Salómons Konungs sem ég skrifaði hér fyrr um í kafla II um Auschwitz, Varastu Slæman félagskap. Þar varar Guð við slæmum félagskap og að illgjörðamennirnir eru fljótir til illskuverka og að úthella blóði.

En þau örlög helfararinnar eru enn og aftur ótrúleg því að það var mælt með því að Josef Mengele mundi hljóta þá stöðu sem var laus við Háskólann í Frankfurt. Staðan sem stóð Mengele til boða var að vera aðstoðarmaður fyrir Prófesor Otmar Freiherr von Verschuer sem vann við rannsóknir á litarháttum, líffræði og hreinræktun kynþátta fyrir Þriðja Ríkið.
Von Verschuer hafði sagt opinberlega að hann studdi þessar rannsóknir heilshugar og var dyggur stuðningsmaður Adolf Hitlers. Von Verschuer hrósaði Hitler fyrir það að vera sá fyrsti yfirmaður Þýskalands til að viðurkenna mikilvægi rannsókna á litarháttum, líffræði og hreinræktu kynþátta. Josef Mengele var fljotur til að vinna sig upp í metorðastiga von Verschuer og áður en það leið á löngu voru þeir orðnir mjög nánir samtarfsmenn og á furðulegan hátt var von Verschuer orðin sú föðurímynd sem Mengele hafði alltaf skort og þráð að eiga. Von Verschuer gaf Mengele það sem hann hafði ávalt þráð og fyrir vikið varð Mengele ennþá ákafari að þóknast von Verschuer, sínum lærimeistara.

Tveir meginþættir lágu á bak við metnað Josef Mengele, annar varð að verða þekktur vísindamaður og hinn var sá að verða þekktur sem þjóðernishreinsari og fyrir vikið hafði hann fallið í ljúfan farveg hjá Nasistaflokknum. Hann varð fullgildur meðlimur Nasistaflokksins árið 1937. Í maí 1938 sótti Josef Mengele um að ganga inn í hinu alræmdu og víðfrægu SS sérsveitir.

Að fleyta rjómann af því besta getum við sagt um þessar SS sérsveitir því þær höfðu innanborðs aðeins þá bestu af þeim bestu og nú erum við að tala um þann her sem var einn sá best þjálfaðasti og sá agaðasti sem um getur í sögu mannkyns frá upphafi. Aldrei í sögu mannkyns hefur jafn öflugur her lagt sína hollustu og trú á einn mann. Þessi SS sérsveit Adolf Hitlers kallast á þýsku Schutzstaffel (Verndarsveit) eða SS.

Þegar Josef Mengele var aðeins 28 ára gamall var hann komin með gífurleg völd innan SS og árið 1938 fékk Mengele læknisgráðu sína við Háskólann í Frankfurt. Sama ár gekk Mengele til herþjálfunar hjá Deutche Wehrmacht eða þýska hernum, hann var þrjá mánuði í þjálfun þar, og lauk svo árinu þannig að hann vann með von Verschuer við ýmiskonar rannsóknir. Árið 1939 braust svo út stríðið í Evrópu og Mengele iðaði í skinninu, að fá það tækifæri til að berjast fyrir Föðurlandið “Fatherlandet”. Hann reyndar komst ekki á átakasvæðin fyrr en 1940 vegna nýrnaveiki sem hafði hrjáð hann í mörg ár. Hann fékk inngöngu í Waffen SS sem voru þær harðskeittustu bardagasveitir sem um getur í hernaðarsögunni.

Áfram hélt Josef Mengele að vinna sig upp metorðastigann og í þetta skiptið sem framúrskarandi hermaður. Sem lautenant fékk hann Járn Krossinn aðra gráðu, fyrir óbilandi baráttuþrek á víglínum Ukraínu. Árið 1942 var Mengele í sérsveit sem kallaðist Viking og börðust þeir langt fyrir aftan óvinalínurnar, þar vann hann það sér til frægðar að draga tvo særða hermenn úr brennandi skriðdreka og fyrir vikið fékk hann aftur Járn Krossinn en í þetta skiptið fyrstu gráðu, auk Svörtu Medalíunar svið störf á særðum hermönnum á vígvellinum. Þau sár sem Mengele fékk í þessari orrustu leiddu til þess að hann gat ekki snúið aftur á vígvöllinn og í fremstu víglínu.
Mengele fékk stöðu við stofnun í Berlín sem sá um að koma kynþáttum að óæðra kyni annars staðar fyrir í Evrópu, auk þess var hann hækkaður í tign sem kapteinn. Prófesor von Verschuer vann einnig í Berlín við Keiser Wilhelm stofnunina sem sá um kennslu í mannfræði, verndun hreinleika þýsku þjóðarinnar og lífræði.

Það leikur ekki nokkur vafi á því að von Verschuer vissi allt um hvaða stefna hafði verið mótuð sem kallaðist Lokalausnin og að fjöldin allur að útrýmingarbúðum sem voru staðsettar í Evrópu unnu skipulega að útrýmingu óæðri stofna. Innan árs var Dr.Josef Mengele komin með nýtt verkefni sem lá til Póllands, Auschwitz. Dauðaverksmiðjan var hrikalegt ríki mannlegarar þjáningar. Þar ákvað Mengele að afhjúpa leyndardóminn á bak við genarannsóknir og sönnun þess að aría stofnin væri æðri öllum.


Næsti kafli mun verða kafað mjög djúpt í mörg af illskuverkum Mengele og ég mun reyna að skilgreina þá illsku og hrilling sem liggur á bak við þennan mann og hvaða langanir og afl dreif Dr.Josef Mengele áfram.


Heimildir:

Sybille Steinbacher
Steinbacher er aðstoðarprófessor við Nútíma og Samtíðar-Sagnfræðideild við Háskólann í Ruhr héraði Þýskalandi.
Fangi Nr: 119,104 Auschwitz
The Encyclopedia of the war years, World War II
Gerald Astor. The Last Nazy: The Life and Times of Dr.Josef Mengele
Donald I Fine
Robert J Lifton
Sheila Chon
Lucette Matalon


Sérstakar þakkir:
Árni Geir Ómarsson
Frábær vinur;o)