Auschwitz
Með þessari grein minni langar mig að gefa lesandanum smá innsýn í hvernig Auschwitz þróaðist í þær afkastamestu útrýmingarbúðir nasista. Hvernig Auschwitz þróaðist í hræðilegan bæ, þar sem þeir, sem honum stjórnuðu höfðu ótakmarkað vald til að pynta, niðurlægja og myrða. SS böðlarnir höfðu sín kaffihús, sundlaugar og leikskóla, og ýmislegt sér til dægrarstyttinga. Eins hvernig þeir sem stjórnuðu búðunum leyfðu þessum atburðum að gerast og var grimmdin slík að það var litið á mannfólk sem hluti sem höfðu ekkert gildi og var notuð í hræðilegar læknatilraunir. Systkini voru saumuð saman til að gera “tilbúna” síamstvíbura og litarefnum var sparutað í augu barna til að kanna hvort hægt væri að breyta augnlit þeirra. Þetta er eitthvað sem engin má gleyma og er í raun skilda okkar allra að fræðast um þessa hluti svo sagan endurtaki sig ekki, og að öfgahópar fái ekki aftur það rúm og tækifæri til að komast upp af hnjánum og standa sterkir í fæturnar, til að halda sínum áróðri að segja að “helförin” hafi verið uppspuni bandamanna og Gyðinga og seinni tíma falsanir.
Að hugsa sér gott fólk að í dag á okkar tímum séu til samtök sem heita ný-nasistar er hrein skömm og vanvirðing við hina látnu. Þetta er hrein móðgun við greind okkar allra, og þó svo að ég sé hlyntur lýðræði og frjálsræði einstaklingsins, þá er mín skoðun sú að ný-nasistar fái engin mannréttindi, og þeim verði bannað með öllu að umgangast okkar samfélag, að eylífu. Mín einlæga von er sú að þessi grein mín geti komið að stað mikilli umfjöllun og vakningu meðal okkar, og að við förum að virða náungan örlítið meira og sýna meiri náungakærleik.
Hroki og fáfræði er undanfari falls….
Í hjartamiðju og blóðidrifinar seinustu aldar situr Aushwitz. Í algjörum viðsnúningi frá fyrri vonum okkar um að vísindi og tækni ættu að bæta lífsskilirði vorra, og verja þau, þá sáu vissir menn til þess að í Auschwitz væri þessi gildi vísindana misnotuð með hörmulegum afleiðingum.
Svona var Auschwitz.
Hún lá upp að veggnum og var greinilega mikið kvalin. Fanginn sem var í “Sonderkommando”, eða sér fangadeild sem hafði það hlutverk að slíta í sundur líkamama dauðra fanga, eftir að gasklefarnir höfðu verið tæmdir, fundu stúlkuna inni í gasklefanum. Hún var sextán ára, og allt umhverfis hana og ofan á henni voru lík af fólki. Þeir báru hana inn í salinn sem lá við hliðina á gasklefanum þar sem fólkið hafði seinata viðkomustað áður en þau gengu inn í gasklefann. Þeir vöfðu utan um hana frakka sem þeir höfðu meðferðis. Engin hafði áður lifað af aftöku í gasklefanum með blásýrugasinu Zyklon-B. Þegar einn SS foringi sem var á sínu venjulega eftirliti tekur eftir þeim, gengur hann að þeim rólega. Einn fangana biður til SS yfirmannsins um að þirma lífi ungu stúlkunar og leyfa henni að fara í gegnum hliðið til hinna stúlknana sem voru að vinna við vegavinnuna. En SS yfirmaðurinn hristir höfuðið. Stúlkan gæti kjaftað frá. Hann skipar undirmanni sínum að koma og hann hikaði ekki neitt. Byssukúlan flaug inn í hnakkann á stúlkunni…..
Þegar SS maðurinn öskraði á Stasio fyrir það að hann hafði gleymt að taka höfuðfatið ofan af fyrir sér, rétt eins og reglurnar kveða á um, lemur hann unga Pólverjann í höfuðið með járnkylfu og um leið og hann lendir á jörðini stígur SS maðurinn með hælnum á barkann á unga Pólverjaum og nett brak heyrist er brjóskbeinin í hálsinum hans brotna, blóð fyllir munninn á Stasio og hann kafnar . Þetta kvöld báru félagar Stasio hann látinn á börunum til brennslu, í líkofnana….
Þegar Elisabeth er flutt yfir í “skráningarherbergið” sá hún að móðir hennar var ennþá á lífi. En öll systkynin hennar voru látin og faðir hennar einnig. Elisabeth hafði misst meira en þrjátíu skildmenni í sígaunahluta Auschwitz búðana, þar á meðal frænku sína og fimm syni hennar og dóttir. Elisabeth missti líka aðra frænku sína sem hafði misst átta börn, en til allrar hamingju komust tvö þeirra lífs af. En móðir Elisabeth lést að lokum; hún dó úr hungri í desember 1944 í Auschwitz….
Það er til fjöldin allur af minningarfrásögnum og skráðum heimildum sem þessum sem hér fóru áður, og mun ég skrifa meira um þær í næstu köflum, þær frásagnir hafa verið færðar okkur til ámynningar um hin hræðilegu fjöldamorð, og í auðmýkt minni langar mig til að skrifa þessa grein til ykkar kæru Íslendingar. Í auðmýkt minni mun ég reyna að koma til ykkar frásögnum fólks, sem leið þvílíkar kvalir að það mun aldrei vera hægt að gera sér það í hugarlund, hvaða lífsins hörmungar sé hægt að leggja á suma….
Skilgreining Auschwitz.
Saga Auschwitz er vægast sagt flókin og hefur hingað til ekki mikið verið fjallað um í yfirgripsmiklu máli. Þessi grein mín mun ekki geta fyllt í þau skörð sem á vantar, en þessi grein er til að fjalla um sögu einangrunar og útrýmingarbúða nasista í Auschwitz í sem skírasta samhengi; að draga gróflega athyglina að stjórnmálalegu og sögulegu fortíð Aschwitz þar sem hinu hrottalegu glæpir voru framdir, og draga fram sögu búðana, þar sem bæði lögsóknir og refsingar eftir “seinni heimstyrjöldina” koma fram, og hvað þeir sem neituðu ásökum um aðild af Auschwitz útrýmingarbúðunum viðhöfðust og störfuðu við til dagsins í dag.
Auschwitz var þumgamiðjan af tvemur megin hugmyndafræðilegum stefnum nasista: annars vegar var Auschwitz stærðsta stig við útrýmingu Gyðinga í Evrópu, og annars vegar varð það kristaltært í Auschwitz hvernig stefnan var við hersetu þýska hersins í hugtaki sem nefndist ‘Germanization’ eða Germanavæðing. Það var útrýming Gyðinga og landvinningar sem gerðu Hitler kleift að knýja fram sitt ‘Lebensraum’ eða ‘Lífs-rými’ fyrir Þriðja ríkið. Í Auschwitzs var stefna nasista í hnotskurn að nota mannafl Gyðinga og aðra stríðsfanga til að vinna við vígtólaframleiðslu og svo þar næst, útrýming Gyðinga.
Saga borgarinnar Auschwitz er aldagömul og hafa Gyðingar notið sögu hennar jafn lengi. Þess vegna að borgin varð þýsk við hámark þjóðarmorðsins dregur ómetanlega athyglina að þeirri spurningu, hvernig almenningur skilgreindi glæpina sem þar voru framdir.
Bærinn Auschwitz.
Var í margar aldir sem landamærabær.
Þjóðverjar fóru fyrst að flytjast á svæðið í kringum Oswiecim seinni hluta þrettándu aldar. Svæðið Oswiecim er fyrst getið um í sögum um 1178, þar sem landamærum Slaviu og þýskalands var skipt. Á elleftu og tólftu öld fóru Gyðingar að streima inn á svæðið og ólíkt öðrum borgum var Gyðingum ekki úthýst úr Oswiecim. Pólverjar lögðu mikla áherslu á landbúnað í gegnum aldirnar þannig að Gyðingar fengu að byggja upp sín fyrirtæki og ævistarf í iðnaði ýmiskonar. Það skilaði þeim mikilli velferð og um leið virðingu í samfélaginu í Oswiecim. Þar lifðu saman hamingjulsamlega Gyðingar og Kaþólikiar og öllum dafnaði vel. Sem dæmi um það var aðeins einn skráður hjá manntalinu sem talaði þýsku á þessu svæði árið 1880. um árið 1900 voru tíu manns. Engin minni þýsk samfélög voru við líði í Oswiecim, jafnvel þótt manntalið hafi gefið upp að 3 prósent manna væru þýskir.
1. September 1939
Lykillinn að stefnu nasistaflokksins var að skapa ‘Lebensraum’ í austri fyrir þriðja ríkið. Adolf Hitler hafði lagt grunninn af þýsku ofurríki sem átti að ríkja í þúsund ár. Jafnvel í byrjun árs 1925, í Mein Kampf, hafði hann kynnt til leiks sína árásargjörnu stefnu að skapa ‘Lebensraum’ stefnuna, og að leggja undir sig austrið væri ekkert annað en það að eignast aftur réttnæmt landsvæði Þýskalands. Um vorið 1939 hafði Hitler vonast til að Pólland væri meðspliari í svokallaðri ‘anti-Bolsevik’ stefnu og væri þá í raun fjarstýrt frá Berlín gegn Rússum. Pólverjar neituðu því strax.
En þegar Hitler og Stalin gerðu með sér leynilegt samkomulag um hvernig landamærin ættu að liggja á milli sín eftir að Hitler hafði lagt undir sig Pólland og kramið sjálfstæði þess, varð um leið um tuttugu milljón manns sem féllu undir hendur nasista og 11.8 milljón manns féllu undir rússnenskt yfirráð. Þar voru á meðal 1.7 milljón Gyðinga sem féllu þá undir stjórn nasista. Margir Gyðingar reyndu að flýja til Kraká, en samt að lokum féllu þeir undir ok nasista.
4. september féll bærinn Oswiecim fyrir nasistum eftir hetjulega mótspyrnu pólska hersins. Viku seinna var aðal torg bæjarins skírt ‘Adolf-Hitler-Platz’ og bærinn fékk nafnið Auschwitz. Í byrjun október 1939 hafði Hitler gefið Heinrich Himmler, Reichsfuhrer-SS og yfirmann þýsku ríkslögreglunar Gestapo, aukin völd til að auka þýsk þjóðernis áhrif í vestur-Póllandi, og um leið að leysa þann vanda sem var fyrir hendi, það er að koma ‘óæðri-stofni’ frá. Í dögun þessarar áætlunar varð Aschwitz miðstöð Þjóðverja til að leysa þetta vandamál þriðja ríkisins.
Einangrunarbúðirnar.
Auschwitz búðirnar í umhverfi ‘National Sozialist’
Það var í ársbyrjun 1940 þegar Auschwitz náði fullri athygli Himmler's. ‘The Reichsfuhrer-SS’ var að leita að hentugu svæði og stað til að hýsa pólitíska fanga í einangrunarbúðum. Auschwitz búðirnar voru reyndar í niðurnýslu og láu í feni þar sem malaría hafði geysað, og allt vatn var meingað. Það voru fengnir 1200 pólskir fangar til nauðungarvinnu við að endurbyggja búðirnar og meira en 500 fyrirtæki, jafnt stór sem smá tóku þátt í uppbygginguni. Eins var fjöldin allur af Gyðingum neyddir til vinnu.
Auschwitz voru sjöundu nauðungarbúðirnar á eftir Dacahau, Sachsenhausen, Buchenwald, Flossenburg, Mauthausen og að lokum kvennfangabúðirnar að Ravensbruck. Heinrich Himmler skipaði Rudolf Höss sem yfirmann SS sveitana í Auschwitz og hann hafði mikla reynslu frá búðum eins og Dachau og Sachsenhausen. Það var Rudolf Höss sem setti hið illræmda og víðfræga boga skilti á hliðið inn í Auschwitz sem á stóð ‘Arbeit macht frei’ eða ‘vinnan mun gera þig frjálsan’. En fyrir fangana var það alkunna að vera fangi hjá ‘National Sozialist’ flokknum þíddi það bara eitt, kúgun, barsmíðar, pyntingar, alger niðurlæging og dauði, þannig að kaldhæðnin var algjör.
Sem ‘Commandant’ (yfirmaður) var Höss yfir SS vörðunum, var ábyrgur með öryggismál og sá um öll mál innan búðana. Búðunum var skipt upp í sex deildir og var sama skipulag á öllum einangrunarbúðum nasista.
Deild I: Var rekin af undirmanni Höss, og var ábyrg með öll starfsmannamál, samskipti og hvernig SS sveitirnar væru vopnum búnar.
Deild II: Var stjórnmáladeild þar sem fulltrúar frá Gestapo og Kripto (Kriminal Polizei) áttu aðstöðu. Þeir gáfu síðan skírslur tiil ‘Reichs Security Central Office’ RSHA og þeir voru ábyrgir fyrir yfirheirslum á öllum föngum.
Deild III: Var sérdeild fyrir yfirmenn búðana eins og SS Kommandofuhrer (yfirmaður herdeilda), Arbeitsdienstfuhrer (yfirmaður vinnudeilda), Rapportfuhrer (Skýrslu foringjar), sem og voru skálaforingjar einnig.
Deild IV: Var stjórn búðana.
Deild V: Voru læknar og starfsfólk.
Deild VI: Sá um þjálfun og velferð SS sveitana. SS byggingingar-framkvæmdarráðið var hluti af SS hervirkinu, en var ekki tengt stjórnini né sá um byggingar eins og verslanir fyrir SS hersveitirnar sem og aðrar byggingar fyrir þá.
Við lok ársins 1940 var Auschwitz byggingarframkvæmdirnar orðnar svo umfangsmiklar að SS liðarnir voru farnir að taka frá nærliggjandi bæi og skóglendi og merktu það sem eign SS-sveitana fyrir framkvæmdir. Allt til samans var Auschwitz búðirnar að komast í 40 ferkílómetra svæði. Til samanburðar gott fólk og til að ná áttum á umfangi Auschwitz-útrýmingarbúðana, má segja að allt landssvæðið frá Mosfellsbæ til og með Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogi, Garðabæ og allur Hafnarfjörður til samans hafi verið undir Auschwitz-búðirnar.
Allt var kirfilega varið innan sem utan frá af sérþjálfuðum SS liðum sem skeittu engu um mannslíf. Þeir voru þjálfaðir í því að vera vígvélar og nánast voru þeir ekki mennskir. Harðskeittugri og grimmari menn var varla að finna á jarðkringlunni, og þurfti að fara langt aftur í hinu illu fornaldir til að finna jafnoka þeirra, þá sem börðust sem Germanar við heri Markus Arelius keisara frá Ítalíu sem var í þann mund að leggja undir sig alla Evrópu.
Fangarnir.
Í Júní 1940 var farið að nota Aschwitz búðirnar á fullu og flóðbylgja af föngum fóru að streyma inn í búðirnar, sumir voru sendir í sóttkví, aðrir fóru beint í sína ákveðnu klefa eftir því hvort þeir voru Gyðingar, pólskir hermenn, stjórnarandstæðingar þriðja ríkisins, glæpamenn, geðsjúklingar og fatlaðir, sígaunar ofl. Öllum varð það strax ljóst um leið og þau stigu fæti inn í Auschwitz að þaðan yrði ekki aftur snúið, fólk varð agndofa af stærðini og umfanginu sem blasti við þeim. Ekkert annað eins hafði verið smíðað áður í sögu mannkyns. Það sem var stærðsta kennileiti búðana og olli heilabroti hjá mörgum föngum, voru múrsteinaturnarnir sem gnæfðu himinhátt yfir allar búðirnar. En engin gat ímyndað sér hvað þeir táknuðu í raun og það varð ekki ljóst fyrir föngunum fyrr en seinna hvaða hlutverki þeir gengdu.
Það voru 728 pólskir fangar sem komu á fyrsta degi til Auschwitz, flestir af þeim voru skólabörn, stúdentar og hermenn sem komu frá fangelsinu í Tranow sem var í nágrenni við Kraká. Nokkrum dögum seinna komu svo fangar frá Wisnicz Nowy fangelsinu, svo þar á eftir fylgdu tæplega 4000 fangar frá Warsjá í ágústmánuði. Hvergi annars staðar í þriðja ríkinu voru fleiri fangar drepnir en í Auschwitz, samt voru búðirnar ekki miðdepill þjóðarmorða nasista á Gyðingum, heldur var Auschwitz opnaðar sem búðir fyrir pólska fanga í upphafi sem pólitískar fangabúðir. Það eina sem var óvenjulegat við fangabúðirnar var stærð þeirra. Í upphafi seinni heimstyrjaldarinnar voru um 25.000 fangar í haldi Þjóðverja samanlagt og Auschwitz gat verið með um 10.000 fanga í einu.
Í upphafsdrögum fangabúðana voru fangarnir ekki Gyðingar, heldur var megnið af þeim pólskir, þar á meðal frá pólsku andspyrnuhreifinguni, læknar, vísindamenn, kennarar og iðnaðarmenn. Samt sem áður var pólsku föngunum sýnd ómannúleg meðferð af SS liðunum í formi hræðilegra pyntinga, barsmíða og voru oft skotnir úr handahófi og án fyrirvara breitust öll lífskilirði frá degi til dags í fangabúðunum, þannig að engin fangi vissi það með vissu hvernig SS liðarnir mundu taka á komandi degi. Sumir voru hengdir á torgum til dægrastyttinga fyrir SS liðana og aðrir voru sveltir þeim til gamans.
Meðferð fangana, og viðbrögð þeirra við slíku ofbeldi og grimmd er vægast sagt erfitt að lýsa í orðum hér. Um leið og þeir stigu fæti inn fyrir Auschwitz byrjaði um leið kerfisbundin niðurlæging fangana.
Sumir voru fluttir í fangabúðirnar í vörubílum í gegnum Auschwitz-hliðið, sumir komu með lestum sem staðnæmdust við hleðslu-gangana á lestarstöðvunum og um leið og lestardyrunum hafði verið fleigt til hliðar byrjuðu SS liðarnir að öskra á fangana að flýta sér áfram ‘Schnell! schnell!’, oft voru fanga greyin búnir að ferðast í marga klukkutíma í lestini og voru lestavagnarnir svo troðnir að það var ekki nokkur leið fyrir neinn að geta lagst niður og hvílt sig nema að vera troðin undir.
Við skráningu fékk hver fangi sitt númer og allt frá því augnabliki leysti númerið nafn hans eða hennar af hólmi, þau höfðu ekki lengur neitt nafn heldur voru þau orðin bara að einhverjum tölum í bókum SS og Gestapo. Þeim var gert það kunnugt strax frá upphafi og þar næst var þeim skipað að klæðast úr öllum fötunum, og allt hár var rakað af þeim. Síðan tóku við barsmíðar frá SS liðunum og spöruðu þeir stálkylfurnar ekkert er þeir ráku alla fangana í sturturnar.
Þar næst var þeim skipað að klæðast röndóttum fangabúningunum sem voru gerðir úr mjög grófum striga og særðu auðveldlega hold fangana. Eins fengu þeir mjög þunga tréskó og svo voru teknar myndir af þeim eins og lögreglan tekur af glæpamönnum.
Smá efnisbútur með númeri fangans var vinstrameginn á jakkanum í brjósthæð, þar fyrir neðan var þríhyrningur, þekktur sem ‘Winkel’ og hann vísaði niður. Litur þríhyrningsins gaf til kynna hvaða stöðu fanginn hafði innan fangabúðana og var það sama í öllum fangabúðum nasista frá 1937, eins var þríhyrningnum komið fyrir á hægra læri.
Rauður þríhyrningur: Pólitískur fangi
Grænn þríhyrningur: Glæpamenn
Svartur þríhyrningur: And-félagslegir fangar td. vændiskonur ofl.
Fjólublár þríhyrningur: Vottar Jehóva sem voru kallaðir af SS liðum ‘Bibelforscher’ eða Biblíu-rannsakendur.
Bleikur þríhyrningur: Kynvillingar
Blár þríhyrningur: Innflytjendur
Gulur þríhyrningur: Gyðingar, og svo var bókstafur í þríhyrningnum sem gaf til kynna þjóðernið, td. P fyrir Pólland.
Í næstu köflum mun ég fjalla um hvernig hinir grimmulegu böðlar pyntuðu fórnarlömb sín og hvaða aðferðir þeir notuðu.
Heimildir:
Gabriela Gworek
Ulrich Nolte
Simon Winter
Sybille Steinbacher
Viktor E. Frankl