3. Kafli, seinni hluti.
“Þetta er án efa sú erfiðasta og flóknasta aðgerð sem nokkurn tímann hefur verið hrundið í framkvæmd…..”
Winston Churchill
“Tortíming á óvinunum og lendingarsvæði þeirra er það eina lykilatriði sem stendur upp úr núna og eru ölög þessa stríðs háð því…”
Adolf Hitler
“Aldrei fyrr hefur jafn stóru og viðfangsmiklu verkefni í hernaðarsögu mannkyns, þar sem meistaraleg framkvæmd er hleypt af stokkunum…”
Joseph Stalin
“Gangi ykkur vel! Og leitum allir eftir blessun okkar almáttuga Guðs, við framkvæmd þessa göfuga og mikla verki…”
Dwight D. Eisenhower,
skipun dagsins, 4. júní, 1944
Eyðimerkurrefurinn skiptir úr sókn í vörn, en það var gegn hans innra, og meðfædda eðli….
Eftir að Hitler hafði skipað Rommel sem yfirmann varna í vestri tók Rommel upp þá iðju að styrkja hin ógurlega “Atlandshafsvegg”. Rommel gaf skipanir um að milljónum tonna af steypu yrði dælt í styrkingar á fallbyssuhreiðrum sem lágu á lykilstöðum eftir ströndum Frakklands í Normandy. Mörg hver hin rómantísku hús við Frakklandsströnd virtust saklaus, er þau mændu fram á hafið fyrir framan þau, en inni í forstofu þeirra leyndist Flak 88 og fleiri öflugir óvættir. Þegar njósnavélar bandamanna flugu yfir og tóku myndir af þessum mjög svo rómantísku húsum, gerðu bandamenn sér ekki grein fyrir þeirri ógn sem stafaði af þeim.
Dæmi um hve sterk fallbyssuhreiðrin við strendurnar voru er að veggir sumra þeirra voru um 4 metra þykkir. Bandamenn létu sprengjum rigna á þessi víghreiður þýska hersins, úr fallbyssum orrustuskipa bandamanna sem voru í tugkílómetra fjarlægð úti á hafi, og eins vörpuðu þeir hundruðu þúsundir tonna af sprengjum úr sprengjuvélum sem að mestu voru af gerðinni B-17 og B-26 vélum. Sprengjuvélarnar fór í meira en 14.000 sprengiferðir á D-Day, þegar mestu loftárásirnar stóðu yfir. Tveimur dögum eftir innrásina í Normandy voru þessar fallbyssur enn þá í fullu fjöri og létu kúlnahríðinni dynja á her bandamanna.
Sumar sprengjuvélar flugu í fullkomnu öryggi í 20.000 feta hæð, og oft slepptu þær sprengifarmi sínum án þess að hafa neitt skyggni fyrir neðan og oft voru þeir ekki vissir, hvort þeir væru í raun að hitta á óvinaskotmörk, eða landgönguliðana sína sem voru að brjóta sér leið upp erfiðar fjörurnar fyrir neðan. Þetta var þó ekki alltaf þannig og þurfti 466-spengjusveitin (frá Englandi) að snúa til baka með sprengjufarm sinn og þá höfðu aðeins, 32 B-17 vélar, af 68, náð að losa sprengifarm sinn og þeir vörpuð rétt tæpum 100 tonnum á fjörurnar og víghreiður þýska hersins.
En svo voru aðrar sprengjuvélar sem flugu neðar en 1000 fet (um 300 metrar). Sergeant Lovelace sem var skytta á B-17 vél, í turnbyssuni og átti að verja sprengjuvélina fyrir árásum þýskra flughersins að ofanverði sprengjuvélinni, lýsti eitt sinn slíkri sprengjuferð. Hann sagði eftir að sprengjuvélin hafði flogið með fram sjávarlínuni og í leit að skotmarki hafi hann tekið eftir vélbyssuskyttu sem var búin að koma sér fyrir við hlöðu eina, sem var við fjörukantinn. Eitt augnablik leit Lovelace bókstaflega inn í hlaupið hjá vélbyssuskyttuni sem lét kúlnahríðinni dynja á sprengjuvélinna, og þar sem Lovelace var í turnbyssunni gat hann ekki beint henni niður á skyttuna fyrir neðan hann. Hann vonaði að sá sem var á hliðar-byssuni (waist-gunner) eða skott-byssuni (tail-gunner) mundi svara í sömu mynt.
Lieutenant Havener sá B-17 sprengjuvél verða fyrir skoti 88mm Flak loftvarnarbyssu, og sprengjuvélin snerist í heilhring, náði síðan að rétta sig við og hélt svo “Bomb-run” eða ákveðni fyrirfram ákveðni leið að skotmarkinu, án þess að missa flughæð eða sjónar af skotmarkinu.
Sprengjufarminum var sleppt og það var eins og vélin ætlaði að rifna í sundur í látunum undan sprengikraftinu neðan frá.
Lt. John Robbinson grípur hljóðnemann í sprengjuvélinni og kallar “Við höfum verið hæfðir!”, “We've been hit!”, en aðstoðarflugamaðurinn Lt. Havener kallaði síðan í hljóðnemann “Nei, strákar, við vorum ekki hæfðir, þetta voru sprengjurnar okkar sem voru að springa!”….. Lt. John Robbinson sagði “Sprengingarnar kíldu vélina mína virkilega upp í þessari hæð (1000 fet), krafturinn var það mikill. Það var eins og að keyra bíl yfir járnbrautar teina!”. Margir aðrir höfðu svipaðar sögur að segja úr sprengjuleiðangrum bandamanna, slíkur var krafturinn undan sprengjunum.
Aspasinn hans Rommels……
En Rommel var í vörn og hugsaði allt öðruvísi en hann var vanur að gera í mörgum glæstum sigrum hans. Hann var í raun sóknarmaður og kunni best við að sækja, ryðjast áfram með skriðdrekana sína og koma óvininum á óvart. Rétt eins og Eisenhower átti hann erfitt með að vera á einum stað lengi, þeir báðir voru ótrúlega atorkumiklir og menn á þrítugsaldri þurftu að hafa sig alla við til að halda í við þá. Þeir voru vaknaðir um 06:00 til að skipuleggja daginn. Fóru svo á milli herdeilda allan daginn til að brína mannsskapinn og voru komnir í bækistöðvarnar eftir að rökkva tók. Þeim dugði yfirleitt fjögurra tíma svefn. Þeir voru báðir í mjög góðu formi. En á meðan Eisenhower gat sökkt sér niður í hvernig hann ætlaði að sækja á þýsku víglínurnar hafði Rommel sökkt sér niður í að undirbúa varnir sínar. Hann dældi niður milljónum tonna af sementi, lagði hundruð þúsunda sprengja á víð og dreif. Lagði skriðdrekagildrur og lagði svo milljónir staura um akra Normandy sem fengu svo nafnið “Aspasinn hans Rommels”. Þetta var til að torvelda svifflugum bandamanna sem komu svífandi inn með fótgönguliða og búnað. Stundum var búið að strengja stálvíra á milli staurana þannig að þegar vélarnar lentu á þessum hindrunum var ekki spurt að leikslokum. Menn og búnaður bókstaflega bútuðust í sundur, og voru fjölmargir flugmenn sem voru höfðinu styttri eftir D-Day.
En undirbúningi fyrir innrásina hafði næstum því verið lokið um miðjan maí 1944, allt niður í minnsta smáatriði. Leyniþjónustumenn höfðu fylgst vel með öllum framkvæmdum “Atlantshasveggins”. Bandamönnum til mikillar hamingju hafði fullt af hindrunum og girðingum verið bara hrúgað upp í einn haug frekar en að gera úr þeim nothæfar hindranir. En við Omaha-strönd hafði áhöfn B-17 sprengjuvélar varpað öllum sínum sprengifarmi á mannvirkin við Omaha-strönd. Major Kenneth Lord, sem var í njósnadeild G-3 fyrir 1-Herdeild, hafði skoðað ljósmynd sem tekin hafði verið úr B-17 spregjuvélinni þegar sprengjufarmurinn lenti á Omaha ströndini og honum var nokkuð brugðið við það sem hann sá á þeim ljósmyndum. Það hafði orðið keðjuverkun af sprengingum neðansjávar eftir að sprengjufarmurinn hafði sprungið. Þetta var ný framþróun því í leynilegum sendiförum sem njósnarar höfðu farið áður voru engar neðansjávar-sprengjur til staðar, og þær mundu gera lendingu á “Higgins-boat” nær ómögulegar þarna ef þessar sprengjur yrðu ekki aftengdar áður. Aðalhausverkurinn sem sjóherinn hafði var að vita hverskonar búnaður væri þarna á ferð, og sendu yrði njósnara til að kanna þetta. Voru þetta sprengjur sem voru með segla, þrýstibúnað eða rafmagnstengdar?
Sá sem valin var í njósnaleiðangurinn hét George Lane og hann var kapteinn. Hann hafði farið í svona ferð í apríl og kom með til baka sprengju og búnað sem gerði yfirmann hans skíthræddan þegar hann sá búnaðinn, því hann var hannaður til að vera ofansjávar og þoldi ekki það að vera neðansjávar þannig að saltið var búið að valda ryðmyndun í búnaðinum og þetta gat sprungið á staðnum þess vegna. Hann fór í annan leiðangur til að mynda allar sprengjur neðansjávar með innrauðri myndavél, og núna var hann að fara í en eina njósnaferðina.
En því miður var hann ekki eins heppin og í fyrri njósnaferðum sínum því áhöfn á þýskum eftirlits bát, “German E-Boat”, náði honum. Captain George Lane var fluttur eins og skot til La Roche-Guyon til að verða yfirheirður. Mjög glæsilegur herráðsskrifstofu maður kom inn í herbergið til Lane og spurði hann, “Jæja, hvernig eru hlutum nú háttað í Englandi núna? Veðrið hlýtur að vera yndislegt, í lok maí er veðrið alltaf svo yndislegt í Englandi…”, það kom svo í ljós að hann átti enska eiginkonu. Hann fór svo með Lane inn til Rommels “Eyðimerkurrefsins”.
Rommel sagði: Þú ert í mjög alvarlegum málum! Það er af því að við höldum að þú sért skemmdarverkamaður.
Lane sneri sér til túlksins og sagði: Vinsamlegast segðu við hans háttvirta að ef hann trúir því, þá held ég að hann hefði aldrei boðið mér hingað.
Rommel hló dátt og sagði: Jæja þú heldur að þetta sé boð?
Lane svaraði: Já innilega held ég að þetta sé boð, og ég tel þetta vera mér mjög mikill heiður, og ánægjan er öll mín herra!
Rommel hló aftur og sagði: Jæja þá, en hvernig hefur vinur minn Montgomery það?
Lane svaraði: Ég þekki ekki Montgomery…
Rommel: Hvað heldurðu að hann sé að bralla núna?
Lane: Það eina sem ég veit er það sem er skrifað í Times og þar segir að hann sé að undirbúa innrás.
Rommel: Heldur þú virkilega að það verði innrás? Að Bretarnir munu gera árás?
Lane: Það er það sem ég les í Times, þannig að ég trúi því.
Rommel: Já, ef þeir gera innrás mun þetta vera í fyrsta skiptið sem Bretarnnir munu þurfa að berjast í orrustu!
Lane: Hvað meinar þú eiginlega?
Rommel: Þeir fá alltaf einhverja aðra til að há orrustur sínar, Ástrali, Ný Sjálendinga, Suður Afríkumenn. Þeir eru mjög klókir þessir Bretar.
Rommel verður mun alvarlegri og spyr: Hvar heldur þú að innrásin verði?
Lane: Ég veit sannarlega ekkert um það, þeir mundu aldrei fara að segja mér það sem er bara undirþjálfi í hernum. En ef ég fengi einhverju ráðið með það mundi ég fara yfir sundið þar sem allra styðst væri að fara. (Calais)
Rommel segir þungt hugsi: Já og kinkar kollinum, þetta er mjög athyglisvert.
Þeir héldu svo áfram samræðunum og töluðu um pólitík og þá skoðun Rommels að honum fyndist að Bretar og Þjóðverjar ættu að berjast hlið við hlið gegn Rússunum. Lane var ekki á þeirri skoðun.
Þegar þeir höfðu lokið samtali sínu var farið með Lane til Parísar þar sem hann var afhentur Gestapo. Það sem undirstrikar að Rommel var sannur Riddari var að Gestapo yfirheyrði aldrei George Lane, þeir pyntuðu hann aldrei né beittu hann neinum þvingunum. Þeir hefðu ekki vogað sér það þar sem Rommel sjálfur hafði yfirheyrt Lane og um leið slegið verndarskyldi um hann. Lane var heppinn og eins voru bandamenn heppnir því sendiför Lanes var á ströndum Calvados, Frakklandi, þar sem innrásarherinn ráðgerði að ná strandhöggi.
Varnar hugmyndir Rommels voru rangar….
Erwin Rommel hugsaði eins og “Battlefield Commender” eða hershöfðingi sem var staddur á vígvellinum. Það varð hans helsti galli við skipulaggningu varna “Atlandshafsveggsins”. Hann rétt eins og George S. Patton var alltaf með hermönnum sínum á vígstöðvunum. Þeir báðir voru um borð í sínum jeppum eða skriðdrekum, kallandi skipanir til sinna manna og gáfu þeim móralskann stuðning. Hermennirnir virtu yfirmenn sína og börðust að alefli fyrir þá. Stundum kom það fyrir að Rommel var næstum handsamaður að óvinum því framsókn hans var of hröð og byrgðar og flutningsveitir þeirra gátu ekki fylgt á eftir. Eitt sinn var hann staddur á bresku hersjúkrahúsi og Rommel hafði heldur ekki gert sér grein fyrir því, þegar einn særður þýskur hermaður bendir honum á það. Bretarnir héldu að Rommel væri pólskur hershöfðingi hehe… Gerge S. Patton var kannski örlítið ýktari en Rommel, en bæði Patton og Rommel vissu hvað það var sem þurfti til að láta hermaskínuna virka! Eitt sinn í Norður-Afríku hafði einn jeppana fest sig rækilega, og Rommel var ekkert minni maður en hver annar og var í drulluni að ýta jeppanum með mönnum sínum. Rommel deildi sömu aðstöðu og undirmenn hans, oft voru það frekar úr sér slitnir hermannabraggar, og á nóttunni varð mjög kalt í eyðimörkinni.
Í maí mánuði hafði Rommel þrár herdeildir við Contendin svæðið. 23 Deild, 709 Deild og 91 Deild. Meðfram Calvados strönd var 352 Deild sem var við Omaha, 716th sem var við (bresku sjávarlínuna) og 21st skriðdrekadeildin var við Caen. Þetta var hvorki fugl né fiskur, og megintilgangur hans með því að dæla öllum þessum milljóna tonna af steypu og grafa skurði var að tefja innrásarherinn nóg til að vita hvar hann mundi reyna strandhögg, og þá um leið að koma með öfluga mótspyrnu með skriðdrekum gegn bandamönnum á D-Day. En með svo fáar deildir sem vörðu svo viðamikið og stórt svæði var áætlun hans meingölluð. Hitler að sama skapi neitaði Rommel um að stjórna skriðdrekadeildunum eftir sínu höði og áætlun, og um leið var Hitler að binda hendur Rommels. Þar af leiðandi gékk ekki áætlun Rommels ekki upp, en bara fyrir tilstuðlan snargeðveiks einræðisherra sem Hitler hét, sem var í raun bæði mjög greindur maður, en hafði smá galla að vera ofsóknaróður og var kominn úr tengslum við allan raunveruleika.
Heinz Guderian og von Rundstedt voru gjörsamlega á móti þessum hugmyndum Rommels og Hitlers. Á Sikiley og eins við Salerno höfðu skriðdrekar þýska hersins brotist í gegnum varnarlínu bandamanna og komist niður við sjávarlínuna. Þar tók við hreinasta helvíti á jörð fyrir áhafnir skriðdrekana, því á hafi úti sátu tundurspillar og freigátur bandamanna og þeir þurrkuðu út mótspyrnu Þjóðverja á nokkrum sekúndum og með svo mikilli nákvæmni að ekkert varð eftir af skriðdrekunum er sprengikúlurnar lentu á þeim, það eina sem stóð eftir var bara mjög djúpur gígur. En Rommel vissi þetta ekki og hafði aldrei séð neitt þessu líkt.
4. Júní 1944….. “Örlögin taka til sinna ráða!”….
Rommel ákvað að halda heim til að heimsækja eiginkonu sína og eins til að grátbyðja Hitler um fleiri skriðdrekasveitir. Hann kom heim í Herrlingen rétt til að ná sólsetrinu með eiginkonu sinni Lucie. Þau fóru í kvöldgöngu saman þar Lucie var að prufa nýju skóna sem Rommel hafði fært henni í afmælisgjöf. Salmuth Hershöfðingi og yfirmaður fimmtánda hersins var í Ardenne fjöllum að veiða. Dollmann hershöfðingi yfir sjötta hernum var á leiðinni til Rennes á kortaæfingu. Feuchtinger hershöfðingi yfir 21 skriðdrekaherdeidinni (21st Panzer Division), ásamt yfirherstjórnanda sínum, voru á leiðinni til Parísar að hitta vinkonu Feuchtinger.
Þýski herinn hafði náð að komast yfir dulmálssendingar til frönsku neðanjarðarmótspyrnunar að innrásar væri að vænta mjög fljótlega, og sveitirnar ættu að vera í viðbragsstöðu. Einn af leiniþjónustumönnum Rundstedts sagði að það væri fáranlegt að fara gera innrás á þessum tíma og tilkynna það fyrst til frönsku mótspyrnunar á undan BBC. Í maí höfðu margar svona falskar sendingar komið og þýski herinn hafði verið of oft kallaður í viðbragsstöðu og þurfti því að fórna of mörgum dögum til einskins, þannig að Dollman hershöfðingi ákavað að gera ekki neitt með þessi skilaboð og lagði að stað til Rennes.
5. júní: Lognið á undan storminum.
Það er hádegi og Eisenhower er niðusokkinn í að skrifa niður á blað eftirfarandi: “Lending okkar… hefur mistekist,” byrjaði hann að skrifa, “ég hef dregið allt herliðið til baka. Ákvörðun mín að gera alsherjar árás á þessum tíma og stað, var tekin eftir bestu vitneskju okkar á þeim tíma. Hermennirnir, flugherinn og sjóherinn lögðu alla sína krafta og hetjudáð í þessa innrás. Ég tek einn alla þá ábyrgð fyrir að þessi aðgerð hafi farið forgörðum…”
Rommel átti mjög rólegan 5. júní. Hann tíndi villiblóm í afmælisvönd sem hann var að útbúa. Hans von Spiedel yfirmaður mannafla Rommels, var að undirbúa veislu í chateau La Roche-Guyon sem átti að vera um kvöldið. Hann ætlaði að bjóða nokkrum vinum og eins og Hans von sagði “Sá gamli er farin í burtu”.
Marcks hershöfðingi hafði miklar áhyggjur að skilja eftir hermennina sína um miðja nótt er hann var kallaður til Rennes. Ráðgert var að halda nætur æfingu þá nótt og er bandamenn fundu skothylki Þjóðverjana eftir innrásina þá tóku þeir eftir því að það voru trékúlur í skothylkjunum. Bandamenn héldu það að þýski herinn ætlaði að gera þetta viljandi til að valda sem mestum skaða á hermönnum bandamanna, en það var nú ekki þannig, heldur voru skothylkin frá þessari næturæfingu.
Í Arnarhreiðrinu, Berchtesgaden, átti Hitler bara venjulegan dag. En eins og Walter Warlimont, næst-hæst-ráðandi yfir herrásskrifsstofuni skrifaði það, “Þann 5. júní…. höfðu æðstu herráðsskrifsstofur Hitlers ekki nokkurn grun um að þessi miklu kaflaskil í stríðinu, væri yfirvofandi!”.
Þennan eftirmiðdag fara 82nd og 101st Airborne division, að gera sig tilbúna og hlaða á sig allan búnaðinn. Hver fallhlífarhermaður stökk með búnað sem nam 45-50kg og er það ótrúlegt að þeir hafi bara lifað stökkið af, enda týndist oft nær allur búnaður þeirra er þeir stukku út, og aflið af hreyflum Douglas vélana feykti búnaðinum af þeim. Eisenhower fór til þeirra og stappaði í þá stálið. “Go get them guy's!!!” sagði Eisenhower vígreifur.
Um átta leitið að kvöldi 5. júní sendir “Axis Sally” eða eins og hermenn bandamanna kölluðu hana “Bitch of Berlin”, kveðju í útvarpið, “Góða kvöldið 82nd Airborne Division” sagði hún, “í fyrramálið munum við nota blóðið úr yðrum ykkar til að smyrja hjólin á skriðdrekunum okkar!”. Þetta angraði mjög marga en sumir uxu ásmegin við þetta. Málið var að kellinginn var búin að básúna þetta í meira en tíu daga, og þýski herinn vissi heilmargt um sálfræði hernað sem bandamenn vissu ekki. Eins vissi þýski herinn um þau tilfelli er hermenn fengu svokallaða “Histerical blindness” og eins er hermenn misstu alla lífslöngun og raunveruleikaskin. Sumir hágrétu, aðrir urðu stjarfir og sumir urðu skelfingu lostnir. Patton löðrungaði einn hermann bandamanna í sjúkraskýli sem hafði fengið þetta sálræna áfall sem heitir “Shell shoked”.
Í dag vita geðhjúkrunarlæknar hjá hernum alvarleika þess, að verða óvirkur í orrustu vegna geðtruflana. Í dag lesum við um að hinir og þessir hafi fengið áfallahjálp, og bara við því einu að verða vitni að smá atvikum, að sumum virðist. En það sem gerist í heila okkar, bara við það að verða vitni af hörmulegum aðstæðum, td. bílslysi og mannsláti, eða sjá flugvél nauðlenda, getur komið að stað keðjuverkun í heilanum á okkur sem að lokum getur leitt okkur til dauða, ef við meðhöndlum ekki þetta áfall.
Eftir Víetnam stríðið fóru geðlæknar að kanna þetta nánar í bandaríska hernum, og þeir tóku eftir því að hermenn sem höfðu lent í orrustum og orðið vitni af hræðilegum atvikum, t.d. þar sem vinur þeirra hafði látist á vofeigilegan hátt, voru í raun breittir persónuleikar þegar þeir sneru heim aftur.
6. júní 1944.
“Let's get those Bastards!!!!”……
Airborne all the way!
Fyrsta skrefið í innrásini var að 82nd Airborne og 101st Airborne sveitirnar áttu að stökkva fyrir aftan víghreiður nasista sem voru við strendurnar, og gera óvirkar fallbyssur sem höfðu kortlagt hverja einustu tommu á Utha og Omaha strönd. Ef fallhlífarsveitirnar mundu ekki ná markmiðum sínum væri ekki nokkur möguleiki fyrir landgönguliðana að reyna að komast upp strendurnar.
Næsta skref var gífurleg skothríð frá tundurspillum og freigátum sem lágu fyrir utan Normandy á víghreiður þýska hersins. Næst þegar þið pantið ykkur 16“ pizzu þá sjáið þið með berum augum sverleikann á sprengikúlunum sem var hleypt af úr byssum þessara ógurlegra orrustuskipa bandamanna.
Bismarck var stærsta orrustuskip sem byggt hafði verið og stolt þýska sjóhersins, með skotkraft svo mikinn að það gat skotið venjulegum fólksbíl frá Reykjavík til Keflavíkur. Bismarck sökkti breska orrustuskipinu HMS Hood 1941 á Íslandsmiðum suð-vestanverðum, í einum ógurlegasta sjóorrustubardaga seinni heimstyrjaldarinnar, HMS Hood komst aldrei í skotfæri við Bismarck. Aðeins þrír af 1.418 manna áhöfn HMS Hood komust lífs af. Bismarck var með 35cm þykka brynvörn til varnar viðkvæmustu stöðum á skipinu, en það varð ótrúleg heppni sem leiddi til þess að Bretar náðu að sökkva þessu ógurlega orrustuskipi. Ég legg til að þið kæru hugi.is vinir lesið ykkur til um þessa rosalegu orrustu.
Ég ætla ekki að rekja hvernig orrusturnar fóru fram á D-Day, það er efni í alveg sér kapitula út af fyrir sig.
En það sem er einna helst að segja frá hér er það, að þegar þýski herinn verður þess var að bandamenn eru að sækja á þá í Normandy, voru þeir frekar vantrúaðir að þetta væri aðal innrásarstaðurinn og þetta væri frekar blekking að hálfu bandamanna því aðalinnrásin ætti að koma við Calais. Bresku sérsveitirnar SAS höfðu kastað út yfir Normandy gervi-fallhlífarmönnum úr flugvélum (til að blekkja Þjóðverja) og fá þá til að halda að bandamenn væru við það að lenda í Calais. Auk þess trúðu þeir ekki þeirri staðreynd að Eisenhower mundi fórna sínum best þjálfuðu hermönnum, fallhlífarsveitunum, í svona sjálfsmorðsárás. Það er fallhlífarsveitunum til hrós hve vel þær leystu verk sín af hólmi. Þeir hikuðu ekkert, gengu rakleiðis til verka og nú voru þeir staddir andspænis hinni marg rómuðu Hitlers-æsku, og oft voru fallhlífarhermennirnir með engin vopn því búnaðurinn var fokin út í buskann. Til að gera langa sögu stutta þá skorti oft þýska hernum alla þá frumkvæðni sem amerísku hermennirnir höfðu nóg af. Hitlers-æskan var of rög við það að taka á skarið, því sá ótti að gera mistök var þeim sterkari í brjósti. En það varð nú samt ekki alltaf staðreyndin því þýski herinn var ótrúlega vel skipulagður og hafði innaborðs mjög færa hermenn. Þrátt fyrir ýmis afglöp í þýska hernum voru þó vel skipulagðar sveitir þar á meðal sem veittu bandamönnum mjög harða mótspyrnu. Þessar sveitir voru oft ekki skipaðar mönnum yngri en 13 ára, og það sem menn tóku eftir að hve mikilli hörku þessir ungu menn börðust. Nýlega sagði einn sálfræðingur látið 10 ára barn fá vopn í hönd. og þið fáið einn sterkasta og harðskeittasta hermann, sem stríðssagan hefur getið um. Ástæðan er sú að börn gera sér ekki grein fyrir þeim afleiðingum sem morð hefur í för með sér. Þau eru grimmustu hermenn merkurinnar, sagði einn hershöfðingi……
Þegar þeir fáu hershöfðingjar sem voru á vakt gerðu sér grein fyrir alvarleika innrásarinnar höfðu þeir beint samband við Berchtesgaden þar sem Hitler lá í fasta svefni. Sá sem tók við boðunum þorði ekki að vekja ”Der Fhurer“. Hann svaf bara áfram og var í sínu draumalandi, og þó svo að hann væri vakandi má segja, að hann hafi samt verið afram, staddur í draumaheimi…
Erwin Rommel fær skilaboðin þegar klukkan er um 9:45 og bandamenn eru komnir vel á leið upp hinar alræmdu fjörur. Aðstoðarmenn Rommel heyra hann segja ýtrekað aftur og aftur ”Vitlaus gat ég verið! Vitlaus gat ég verið!".
Þegar loks einhver sem gat tekið ákvörðun um hvað skildi gera varð það orðið allt of seint. bandamenn voru búnir að ná fótfestu og þegar skriðdrekasveitir öxulveldisins loksins fengu skipun frá Hitler var komið kvöld á þeim örlagaríka degi, 6. júní, og skriðdrekasveitirnar voru við París þannig að það tók töluverðan tíma fyrir þær að ná að komast á átakasvæðin.
Amsterdam 6. júní 1944
Anna Frank heyrði tilkynninguna í útvarpinu, í loftinu á felustaðnum sínum, þar sem hún og fleiri höfðu náð að fela sig í marga mánuði fyrir SS sveitum nasista. “This is D-Day” kom í útvarpinu á ensku. Hún skrifaði í dagbók sína á ensku “This is the day.” og hún skrifaði svo meira, “Innrásin hefur byrjað, Englendingarnir færðu okkur fréttirnar. Við ræddum þetta þegar við snæddum morgunverðin okkar klukkan 9:00. Er þetta bara tilraunarlending eins og við Dippe fyrir tvemur árum síðan? En það ringdi inn tilkynningum allan liðlangann daginn í gegnum útvarpið og á fleiri stöðum…”
“Miklar hræringar hér í leynistaðnum Annexe!” skrifaði Anna Frank, “Þetta er enn þá of gott til að vera satt, eins og í yndislegu ævintýri. Ætli okkur verði gefin sigur í ár 1944? Við vitum það ekki enn þá, en vonin hefur kviknað aftur í hjörtum okkar, þetta gefur okkur nýtt og endurnýjað hugrekki og gerir okkur en sterkari fyrir vikið…. Nú frekar en oft áður verðum við að bíta á jaxlinn og ekki gráta upphátt. Frakkland, Ítalía, Rússland, og jafnvel Þýskaland líka, geta grátið upphátt núna og látið sorg sína í ljós hverjum sem er upphátt! En við höfum ekki þann rétt enn þá!”
“Það sem mér líður best með þessa innrás er að mér líður eins og vinir mínir séu að nálgast okkur. Við höfum verið undir oki þessa hræðulegu Þjóðverja of lengi, og þeir hafa verið með hnífinn við háls okkar of lengi, þannig að hugsunin um að vinur sé í nánd er okkur svo kær og fyllir okkur sjálfsöryggi!”. “Kannski kemst ég í skólann í september eða október.”.
Anna Frank 6 júní 1944
Betra er fyrir mann að mæta birnu, sem rænd er húnum sínum, heldur en heimskingja í flónsku hans……
Salomon konungur….
Frá greinarhöfundi, 60 ár eru liðin frá lokum WWII…:
Það sem veldur oft mörgum heilabrotum og það sem menn eru að skeggræða í dag er, hvort Erwin Rommel hafi verið viðráðin samsærinu gegn Hitler. Það eru fjölmargar kenningar á lofti, og auðvitað ber að varast að hoppa á einhverjar kræsandi kenningar, sem kunna að hljóma eins og konfekt í eyrum gott fólk. Þess vegna set ég hér vissan fyrirvara, og ég vil stuðla að því að fólk lesi og kynni sér í hvívetna allar staðreyndir málsins!
Því oft hefur viss sannleikur hljómað vel í eyrum, en er í raun eitur í beinum!. Ég mæli með því að þið elsku kæru vinir á hugi.is, lesið ykkur til um þessi má, og lesið þau ofan í kjölinn, án fordóma, og án þess að einhver mati ykkur af hinu og þessu, því það hafa nógu oft, margir ofbeldisfullir geðsjúklingar gert það í gegnum tíðina! hehe…
Ég hef skrifað þessa grein algjörlega eftir þeim ritum sem ég hef komist yfir eftir sagnfræðingum og öðrum fræðinmönnum, og ég hef metið mína skoðun á þeim ritum og komið þeirri skoðun hér á framfæri, þetta eru allt mínar skoðanir, og ykkur er fullkomlega frjálst að koma með ykkar innleg hér á þessum frabæra og besta vef sem gerður hefur verið! Hugi.is. Ég ég er ekkert tengdur þessum vef á neinn máta, ekkert frekar en þið, né hef ég neinn ágóða að mæla með þessum vef! bara svo að það komi fram skýrt hér…
Kannski eru sumir (fræðimenn) ekki sammála þessari grein, að sumu leyti, en allavegana það sem ég gerði var, er að reyna að skrifa þessa grein og niðurstöðu mína, með sem mestri auðmýkt og varfærni, þannig að lesandinn sjálfur gæti tekið frumkvæðið, leitað heimilda og grenslast fyrir sjálfur í bókmenntum og hrúgum af fróðleik og visku. Farið inn á bókasöfn og spyrjist fyrir um sína þekkingu, og sína túlkun….
Það er oft sem fróðleiksfísn okkar verður okkar mesti hvati af visku og hugmyndum………..
Ég las fjöldan allan af gögnum, greinum og heimildum sem ég gat mögulega komist yfir. Þessi grein og efni, varð heltekin af mér í raun… Ég vona að ég hafi veitt ykkur einhverja innsýn inní hugarheim þessa mestu riddara okkar seinni tíma gott fólk, og veitt ykkur einhvern styrk í því að leita sjálf fróðleiksins, því að lokum eruð það þið sem eruð hinu sönnu sagnfræðingar, þið sem finnið sjálf þörfina að finna söguna, takk fyrir mig kæru hugi.is kæru vinir, notið eigin hyggjuvit sagði Salomon konungur, ég er honum fullkomlega sammála.
En það sem ég hef kynnt mér og lesið mig til um, eru meðal annars heimildir, frá Martin Blumenson sem fékk öll bréfin frá ekju Rommels og syni. Þau skíra hugarástand þessa riddara og af hverju hann ákveður að snúast gegn Hitler. Eins hef ég lesið mikið um Erwin Rommel og kann það kannski að skína hér í gegn í þessari grein minni, hve mikið ég dáðist af þessum manni, fyrir hverju hann stóð! og fyrir hverju hann varðist!…
Ég sem greinarhöfundur er að ég tel mjög trúaður, ég trúi á Jesús Krist! og allt sem hann stendur fyrir! MUNIÐ ÞAÐ! en það þýðir ekki það að ég geti ekki skrifað um hið liðna og fjallað um það. Ég hef verið gagnrýndur í mínu trúfélagi að skrifa um stríð og mína vissa ástríðu á WWII. Kannski er það rangt að gera svo, en hver veit. Mig langar og ég finn einhvern drifkraft, drífa mig áfram af halda áfram að skrifa hér, um það sem mig langar. Ég hef lesið mig heilmikið um Salomon konung og hann varar við því gott fólk hér á hugi.is að dáðst af þeim sem íta undir ofbeldi og stríð! En um leið segir Salomon, að það er okkar skilda, og viska, að vita um fortíð okkar, og um leið varast hana, því að um leið að við vitum það sem forfeður okkar gerðu svo rangt, þá kannski munum við að viti leiðast. Hver veit.
En eins og ég sagði eru þetta bara mínar hugarrenningar og munið ekki smitast af þeim kæru vinir. Lesið og fræðist. Hitler vildi það ekki!
Mín skoðun byggist á því og er eftirfarandi: Orð Salomons konungs hafa kannski ekki verið Rommel í huga þegar hann ákvað að ganga í lið með samsærismönnum, en honum leið kannski þannig, að frekar vildi hann berjast við birnu, en að halda áfram að þjóna þeim sem lifði í sínum kúkú-skíaheimi sem Berchesgaden hét. Eftir margítrekaðar tilraunir að bjarga hermönnum sínum í Norður-Afríku og fá að flytja þær heim, þar sem Rommel gæti leitt sinn stolta og trygga her áfram, og eins og Rommel hafði hugsað sér. Rommel átti í raun bara einn óvin, og hann var rammur björn við að draga, sem kallaðist rússneski herinn. Rommel hataði Rússana og allt sem þeir stóðu fyrir. Rommel vissi að Rússar höfðu hatað allt sem þýskt hét í langan tíma.
Eitt var víst að rússnenski björnin í austri hafði eldað grátt silfur við Þjóðverja lengi og var í gífurlegu vopnaðarkapphlaupi við þýskaland áður en seinni heimstyrjöldin skall á.
Rommel er þess fullviss að Hitler er löngu búinn að missa allt veruleikaskin, og í ljósi þess ákveður Rommel að sameinast með Karl-Heinrich von Stuelpnagel hershöfðingja og stjórnanda þýska hersins í París og Claus von Stauffenberg, sem eru forsprakkar samsærisins þar. Þeir eru samstíga með skoðanir sínar og sannfæringu. Kúkú-land Hitlers hefur eignast einn en nýjan óvin.
Erwin Rommel er aftur á móti því að ráða Hitler af dögum, frekar vill hann leifa Hitler að njóta vafans í eitt seinasta skiptið, og ákveður að senda Hitler “Bliz-telegram” (forgangs-skilaboð), þess efnis að stríðið sé á þeim tímamótum að Hitler eigi að gefa þá skipun að draga allt herlið Þjóðverja til baka að landamærum þýskalands, þetta sé nauðsynlegur missir því hernaðarstyrk Deutche Wermacth sé að húfi. Rommel hafði lög að mæla því Siegfried-línan ásamt hinu breiða Rínarfljóti eru þær varnir sem raunhæft væri að halda fengnum hlut. Eyðimerkurefurinn var forsjáll með eindæmum enda sanna allir sigrar hans það, og það var sagt að hann byggi yfir sjötta skilningsvitinu að sjá fyrir hvernig óvinurinn mundi bregðast við. Dyggust hermenn hans, sem fylgdu honum kölluðu hans náðargáfu vissum orðum, allt frá því að þeir voru þeim heiðri aðnjótandi sem venjulegur hermaður að geta verið kallaður, að vera meðlimur í hini alræmdu “Draugaherdeild”…
Siegfried-línan var varnarvirki sem Hitler fyrirskipaði að yrði byggt á árunum 1936-'40. Siegfried-línan lá frá landamærunum sunnan frá Sviss og alla leið norður til landamæra Hollands. Þetta risastóra mannvirki var meira en 640km langt, var byggt á mörgum stöðum langt niður í jörðina og hafði meira en 3000 skotvirki og skotbyrgi. Hermenn gátu búið margar vikur þarna án þess að fá vistir. Gífurlegar skriðdrekahindranir lágu svo fyrir framan línuna, jarðsprengjubelti, steyptir pýramídar sem voru mannhæða háir, og gaddavírslínur hindruðu fótgönguliða allar leiðir. Bandamenn sungu vinsælt lag og gerðu grín af Siegfried-línuni og textinn var einhvern veginn þannig, “We're gonna' hang our washing on the Siegfried-Line”. Bandamenn urðu fyrir einu mesta mannfalli sínu við það að brjótast í gegnum þetta mannvirki.
Rínarfljótið var annarskonar hindrun í vegi bandamanna en ekki minni. Þetta mikla fljót rennur 720 km leið gegnum Þýskaland, allt frá ítölsku ölpunum í suðri til Ruhr héraðs sem var hjarta þýsku stríðsmaskínunar og mikið iðnaðarhérað, og heldur áin svo til Hollands. Fljótið á mikil tilfinningarleg ítök í þýsku þjóðinni og er mikil siglingarleið og lífæð fyrir landið. Sagan um þýska Rínargullið er hverju mannsbarni kunnugt, og notaði stórskáldi Wagner það í stórverkið sitt, Niflungarhringinn.
Legg eigi lag þitt við reiðigjarnan mann og haf eigi umgegni við fauta, til þess að þú venjist eigi á háttsemi hans og sækir snöru fyrir líf þitt….
Salomon konungur….
16. júlí 1944. Rommel biður Gunther von Kluge að senda “Blitz-telegram” eða “leiftur-skeiti” , og það eigi að berast til “Der Fuhrer!” eins og skot….
17. júlí. Bílalest Rommels verður fyrir árás breskra orrustuvéla á frönskum sveitavegi og bílinn sem Rommel er í verður fyrir kúlnahríðinni. Bílstjóri Rommels lést samstundist og við það verður bílinn stjórnlaus og endar úti í skurði. Erwin Rommel verður fyrir töluverðum áverkum á höfði og er sendur til þýskalands á sjúkrahús.
19. júlí. Gunther von Kluge hershöfðingi hefur ekki ennþá sent “Blitz-telegram” til Hitlers, þrátt fyrir beina skipun Erwin Rommels.
20. júlí. Claus von Stauffenberg fer til “Wolfs-lair” eða Úlfadenið, í Prússlandi, þar sem hann kemur fyrir tímasprengju ætluðum Hitler. Það sem varð honum til bjargar meðal annars var stórt og mikið eikarskrifborð. Stauffennberg hafði skroppið út fyrir meðan fundarhöldin héldu áfram. Hann slapp í burtu í flugvél en náðist síðar. Það fara tvennar sögur af því hvernig grunurinn barst að Rommel. Önnur kenningin er sú Caeser von Hofacker sem var yfirmaður í þýska flughernum og frændi Stauffenberg, hafi gefið upp nafn Rommels er hann var píndur af Gestapo.
Hin kenningin er sú, að eftir að landstjóri Parísar Karl-Heinrich von Stuelpnagel hafi reynt sjálfsmorð, var hann endurlífgaður og færður á þýskt sjúkrahús. Þar var hann pintaður af Gestapo, og á göngum sjúkrahússins hafi hann öskrað nafn Rommels endurtekið í kvalarfullum sársauka.
7. október. Erwin Rommel neitar að fara eftir skipun Hitlers að koma til Berlin….
14. október. Tveir hershöfðingjar mæta heim til Rommels í Errlingen, og afhenda honum bréf frá Hitler og eina blásýrutöflu…..
Bréfið var eftirfarandi:
Fremdu sjálfsmorð og þú færð útför sem þjóðhetja, eða komdu fyrir dóm þar þú verður dæmdur fyrir landráð og verður hengdur, og við munum svipta fjölskyldu þinni öllu….
Erwin Rommel kveður eiginkonu sína og son í seinasta skiptið og er keyrður í burtu. Mark Blumenson skrifaði, þeir sem sáu lík Rommels eftir að hann dó, tóku eftir svipbrigðunum í andliti hans, þau gáfu til kynna algjöra fyrirlitningu.
Þar með var Erwin Rommel farin yfir móðuna miklu og en einn riddarinn horfin af víglínuni. En fyrir að vera hershöfðingi í her Hitlers, sótti hann sína snöru.
Hafa foreldrar okkar í rauninni gleymt hvernig var að vera ungur? Það lítur út fyrir það því að þeir taka okkur alvarlega þegar við erum að gera að gamni okkar og hlæja að okkur þegar við erum alvarleg…Anna Frank……..
Lokaorð greinarhöfunds:Það er mín einlæg trú og mitt innra innsæi sem segir mér það gott fólk, að aldrei mun mannkynið góða, eiga aftur slíka góða og innsæa herstjórnendur, og við höfðum hér í seinni heimstyrjöldinni. Mitt álit er það að hinir einu sönnu riddarar vorrar eru horfnir, og munu aldrei koma aftur. Það liðna er liðið………..
kær kveðja,
Ólafur Kr. Sveinsson (Lecter)
Heimildir:Stephen E. Ambrose og bók hans D-Day (flestar vitnanir mínar og þíðanir eru þaðan!)
Martin Blumenson sagnfræðingur og Bók hans um Erwin Rommel, og ævi….
Richard Collier, Ritstjóra Time-Life bóka… Eins bækur hans um Eyðimerkurstríðið… (samanber vitnanir í bresku sérsveitirnar um eyðimerkurstríðið)
www.joric.com/com/Conspiracy/Rommelb.htm
www.topedge.com/panels/ww2/na/tactics.html
www.achtungpanzer.com/gen1.htm
Næstu greinar:
Helvíti í Auschwitz……
Grein byggð á reynslusögu manni að Viktor E. Frankl nafni, virtum Geðlækni í dag, sem langaði að fræða suma, um vissa hluti….
Eyðimerkurstríðið…….
Hvernig Rommel varð að goðsögn………