60 ár eru liðin frá lokum WWII…
Formáli.
Næsta vor eða 7 maí mun vera 60 ár frá lokum þeirra mestu umbrotatíma sem mannkynið hefur horft upp á og má segja að allt mannkynið hafi á einn eða annan hátt orðið hluti af þessum mikla hildarleik. Þennan dag unirritaði Dönitz aðmiráll skilyrðislausa uppgjöf Þjóðverja. Hörmulegir stríðsglæpir komu í ljós eftir seinni heimstyrjöldinna og var flétt ofan af gyðingaofsóknum nasista og þeirra hrottalegu fjöldamorð í gasklefunum urðu öllum opinberuð. Eins komu í ljós sannanir að nasistar höfðu verið með svokallaðir hreinsanir í sínu eigin ríki þar sem börn voru kerfisbundið tekin af lífi fyrir það eitt að vera þroskaheft eða jafnvel bara aðeins eftir á miðað við jafnaldra sína. Ástæðan var að einhver af undirmönnum Hitlers hafði reiknað út að það var of kostnaðarsamt fyrir þriðja ríkið að styðja þessi börn. Það var grein sem ég las fyrir áralöngu og ég get en ekki fyrirgefið mér að halda ekki þessari grein eftir. Hún sagði frá manni sem lýsti því þegar leynilögregla Hitlers SS, nam á brott bróðir sinn sem hann elskaði meira en lífið sjálft. Hann var aðeins seinn til miðað við jafnaldra og við mundum ekki kalla hann þroskaheftann eða með down syndrome heldur það barn í dag sem má kannski flokka undir að þurfa stuðning og sérkennslu í skóla. Hann var blíðari og kurteisari en tíðkast mátti og allra hugljúfi. Þetta Guðsbarn, var 5 ára þegar hann var tekin og hann sá hann aldrei aftur eftir þetta. Ég táraðist þegar ég las greinina því hún var svo snortin og innblásin af kærleik og söknuði. Að missa svo kæran ástvin var bara ein saga af öðrum milljóna eins. Við hin, sem eftir lifðu meigum adrei gleyma þessum atburðum því það er skilda okkar að seigja okkar afkomendum, börnum okkar frá þessum atburðum svo að þessir glæpir gegn mannkyninu gleymist aldrei og munu aldrei endurtaka sig…
það eru tveir einstaklingar sem mig langar að fjalla um í þessari grein minni og mun ég skipta henni niður í þrjá kafla og ég sendi hér inn fyrsta kaflann. Þessir tveir einstaklingar voru báðir afburðarmenn á sínu sviði. Báðir þessir einstaklingar voru málstað sínum trúir og miklir heiðursmenn, hvar sem þeir komu var eins og einhver ósýnileg ára verndaði þá og útgeislun þeirra var slík að þeir fengu alla í kring um sig til að vinna með sér að þeirra takmörkum. Þessir tveir einstaklingar hefðu þess vegna geta orðið bestu mátar því þeir höfðu svipuð áhugamál og voru ótrúlega líkir. En það var aðeins eitt sem aðskildi þá, og það var það að annar þeirra var æðsti yfirmaður herafla bandamanna en hinn yfirmaður hervarna Þjóðverja og hafði sinn djöful að draga sem var hans yfirmaður sem hafði þann smá galla að geta ekki treyst neinum af hans undirmönnum, og það varð kannski þeirra Akkilleserarhæll sem dróg vígtennurnar úr þriðja ríkinu….
1 kafli.
Masters and Commanders.
Erwin Rommel gegn Dwight D. Eisenhower
Meistararnir og Yfirherstjórnendurnir voru þeir sem undirbjuggu og skipulögðu heri sína hvort sem var til að verjast eða sækja, þeir sem höfðu úrslitavald með afdrifaríkar ákvarðanir sem gátu ráðið því að sigur næðist eða heilu hersveitirnar með hundruð þúsund manna urðu að líta í lægri hlut og annað hvort berjast til seinasta manns og deyja eða verða stríðsfangar. Reyndar hafði Rommel náttúrulega Hitler yfir sér sem gat ekki treyst neinum af Hershöfðingjunum sínum og dreifði Hitler völdunum á milli þeirra og var Rommel nálægt því að hætta við allt fengi hann ekki skryðdrekasveitir undir sína stjórn. Hitler að lokum lét eina skryðdrekasveit eftir til Rommels.
En það er ótrúlegt hvað Rommel og Eisenhower áttu mikið sameginlegt. Eisenhower var fæddur 1890 og var ári eldri en Rommel. Þeir ólust báðir upp í litlum bæ, Eisenhower í Abilene, Kansas; en Rommel í Gmund, Swabia. Faðir Eisenhower var vélvirki en faðir Rommels var kennari. Báðir feður þeirra voru miklir agameistarar og spöruðu ekki vöndin við að aga soninn. Bæði Eisenhower og Rommel voru miklir íþróttamenn, Eisenhower lék fótbolta og hafnarbolta, en Rommel var hjólreiðamaður, lék tennis, stundaði skauta, róður og skíðamennsku. Þeir voru báðir af fjöldskyldu þar sem hermennska hafði aldrei verið stunduð. En þeir báðir fóru í samt herskóla, Rommel sótti Royal Officer Cadet skólann í Danzig meðan Eisenhower sótti Herskólann í West Point. Hvorugur þeirra voru nú afburðar nemendur en báðir voru þeir miklir keppnismenn og sóttu stíft eftir sínum sannfæringum. Í fyrri heimstyrjöldinni fékk frami Rommels góðan byr undir báða vængi og hann var var herstjórnandi í Frakklandi og Ítalíu og var meðal annar sættur Járnkrossinum og hinu eftirsóttu orðu ‘Pour le Merite’. Því miður fyrir Eisenhower varð hann eftir í bandaríkjunum sem þjálfari fyrir hermenn og var það mikið áfall fyrir frama hans og var hann mjög smeikur að frami hans mundi aldrei ná því flugi sem hann óskaði. Samt sem ungliðaforingi sýndi hann yfirburðar stjórnunarhæfileika rétt eins og jafnoki hans Rommel.
Theodor Werner einn af stjórnendum herfylkum Rommels lýsti eitt sinn: “Þegar ég sá hann fyrst (1915) var hann mjög grannur og næstum eins og skólastrákur, en hann var innblásinn af einhverjum ólýsanlegum og heilagum verndarhjúp, alltaf ákafur og viljugur að taka á skarið. Á einhvern forvitnilegann hátt varð það eldmóður hans sem keyrði alla hersveitina áfram frá fyrstu stundu, rólega og nákvæmlega í fyrstu og svo smátt og smátt jók hann eldmóðinn þar til allir voru orðnir innblásnir af frumkvæði og hugrekki hans. Allir sem einn tilbáðu hann og höfðu óbylandi trú á þessum mikla hershöfðingja sem vann hjörtu allra fyrir prúðmennsku og hugprýði. Hann sýndi aldrei fram á hrottaskap gagnvart óvininum og fór eftir settum reglum í hernaði. Rommel hefði þess vegna geta orðið Hershöfðingi í bandaríska hernum ef yfirmaður hans hefði ekki haft einn galla, að vera geðveikur siðblendingur…
Sergant Major Claude Harris, lýsti Eisenhower sem miklum agameistara, fæddum hermanni með kosti heramanns að það var gott að eiga við Eisenhower og hann átti mjög auðvelt að fá fólk til að vinna með sér. Þrátt fyrir ungan aldur sýndi hann ótrúlegan skilning á öllu hernaðarskipulagi… Þessir kostir urðu til þess að yfirmenn hans fyltust aðdáun á þessum unga manni og var honum lýst sem einum af bestu herforingjum sem bandaríski herinn hafði. Yfirmaður herafla Bandaríkjana, Douglas McArthur var sama sinnis.
Erwin Rommel fékk viðurnefnið í seinni heimstyrjöldinni sem Eyðimerkur-refurinn því hann þótti með eindæmum frábær Hershöfðingi og sögðu bandamenn hann vera göldróttann því sigrarnir og blekkingarnar sem hann beitti gegn óvinaherjum var með eindæmum. Ég vil bara taka það fram hér fyrir þá sem ekki vita það mikið um hernaðarskipulag þýska hersins að Rommel var aldrei í SS Stormsveitum Hitlers sem frömdu hina verstu strýðsglæpi seinni heimstryrjaldinnar, það vissu hershöfðingjar bandamanna alltaf enda ekki að ástæðulausu að þeir dáðust af Rommel. Rommel var mikils metin hjá Hitler og hann hafði unnið sig upp metorðastigann fyrir að vera útsjónasamur skriðdrekaforingi og hvernig hann beitti hinum fræga Panzer IV gerð D gegn óvinaherjum og skriðdrekum var lýginni líkast. Þjóðverjar smíðuðu aðeins 278 Panzer IV fyrir herferðina í Vestur-Evrópu og munaði minnstu að þeir köstuðu á glæ þeim yfirburðum sem skriðdrekinn veitti þeim.
Innskot: það var skrifuð frábær grein hér á hugi.is um Panzer IV og vil ég mæla með þið lesið þessa snilldar grein eftir Jón66…
Þessi skammsýni sem stafaði á ofurtú á þýska hernum knúði skriðdrekastjórnendur til að beitta þessu öfluga og jafnframt lipra vopni, sparlega. Metið í því átti Rommel. Frægt er það er hann mætti mikilli mótspyrnu Frakka í þorpi einu sendi Rommel aðeins einn Panzer IV gegn 14 franskum skryðdrekum, Panzerinn var það snöggur að hann komst aftan að þeim og eyðilagði alla 14 skryðdrekana, sem voru allt of svifaseinir til snúninga í þröngum þorpsgötum. Rommel komst síðar að því að Panzerinn var ekki ósigrandi og missti hann 3 skryðdreka í Arras þegar Frakkar skutu skeyti af stuttu færi í gegnum brynvörn skriðdrekana. Skömmu eftir það betrumbættu Þjóðverjar Panzerinn með því að setja á hann þykkari brynvörn og öflugri byssu. Varð sá Panzer sá langöfluasti skryðdreki WWII og fær í flest, seinna meir ákvöðu ríki eins og Ísrael að taka Panzer IV í sína þjónustu og var hann notaður í hernaði í austurlöndum fjær eins og Víetnam…
Þegar Þjóðverjar ráðast svo inn í Afríku fer Rommel þar fremstur í flokki. Ein gömul frásögn sem ég heyrði þegar ég var sjö ára af Rommel og snilld hans mun ég aldrei gleyma. Ég hef reyndar eingar heimildir yfir þessa frásögn en ef einhver veit hvar hún er rituð er það eindræg ósk mín að vinsamlegast segja mér frá henni og senda hér inn. En hún var frá atviki þar sem Rommel og Montgomery mættust í eyðurmörkinni, og hvorugur aðilin hafði riðið á vaðið og gert áras. Montgomery hélt sig bara í öruggri fjarlægð frá refinum og reyndi að leggja mat á herstyrk hans. Rommel vissi þetta og hann fékk þá allt í einu snilldarhugmynd. Hann vissi að hann ætti mikið meira en nóg af eldsneyti á skryðdrekaflotann sinn, og til að slá Bretan montna út af laginu, lék Rommel leik þar sem annar snillingur að nafni Markus Arelius Rómverjakeisari og heimsspekingur hefði eflaust sagt, ”This is without a doubt a divine deseption“ eða ”Þetta er án nokkurs efa Guðleg blekking“. Rommel fyllti eldsneytistanka á nokkrum skryðdrekum og bílum og skipaði skryðdrekastjórunum og bílstjórunum að keyra í hring sem Rommel var búin að fyrirframákveða. Þetta gékk í hring eftir hring allan daginn og þann næsta og Montgomery fór að skjálfa á beinunum yfir þeim tíðundum sem bárust frá hermönnunum sem fylgdust með ferðum skryðdrekana og meintum liðssöfnuði Þjóðverja. Flotinn sem var að byggjast upp fyrir framan Bretana snobbuðu var orðin að algjöru skrímsli og fyllti Bretana ótta og dró úr þeim baráttuvilja. Rommel hafði leikið en og aftur einn af sínum snilldarleikjum sem er ekki hægt annað en að dáðst af og bara skellihlægja… Rommel var einstakur….
Þrátt fyrir óteljandi og stórkostlega sigra í eyðimörkini gerðist það að eftir að Rommel hafði tapað orustuni við El Alamein seint um haustið 1942, varð Rommel af þeim manni sem Hitler kallaði ‘sá sem tapar’ en það var aðeins dæmigert fyrir Hitler að halda þannig fyrru fram, en aðrir sem höfði vit á milli eyrnana vildu frekar kalla Rommel raunsæismann. Síðla nóvember komst Rommel að því, að af þeim fimmtíu birgðarvélum sem voru á leið til hans með eldsneyti og aðrar nauðsynjar fyrir glæstan Afríku-her Rommels, voru aðeins fimm sem komust á leiðarenda. Það var fyrir tilstuðlan leyniþjónustu bandamanna sem varð þessa valdandi að hægt var að granda flugvélunum. Rommel fór í kvöldgöngu í eyðimörkina og með honum var einn af hans ungu herstjórnendum, Major Baron Luck. Rommel sagði ”Þetta eru endalokin!“, ”Við munum ekki einu sinni ná að halda Tripoli, og verðum að hörfa alla leið til Túnis. Þar munum munum við að auki mæta Ameríkönum… Okkar stolti Afríku-her auk nýju herdeildina sem eru nýlentar í norður Túnis munu glatast…“ Major Luck reyndi að malda í móginn en Rommel tók það ekki í mál og sagði ”Birgðirnar eru ekki að berast til okkar. Höfuðstöðvar Hitlers hafa þegar afskrifað þennan kafla hér. Það eina sem hann fer fram á hér að hver og einn einasti hermaður muni berjast til seinasta manns!'….. Luck, stríðið er tapað!“ En þrátt fyrir allt barðist Rommel áfram og ameríkanar sem komu úr vesturátt, biðu eftir Afríku-hernum í Túnis. Í febrúar 1943 mættust loks hershöfðingjarnir tveir í fyrsta skiptið í orustuni miklu um Kasserine skarð. Rommel tókst að koma óreyndum og óundirbúnum her Eisenhower algjörlega í opna skjöldu með þvílíkri útsjónasemi og greind og vann Rommel yfirhöndina strax. Eisenhower gerði margar vitleysur en tókst samt að bjarga sér út úr þeim fljótt aftur. Eisenhower nýtti sér stjórnunarhæfileika sína til hins ýtrasta og þá yfirburði sem hann hafði á landi í formi skotkrafts, og að lokum vann Eisenhower orustuna. Þegar henni lauk var Rommel farin að þjást af of háum blóðþrýstingi, miklum hausverkjum og hann var gjörsamlega útkeyrður, og þegar hermenn hafa verið í fremstu víglínu svo lengi fer það að hafa þau áhrif að dómgreindin skerðist og stundum þjást menn af sektarkend og ofsareiði. Til að bjarga sínum mesta Hershöfðingja sendi Hitler eftir Rommel og skipaði honum heim og gerði hann Marslják ”Field Marshall“ og eyddi Rommel megnið af árinu 1943 án nokkurs her til að stjórna. Það hlutverk sem beið hans var það veigamesta sem nokkur Hershöfðingi gat tekið að sér, það fólst í því að skipuleggja varnir þriðja ríkisins gegn herjum bandamanna, og að reyna að sjá fyrir hvar líklegast væri að bandamenn mundu reyna strandhögg. Varnarveggur Rommels kallaðist ”The Atlantic Wall“. Bandamenn reyndu eins og þeir gátu að finna glufur og galla á þessum varnarmúr og eins sendu þeir njósnara til að kanna hvort strendurnar gætu borið árásarlið bandamanna. Allt var lagt undir á báðum pólum og örlögin voru í höndum æðra máttarvalds ….
Í næsta kafla mun ég fjalla um hvernig hinu sönnu ”Masters and Commanders" undirbjuggu sig fyrir hina miklu þolraun sem beið þeirra, og en og aftur er það skondið hvað þessir tveir snillingar voru í raun ofboðslega líkir.
Heimildir eru frá:
Robert Wernick ritstjóra Time-Life Bóka
Ronald Heiferman
Jón66
Stephen E. Ambrose (höfund Band of Brothers)
Wars of the 20th Century
World War I, heimstyrjöldin 1939-1945,
Ritröð Almenna Bókafélagsins
Þjóðarbókhlaðan
Lesbók Morgunblaðsins
Endurminningar Alberts Speers