Vegna áskorunar um að birta tölur um fjölda flettinga á áhugamálinu undanfarna tvo mánuði upplýsist:

Í september var fjöldi flettinga á áhugamálinu 16,665 og er það 6,81% aukning frá ágústmánuði (sjá tilkynningu um ágústmánuð hér). Hlutfall heildarflettinga hélst óbreytt, 0.29%.

Í október var fjöldi flettinga á áhugamálinu 21,322 og er það 27,94% aukning frá septembermánuði og 36,73% aukning frá ágústmánuði. Hlutfall heildarflettinga var 0.41%.

Nóvembertölur eru ekki tilbúnar enn þá, enda mánuðurinn ekki nema hálfnaður, en upplýst verður um þær þegar þær berast (sennilega í lok fyrstu viku desember).

Í samanburði á virkni áhugamálsins í ágúst, september og október skal haft í huga að í ágúst voru birtar sex nýjar greinar á áhugamálinu, fimm í september en níu greinar í október. Virknin jókst einmitt mest á milli september og október og þótt ýmsum hliðum megi velta upp og margt þurfi að skoða betur virðist skynsamleg bráðabirgðaályktun vera á þá leið að fjöldi greina stuðli öðru fremur að meiri virkni á áhugamálinu. Nú hafa einmitt fimm greinar birst í nóvember; skyldi nóvember verða eins og ágúst og september, eða ætli virknin verði álíka og í október?

Efni af öðru tagi (kannanir, myndir o.s.frv.) er vitaskuld vel þegið líka.
___________________________________