Ég var að leika mér að setja sögu í ljóðform og fattaði eftirá að hugmyndin er býsna rómantísk, að ég held, svo ég prófa að setja ljóðið hingað inn. Ætla svo að sjá hvort ég kem sögunni betur frá mér í smásögu, svo ef þið viljið sjá það ætti þetta ljóð að birtast í söguformi á /smasogur síðar í nótt.





Frá sindrandi stjörnum við svífum
fram að rauðgullinni sólarglætu morgunsins.
Setjumst niður hjá gróskumiklu tré og mér líður
einsog ég muni aldrei vera þig vondur við.
Umhverfið er fagurt en þó ljótt,
grænka sumarsins umkringd verðandi skógareldum.
Ég baða mig í sólskininu í ró
og þú brosir við því flóran er gull.
Innan um skrýtið fólk og ýmsan óþjóðalýð
við skundum sæl og leikum okkur.
Ég þykist vera hershöfðingi á bakvið stórþjóðastríð
en þú skammar mig létt án orða.
Ég brosi við og kasta mér í drullupoll
svo þú hlærð en skríkir þegar ég skvetti á þig.
Ég dreg þig niður í svaðið sem þú undrast og
gapir þartil þú brosir laumulega og skvettir á mig.
Þú léttir af þér áhyggjum fegins hendi
og ég tek glaður eftir því að þú brosir eftir á.
Ég segist vera kóngur í ríki mínu en þú ert efins
þó þú sjálf sért drottning mín einsog ég bendi á.
Við ríkjum saman í stundinni en pabbi þinn
krefst þín heim að eilífu, svo eftir faðmlög og kossa á kinn
þú skríður heim en minning um glaðlegt andlit þitt
veitir mér yl í því bili sem ég þarf að loka á þig.