Þessi frásögn á örugglega eftir að hljóma spes og verða löng, en ég væri þakklátur ef einhver gæti kannski skilið þessi spor sem ég er í, já eða er ekki í öllu heldur.
Málið er að ég er svona kannski pínu “hrifinn” af stelpu sem ég þekki ekki baun. Ég er í 10 og hún er í 9. og ég talaði síðast við hana síðasta vor (fáránlegt ég veit) þegar við vorum saman í hóp í þemaverkefni í skólanum. Fannst hún strax frábær persónuleiki og þannig en hætti svo bara að hugsa um þetta. En svo núna undanfarna mánuði þá hef ég mikið verið að hugsa um hana og svona enda sé ég hana á hverjum degi í skólanum.
En þar sem ég þekki hana ekki neitt, umgengst hana ekki neitt, ekki sami vinahópur, enginn sameiginlegur staður þar sem bekkirnir koma saman og spjalla á milli og ekki saman í tíma eða neitt - þá finnst mér voðalega hæpið að ég nái að manna mig upp í að tala við hana, sérstaklega þar sem ég fer í annan skóla næsta vetur. En samt held ég áfram að hugsa um hana og já heh.
Ég veit ekki einu sinni msnið hennar til að tala við hana þar !
Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa um hana þá hélt ég að þetta væri bara eitthvað rugl sem myndi líða hjá, en núna er ég bókstaflega orðinn hræddur um að þetta sé orðið eitthvað meira hjá mér, þó að ég þekki hana ekkert.
En málið er að ég get einfaldlega ekki talað við hana ef einhverjir ætluðu að segja “go for it, talaðu við hana” en það er einfaldlega ekki hægt. Hún er alltaf umkringd vinkonum sínum í skólanum svo það er aaldrei neinn möguleiki á að starta samtali við hana. Og eins og ég sagði, ekki sami vinahópur og engir sameiginlegir tímar. Og ekki mundi ég fara að labba inn í stelpuhóp til að byrja að tala við einhverja eina sem yrði örugglega vandræðalegt ef við værum tvö að tala saman, hvað þá umkringdur vinkonum hennar!
Ég hef alltaf ætlað að vera svona lúmskur eitthvað ef ég gæti, náð lúmsku augnsambandi, rekast óvart í hana á ganginum og ná athyglinni þannig en aldrei tækifæri til. Hún er bara bókstaflega aldrei ein!
Málið er að ég er ekki góður í svona hlutum, ég er ennþá að byggja mig upp eftir sambandsslit, sjálfstraustið ennþá langt niðri eftir það svo ég held að ég hafi ekkert það sem þarf til þess að reyna eitthvað. Hún er sú fyrsta eftir sambandsslitin sem ég hef eitthvað hugsað um, og veit ekkert hvernig ég á að bera mig að..
Og ekki hef ég langan tíma til þess að reyna eitthvað, enda fer ég í framhaldsskóla í haust svo ég hef rétt 3 mánuði sirka ef ég ætla að gera eitthvað :/
En jæja þetta er orðin mikil og fáránleg langloka hjá mér og ef að einhver nennti að lesa þetta þá vil ég bara hrósa þeirri manneskju strax :)
Með von um uppbyggjandi og ráðleggjandi comment