Hæhæ
Ég er núna í DK í skóla og komst að því að einn strákurinn hérna í skólanum er hrifinn af mér. Það kom mér svolítið í opna skjöldu því að ég var ekkert að spá í honum og þannig. Svo tók ég bara eftir því að hann var að reyna mikið við mig og ég ákvað að spurja hann bara hvað það þýddi og hvort hann væri svona við aðrar 2 stelpur sem hann er mikið með. En hann sagði að hann væri bara svona við mig og væri hrifinn af mér og svona.
Það er auðvitað ekki svo auðvelt mál nema það að það er strákur heima sem ég hef alltaf haft smá áhuga á. Ég sagði honum það og svo talaði ég við strákinn heima. Ég spurði hann hvað hann héldi að myndi gerast á milli okkar þegar ég kem heim og svona hvað hann vill frá mér og hann sagði að hann vill mig sem kærustu.
Þannig að ég hef reyndar verið með hausverki útaf þessu öllu:S:S
Ég kem sko heim í páskafríinu og svo er ég búin í skólanum í júní og ég veit ekkert hvort þessi íslenski sé tilbúinn til að bíða eftir mér. Ég spurði hann hvort hann væri að spá í einhverjar stelpur heima og hann sagði að hann eltist ekkert við stelpur og sá það fyrir sér að ég kem bara hlaupandi í fangið á honum og ég spurði hann hvað ef það kæmi önnur stelpa sem myndi bara henda sér í fangið á honum og hann sagðist ekki vita.
Svo náttúrulega sé ég enga framtíð í þessu með þessum danska, þá væri það bara eitthvað ævintýri á meðan maður er hérna, og er maður þá tilbúinn til að hefja eitthvað sem maður veit að eigi eftir að brotna og eyðisleggjast??
Ég veit að ef ég hugsa of mikið um þetta þá missi ég örugglega bæði tækifærin.
Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera????