Um daginn sat ég í tíma og horfði á eina stelpu og kom þetta bara upp í huga minn…

Hér sit ég og stari í tíma,
til skiptis á töfluna og þig.
Þori ekki að biðja um síma,
af ótta hvað þér finnist um mig.

Ég ætlaði að senda þér miða,
og reyna að spjalla við þig,
en reyndist það mér ofviða,
því orti ég ljóð fyrir þig.

Eitthvað þig góða gerir,
bros þitt og útlit svo flott.
Hausnum á mér þú hringsnérir,
sem ekkert er annað en gott.

Hér læt ég kvæðið gott heita,
og synd er að ei þora,
en ef þú mér skyldir neita,
vil ég þú hendir þessum sora.

- Gj '07
Gaui