Ég er búin að vera að hugsa soldið uppá síðkastið um þessa þörf okkar til að finna “lífsförunaut”.

Það dugar okkur ekki fólkið sem við höfum, vinir og fjölskylda, sem elskar okkur og við það. Við þurfum eitthvað meira. Einhverskonar “lífsförunaut”, elskhuga, maka…

Auðvitað eru sumir sem eiga kannski ekki góða vini eða fæddust ekki inn í ástríka fjölskyldu og eru hugsanlega að leita að einhverjum til að fylla upp ástarþörfina.

En fólk sem lifir u.þ.b. “fullkomnu lífi”, á yndislega fjölskyldu, fullt af góðum vinum, gengur vel og hefur það gott getur verið algjörlega vansælt af því að það á ekki kærasta/kærustu.

Ég er bara að spá, hvað er málið eiginlega? Er þetta eitthvað í eðlinu, svona til að viðhalda stofninum, bara náttúrulegt eða er þetta einhver þráhyggja sem er búið að planta í hausnum á manni með áróðri og rugli.

Hvað haldið þið?
Og annað: Haldið þið að það sé hægt að verða fullkomlega hamingjusamur án “elskhuga”?
Og ef það væru tveir eistaklingar sem hefðu það bara “fullkomið” en annar ætti maka haldið þið þá að sá sem hefði maka væri hamingjusamari?

Bara smá pæling.
Kv.Aerie
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]