Ég er með stórt vandamál sem hefur hrjáð mig frá því í fyrstu bekkjum grunnskóla. Ég er í 10.bekk og alveg ástfanginn yfir höfuð (hefur aldrei verið jafn mikið og nú). En málið er að, ég er einhver feimnasta manneskja á öllu jarðríki! Ég hef fáránlega lítið sjálfstraust og er þar að auki mjög þögull og segi nær aldrei neitt, nema þegar ég hef eitthvað að segja!
Og það kom greinilega í ljós í dag þegar ég ætlaði að spurja stelpuna hvort það verði opin sjoppan á morgun í skólanum, við erum nefnilega að fara í próf og ég á að vinna þá og hún er einn af umsjónarmönnum sjoppunnar. Ok, alltaf þegar ég ætlaði að spurja hana að þessu snéri ég mér að henni, en alltaf þegar ég sá hana hugsaði ég “Nei, ég get þetta ekki!” En svo þegar ég dröslaðist til að spurja hana loksins, þá horfði ég í augun á henni (ég er ekki vanur að horfa í augun á fólki þegar ég tala, veit ekki af hverju), en þá bara stamaði ég örlítið og varð stressaður, ekkert mikið samt, en ég náði allvega að koma þessu út úr mér án frekari vandræða.
Ég nenni reyndar ekki alveg að segja frá öllu vandamálum mínum þar sem það er efni í heila ritgerð, en hvað er hægt að gera til að heilla hana og það sérstaklega þar sem nú eru að koma jól? Við komum stundum þó með komment á hvort annað sem gerist reyndar MJÖG sjaldan. Ég er viss um að hún er hrifin af mér og hef ég tekið eftir því og þarf ekkert að fara nánar út í það.
Ég óska eftir góðum og vinsamlegum ráðum, takk fyrir.